Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.1996, Page 41

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.1996, Page 41
Það var eins gott að enginn gat lesið hugsanir mínar þd stundina! Bót ( máli var þó hversu mikill og góður matur var á borð borinn ( brúðkaupsveislunni, og síðar þegar Mai frœnka eignaðist börn galt ég þess ekki. Vinátta okkar hélst óbreytt. Raunar var Mai sjálf dálítið barn ( sér og kannski var það V hennar mesti kostur. Börn og dýr áttu hug minn og við Hilary skrifuðumst á um það sem við kölluðum „börnin okkar” og „dýrin okkar” þegar við vorum aðskildar og gátum því ekki rœtt um það. Eg minnist þess að ég bjó til agnar litla bók, varla stœrri en frímerki, þar sem ég skrifaði með örsmáu letri: „Lyfseðill fyrir meðali sem fólk á að nota þegar það er veikt.” Mai frœnka fékk hana (jólagjöf og hún sagði: „Gagnleg bók og svo falleg og vel gerð, jafnvel skriftin svona örsmá en skýr!” Það var yndislegt að fá þvílíka viðurkenningu f)rir verk sem ég hafði lagt mig fram um að vinna. Flo tók nú að skrifa fyrir alvöru. Dagbækur og það sem k hún kallaði „Persónulegar athugasemdir.” Hún lagði sál sína í það sem hún skrifaði. Ekki var alltaf auðvelt að ná í pappír og hún hirti hvert snifsi sem hún komst yfir og varðveitti eins og gersemi. Hún skrifaði á spássíur á gömlum sendibréfum, aftan á gömul almanök, á þerripappír og alls staðar sem hún kom því við. Hún varð að finna sterkum tilfinningum sínum útrás og hún hafði enga trúrri að snúa sér til en pennans og pappírsins. Allt sitt líf var hún sískrifandi og mjög margt af því hefur varðveist. Það er þess vegna sem við höfum nú tækifæri til að kynnast henni, alveg frá unga aldri. Bæði Fanny og Wen, foreldrar liennar, liöfðu hlýtt hjartaþel og lifandi áhuga á umhverfi sfnu. Wen reyndi fyrir sér í stjórnmálum, en féll ekki baráttan sem þeim fylgdi og dró sig fljótlega aftur í hlé. Fanny var hin auðuga og tignarlega „herragarðsfrú” sem ók um í glæsivagni og útbýtti ölmusum til þeirra snauðu á landareigninni. Það var til siðs. Pop fór með móður þeirra í verslanir og aðstoðaði hana við samkvæmishaldið en það var Flo sem fylgdi henni í heimsóknir til fátæklinganna. Neyðin sem hún þar varð vitni að hvarf ekki úr hug hennar og hún tók að rita á smámiðana sína: „Við erum sníkjudýr” og „Fólk á að styðja hvert annað . Flo liafði uppgötvað heim utan herragarðanna og glæstu "setranna og hún fann til ábyrgðar. Henni var ekki nóg að koma akandi sem hefðardama með körfu á handlegg, gefa súpu og brauð og strá um sig orðum með þýðum rómi; hún vildi fara inn í hreysin og taka þar til hendi, annast þá sem voru sjúkir og kynnast þeim sem manneskjum. Alveg frá unga aldri hafði hún sýnt ótrúlegt hugrekki andspænis því sem var illt og óþægilegt og ekki hopað. Fjölskyldunni fannst hún ofgera í þessum efnum. Það urðu að vera takmörk fyrir þvf hversu langt ætti að ganga í að taka á sig vanda annarra. Það var að fara yfir markið að koma oí seint í miðdegisboð eða samkvæmi vegna einhverra vesalings kotunga. Fólk var sammála um að Flo „væri spennt á taugum” og hún „gengi lengra en væri við hæfi.” Ég hafði slœma samvisku af öllu mögulegu um þetta leyti, meðal annars af þv( að ég lét mig dreyma dagdrauma og tók að gagnrýna Jjölskylduna fyrir að vera yfirborðsleg og hugsa eingöngu um óhóf og skemmtanir. Ég brann ( skinninu af löngun til að taka að mér eitthvert raunverulegt verkefni, mér fannst ég sóa t(ma mínu (fánýt viðfangsefni. Heimsókn til fátœklinganna ( kofunum og aðstoð við þá var líkt og aðfást við eitthvað sem máli skipti, og það dró úr samviskubitinu. En það var bara svo vonlaust að ( hvert sinn sem ég var komin vel á veg með að sinna þeim sem sjúkir voru þá þuifti Jjölskylda mín œvinlega að vera íþessum endalausu Jlutningum sínum. Frá Lea Hurst til Lundúna, frá Lundúnum til Embley Park og frá Embley Park aftur til Lea Hurst. Engum virtist Ijóst að ég hefði verk að vinna eða að ungri stúlku gœti fundist hún hafa skyldur við aðra enforeldra sína ... Flo skynjaði tómleikann í lifnaðarháttum fjölskyldunnar. En þó er ljóst að einnig hún hreifst með af því sem var spennandi og skemmtilegt og tilheyrði lífsstíl hástéttarinnar. Hjá hverri fjölskyldu var það meiriháttar viðburður þegar gjafvaxta dætur þreyttu frumraun sfna í samkvæmislífinu, voru kynntar við hirðina í viðurvist drottningarinnar og hneigðu sig fyrir henni. Undirbúningur að þvílíkum stórviðburði var með ólíkindum. Ekkert mátti til spara svo að ungu stúlkumar kæmust í allra fremsta flokk. Þetta var í raun stórfenglegt tækifæri til að koma þeim á hjónabandsmarkaðinn - það mikilvægasta af öllu mikilvægu! Embley. Parti, sveilasetur Jjölskyldunnar í Hampshire. Teikning eftir Parthenope Niglilingale. Pop og Flo vom orðnar sextán og sautján ára og nógu gamlar til að vera kynntar opinberlega. Þær vom indælar stúlkur báðar tvær, en Flo hafði yndisþokka til að bera og bjó yfir persónutöfrum sem duldust ekki þeim er kynntust henni. Hún var tággrönn með mikið kastaníubrúnt hár (lokkur úr hári hennar frá sautjánda afmælisdeginum er enn varðveittur í nisti), fallegt bros og greindarleg grá augu. Og í þokkabót var hún bráðskemmtileg. 011 fjölskvldan eins og hún lagði sig var altekin af að gera tillögur og semja áætlanir um allt sem gera þurfti til undirbúnings viðburðinum mikla. Ákafastir allra vom auðvitað foreldrarnir, þau Fanny og Wen. Þar eð fjölskyldan hafði ekkert fast eigið aðsetur í Lundúnum var afráðið að á Embley Park skyldi verða miðstöð fyrir allt tilstandið. En allir voru samt á einu máli um að Emhley Park yrði að innrétta upp á nýtt og TÍMAKIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 2 . tbl. 72. árg. 1996

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.