Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2000, Qupperneq 27

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2000, Qupperneq 27
Kristín Björnsdóttir ^Mxi-S'fcAY'AnÁw. í Kjúkrun uið -Hl _ f* j/ 'Í ’ V TqJ mk ' j ■1 A r , \W ÁWVAWx H Æ J j rWT Wmmj H _ m Lámm S Ijl'l\ 1//7Ú1 ■ I *1 Fyrstu nemarnir í meistaranámi við námsbraut í hjúkrunarfræði við H.í. ásamt nokkrum kennurum sem standa að náminu. Efri röð frá vinstri: nemendurnir Herdís Gunnarsdóttir, Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, Ingibjörg Elíasdóttir, Ingibjörg Hjaltadóttir, Arna Skúladóttir, Sigrún Gunnarsdóttir og Gyða Baldursdóttir, kennararnir Herdís Sveinsdóttir og Rúnar Vilhjálmsson og Margrét Björnsdóttir sem er bæði nemandi og kennari. Neðri röð frá vinstri: Marga Thome, Helga Jónsdóttir, Erla Kolbrún Svavarsdóttir, Kristin Björnsdóttir og Guðrún Kristjánsdóttir. Haustið 1998 hófst meistaranám í námsbraut í hjúkrunar- fræði. Námið er til 60 eininga og er reiknað með að það taki tvö ár í fullu námi að Ijúka því. Margir nemendur kjósa þó að vinna með námi og Ijúka því á 2 1/2 - 3 árum. Átta nemendur hófu nám í fyrsta hópnum og er því að síga á seinni hluta hjá þeim. I hópnum, sem hóf nám nú í haust, eru einnig átta nemendur, þar af ein Ijósmóðir sem mun vinna verkefni á sviði Ijósmóðurfræðinnar. Áhugasvið í nemendahópnum er breitt, s.s. heilsuvernd og heilsuefling, hjúkrun barna og fjölskyldna þeirra, umhyggja í hjúkrun, gæðamál heilbrigðisþjónustunnar, hjúkrun aldraðra. Námið er skipulagt þannig að hver nemandi lýkur þremur kjarna- námskeiðum. Þekkingarþróun í hjúkrun veitir innsýn í ólíkar stefnur varðandi eflingu þekkingar og færni í hjúkrun á tuttugustu öldinni. í aðferðafræðinámskeiðunum eru ólíkar rannsóknaraðferðir og hugmyndafræðilegur grunnur þeirra kynntur. Að öðru leyti velur nemandi námskeið í samvinnu við leiðbeinanda sinn, bæði hér heima og erlendis. Framboð á námskeiðum á meistarastigi í Háskóla íslands eykst stöðugt og jafnframt fjölgar möguleikum til að skrá sig í sérhæfð námskeið sem kennd eru á inter- netinu. Gert er ráð fyrir að hver nemandi Ijúki sem svarar 5-15 einingum við erlenda mennta- eða rannsóknar- stofnun. Rannsóknarverkefnið er 30 einingar, eða helm- ingur námsins, og er það samstarfsverkefni nemandans og leiðbeinandans. Hinn stóri þáttur rannsókna endurspeglar þá leið sem Háskóli íslands hefur valið við eflingu framhaldsmenntunar. Litlu fé hefur verið varið til verkefnisins en með því að tengja það rannsóknum kennara hefur skapast grundvöllur til fjármögnunar eftir ýmsum leiðum. Við skipulagningu rannsóknarverkefna höfum við jafnframt lagt allt kapp á klíníska tengingu. Það er bjargföst trú okkar sem að þessu námi stöndum að sé rétt á málum haldið geti rann- sóknartengt nám orðið til að efla færni nemandans til að leysa klínísk vandamál í daglegu starfi hjúkrunarfræðinga 27 Tímarit hjúkrunarfræðinga ■ 1. tbl. 76. árg. 2000
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.