Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2000, Side 23

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2000, Side 23
- Hvað liggur að baki? Hvað liggur að baki ofbeldis í fjölskyldum og samfélögum? Dr. Marjorie White er ein þeirra sem hefur leitast við að svara þessari spurningu. Dr. White er fyrrverandi prófessor við háskólann í Flórída og var gestaprófessor við náms- braut í hjúkrunarfræði, Háskóla íslands, á haustönn. Hún er bæði hjúkrunarfræðingur og félagsfræðingur að mennt og hefur unnið að mörgum rannsóknum á fjölskyldum undanfarin 20 ár og fengið til þess ýmsa styrki. Hún er aðalrannsakandi í samvinnuverkefni milli Bandaríkjanna og Norðuriandanna - „Family Dynamics Nursing Project" - sem snýst um rannsóknir á barnafjölskyldum. Rann- sóknarhópar í þessu verkefni hafa athugað fjölskyldur á íslandi, Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi og Noregi til að kanna hvað er ólíkt og líkt með þeim og afla upplýsinga til leiðbeiningar fyrir heilbrigðisstarfsfólk sem vinnur við fjölskyldumeðferð. Dr. White var Fulbright-rannsakandi við háskólann í Tampere þar sem hún ásamt finnskum hjúkrunarrann- sakendum, bar saman samskipti í þeim fjölskyldum þar sem illa var farið með börn og í fjölskyldum þar sem það var ekki gert, í fjórum borgum í Finnlandi. Dr. White hélt opinn fyrirlestur á vegum Rannsóknarstofnunar í hjúkr- unarfræði í nóvemberlok og sagði þar m.a. frá niðurstöð- um rannsókna sinna. Hún sagði ofbeldi og vanrækslu á börnum ekki ný af nálinni og mörg dæmi mætti finna í sögunni um slíkt. Nú á síðari tímum hefur þagnarmúr fjölskyldunar hinsvegar verið rofinn og athyglin þannig beinst að ýmsum neikvæðum þáttum sem hafa í sumum tilfellum þrifist í skjóli hennar. En hvernig er ofbeldi á börnum skilgreint lögum sam- kvæmt? Hún sagðist ekki hafa fundið skýra skilgreiningu í íslenskum lögum en samkvæmt breskum lögum er ofbeldi gegn börnum skilgreint þannig: „III meðferð á börnum er allt það sem einstaklingar, stofnanir eða stefnumótun opin- berra aðila gera eða gera ekki og beint eða óbeint skaðar börnin og skerðir möguleika þeirra á að þroskast á öruggan og heilbrigðan hátt til þess að verða fullorðnir einstaklingar." Segja má því að börn, sem búa við ofbeldi eða vanrækslu, búi í félagslega eitruðu umhverfi sem er öllum samfélögum til minnkunar. En hver er undirrót ofbeidis, er orsaka ofbeldis að leita innan fjölskyldunnar og hefur það svo áhrif á samfélagið allt, eða er eitthvert ofbeldi í samfélaginu sem hefur áhrif á fjölskylduna? Eða er ef til vill ákveðin víxlverkun til staðar? Ofbeldi hefur alltaf verið til Dr. White sagði ofbeldi ala af sér ofbeldi og rannsakendur hafi bent á að líkur á ofbeldi gegn börnum aukist um 150 prósent ef makinn er beittur ofbeldi. Barnaþrælkun og misþyrmingar hafa viðgengist í gegnum aldirnar, þannig var vansköpuðum börnum útrýmt í Spörtu til forna og börn notuð til að sinna ýmsum störfum í Bretlandi á 18. öldinni, sótarar voru t.d. gjarnan 6-7 ára drengir sem voru iðulega klæðlitlir að hreinsa skorsteina samtíðarmanna sinna. Er orsaka ofbeldis ef til vill að leita í mannlegu eðli, er maðurinn þannig í eðli sínu slæmur? Ýmsir hugsuðir hafa haldið því fram. Thomas Hobbes var á þeirri skoðun á 17. öldinni, hann taldi manninum eðlislægt að taka til sín allt sem hann gæti með öllum mögulegum ráðum, Machiavelli, stjórnspekingur og rithöfundur á 15. og 16. öld, sagði mannlegt eðli spillt og slæmt. Ýmsar tilraunir hafa verið gerðar á síðari árum til að tryggja hag barna og draga úr misnotkun, fyrst með barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og síðar með ýmsum lagaákvæðum. Nú um stundir greina fjölmiðlar frá slæmri meðferð á börnum. Þar er vanræksla barna algengust eða um 50 prósent skráðra tilfella í Bretlandi og Bandaríkj- unum, sum börn fá ekki hollan mat eða viðunandi klæði og í sumum tilfellum þurfa þau að bera ábyrgð á foreldrum sínum sem eru ófærir að sjá um þau vegna geðrænna örðugleika, drykkju eða eiturlyfjaneyslu. Dr. White sagði rannsakendur ekki hafa fundið eina ákveðna orsök van- rækslu og misnotkunar barna heldur væru að verki margir samverkandi þættir. Þannig væru meiri líkur á ofbeldi og vanrækslu gagnart börnum í lágstéttarfjölskyldum þar sem foreldrarnir hefðu litla menntun og meiri líkur væru á ofbeldi ef foreldrarnir væru ungir og sambýlingur móður- innar á heimilinu væri ekki faðir barnsins. Þá skipta einstaklingsbundnir þættir barnsins máli, svo sem líkam- legir eða tilfinningalegir örðugleikar. Samskipti foreldra og barna hafa einnig áhrif, t.d. tengslamyndun. Þá eru meiri líkur á ofbeldi og vanrækslu ef ofbeldi hefur verið til staðar 23 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 76. árg. 2000

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.