Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.1996, Side 40

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.1996, Side 40
Systurnar Flo og Pop áttu sæg af frændum og frænkum í báðar ættir, afa og ömmur og skyldmenni og venslafólk út frá þeim. Allir urðu stöðugt að fylgjast með hvað hinir tóku sér fyrir hendur. Síminn hafði enn ekki verið fundinn upp svo bréfspjöld, sendibréf og alls kyns skilaboð um hvað eina streymdu án alláts fram og til baka. Ef ráða átti nýjan ökumann varð öll stórfjölskyldan að taka þátt í því og ef eldabuska hætti störfum urðu allir að fylgjast með hvemig þvf reiddi af. I raun og vem var ekkert í daglega lffinu einfalt eða auðvelt. Hinir yngri urðu að vera kurteisir, hjálpsamir og hlýðnir við þá sem eldri voru og ekki mátti brjóta gegn tíðarandanum, siðum og venjum. Það var yfirsjón af efstu gráðu! Ef það gerðist féllu lafðirnar í yfirlið, hlaupa varð til með ilmsölt og leggja þær upp í sófa með gluggatjöldin dregin fyrir. Yfirlið á réttu augnabliki var tákn um viðkvæma lund og það var fínt og hámóðins að vera viðkvæmur. Flo reit eftirfarandi framarlega í dagbókina sína: „... ég held að konurnar yrðu ekki svona þreyttar ef þœr lœgju minna uppi (sófa til að hm'la sig. “ Ekki varð tölu á samkvæmin komið, brúðkaup og barnaskírnir, refaveiðar, stofutónleikar og grímuböll; ferðalög og heimsóknir svo flaut yfir alla bakka. Inn í þetta andrúmsloft fæddist Flo. Enskt hástéttarlíf sem einkenndist af auði, gáska og glæsileik. En fastmótuðum reglum um hvað væri viðeigandi og hvað ekki. Allt var svo glœst utan frá séð, en sannleikurinn var sá að við hnepptum livert annað (gullið fangelsi. Þegar fjölskyldan kom heim úr Ítalíuförinni settist hún að á ættarsetrinu Lea Hurst í Derbyskíri. En Fanny var aldrei fyllilega sátt við að búa þar. Setrið var á fögrum stað, en vetur voru þar kaldir og húsið ekki rúmgott, aðeins fimmtán svefnherbergi! Wen festi því kaup á herragarðinum Embley Park sem var nær Lundúnum og eftir það bjó fjölskyldan á Lea Hurst að sumrinu en Embley Park á vetrum. Samkvæmistímabilið, haust og vor, dvöldust þau í Lundúnum svo að hægara væri að taka þátt í gestaboðum, fara á dansleiki og tónleika og sækja leikhús. Fanny og Wen voru indæl og aðlaðandi og þau höfðu dálæti á börnum. Flo og Pop höfðu allt sem unnt var að óska sér en samt var Flo ekki hamingjusamt barn. Hún var yfirmáta hlédræg og feimin. Mér fannst ég aldrei vera eins og hinir. Ég stóð íþeirri trú að ég vœri einhvers konar umskiptingur og var sífelltt smeyk um að það myndi uppgötvast. Ég var óskaplega hörundssár og held helst að ég hafi verið það sem kallað er „erfitt ” barn. Ég var skelfmgu lostin ef ég átti að hitta ókunnugt fólk og stóð íþeirri trú að öðrum börnum félli ekki við mig. Mamma var aldrei ánœgð með mig, mér tókst ekki einu sinni að handleika hníf og gajfal svo vel fœri! Mér geðjaðist heldur ekki eins vel að Pop systur minni og mér bar að Guðs og manna lögum. Ég var í stígvélum alla daga til að styrkja ökklana og œfði mig í að nota krullujárn eins og mamma vildi að ég gerði! Ég gerði mér far um að vera góð og standa mig vel! Flo ilýði inn í veröld draumanna og gat löngum stundum verið niðursokkin í dagdrauma. Til allrar hamingju lagaðist þetta þegar systurnar hófu skólagöngu enda þótt afstaðan til Pop yrði litlu betri og Pop væri afbrýðisöm út í Flo. Hún var indæl, snotur og blíðlynd og líka dugleg en Flo fríkkaði með aldrinum á sinn sérstaka hátt og fljótlega rann það upp fyrir hennar nánustu að hún átti óvenju auðvelt með að læra. Fanny Nightingale með dœtrum sínum Florence og Parthenope. 1 fyrstu höfðu systurnar kennslukonur en síðar tók faðir þeirra að mestu í eigin hendur að uppfræða þær. I raun og veru fengu þær töluverða skólagöngu, mun meiri en þá tíðkaðist um stúlkur. Þær lærðu grísku, latínu, þýsku, frönsku, ítölsku, sagnfræði, heimspeki - og stærðfræði. Florence reyndist vera framúrskarandi tölvís. „Hún svelgir tölurnar,” sagði kennarinn hennar, „líkt og kyrkislanga bráð sína.” Hún skrifaði dagbók á frönsku aðeins níu ára gömul. Á titilsíðunni stendur „La vie de Florence Rossignol”. Rossignol þýðir næturgali eða sama og Nightingale og er áritunin því „Ævi Florence Nightingale”. Við vorum klukkustundum saman (kennslu á hverjum degi. Mömmu og Pop fannst það alltof mikið. Ungar stúlkur áttu að lœra dráttlist, að leika á hljóðfœri og útsaum enfátt annað. Mér fannst kennslan stórkostleg og við pabbi fengum nóg að tala um, eiginlega allt (jörðu og á! Flo breyttist smátt og smátt. Hún var ekki lengur lftið og hlédrægt barn en fór að taka þátt í öllu sem gert var til skemmtunar og eignaðist nákomna og góða vini innan fjölskyldunnar. Móðirin áttaði sig ekki á henni og var mun sáttari við Pop systur hennar. En Flo bast Mai frænku sinni sterkum böndum og innilegum; einnig frænkum sínum þeim Hilary og Marianne. Hún var afar tilfinninganæm. Þegar allt lék í lyndi var lífið þess virði að lifa því en þegar syrti að fannst lienni tilveran lítt bærileg. Ég var hrœðilega afbrýðissöm þegar Maifrœnka m(n giftist enda þótt eiginmaðurinn vœri Sam, einn af mínum uppáhalds frœndum! Égfékk að fara ( kirkjuna og man að ég reyndi að troðast á milli þeirra þegar þau krupu við v(gsluna. TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 2. tbl. 72. árg. 1996

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.