Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2000, Page 32

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2000, Page 32
WENR á íslandi 2000 110. ráðstefi sem stundj 25.-27. maí 2 Stórviðburðiir í hjukrun á íslandi ALþjóðleg hjúkrunarráðstefna verður haldin í Reykjavík í maí 2000 Ráðstefnan verður haldin 25.-27. maí 2000 í Háskólabíói. Heiti ráðstefnunnar er: Verkefni hjúkrunarfræðinga á 21. öldinni: Heilsuefling, forvarnir og meðferð. Á þriðja hundrað hjúkrunarfræðingar hvaðanæva úr heiminum munu kynna rannsóknir sínar og nýjungar í hjúkrun. Þar af verða flutt á annað hundrað framsöguerindi og yfir eitt hundrað rannsóknir kynntar á veggspjöldum. Einnig verða vinnusmiðjur starfandi alla dagana. Sérstakt ráðstefnugjald er fyrir félagsmenn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga 20.000 kr. ef skráning fer fram fyrir 1. apríl 2000 og félagar í deild eftirlaunaþega og nemendur í hjúkrunarfræðum við H.í og H.A. 10.000. kr. Nemendur þurfa að skila vottorði frá skóla um að þeir séu í fullu námi. Innifalið í ráðstefnugjaldi er aðgangur að öllum fyrirlestrum og vinnusmiðjum, ráðstefnugögn, veitingar í kaffihléum, bitabox í hádegi alla 3 dagana og móttaka í Ráðhúsinu. Eftir 1. apríl 2000 er gjaldið 25.000 kr. fyrir félagsmenn. Hægt er að skrá sig beint á heimasíðu WENR http://www.hjukrun.is eða nálgast skráningaeyðublöð hjá Úrval-Útsýn, ráðstefnuþjónustu, netfang: bryndis@icelandtravel.is eða á skrifstofu félagsins. Allar nánari upplýsingar veita: Heimasíða WENR http://www.hjukrun.is Úrval-Útsýn, ráðstefnudeild, sími 585 4000, netfang: congrex@icelandtravel.is Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, sími 568 7575, netfang: adalbjorg@hjukrun.is

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.