Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2000, Page 42

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2000, Page 42
*> •. n O O v, Samningar við heiisugæsiuna undirritaðir í ágúst 1998. Hjúkrunarfélögin tvö sameinuðust þann 15. janúar 1994, en þá hafði Vigdís starfað í eitt og hálft ár hjá Hjúkrunar- félagi íslands. Fyrsta verkefni hennar hjá hinu nýja félagi var að vinna að gerð nýs kjarasamnings sem hún segir hafa verið margra mánaða vinnu og mjög lærdómsríka. „Félagið hafði þá markað sér þá stefnu að litið var á alla hjúkrunarfræðinga sem einn hóp óháð formi grunnmennt- unar í hjúkrun. Við Ásta unnum mjög mikið saman í kjarasamningum og þekktum orðið hvor aðra mjög vel. Fyrsta samninginn gerðum við ’94 og það var mikil reynsla að hafa samið samninginn frá grunni. Við vorum einnig með mjög góða samninganefnd og það náðist góð niðurstaða sem allir voru sáttir við og töluverðar launa- hækkanir fylgdu í kjölfarið. Síðar voru minni samningar '95 og ’96. Næsta stóra málið voru lífeyrissjóðsmálin ’96 þegar við breyttum lögunum um lífeyrissjóð hjúkrunarfræðinga en við Ásta vorum báðar í þeirri nefnd. Þetta var margra mánaða samningaþjark sem reyndi mikið á og mikil kvöld- og helgarvinna. Það náðist töluverður árangur og í heild má segja að hjúkrunarfræðingar búi nú við betri kost en þeir höfðu áður.“ Nýtt launakerfi var svo tekið I notkun '97. Hún segir hjúkrunarfræðinga almennt hafa verið tilbúna til að prófa nýjar leiðir. Því þó hjúkrunarfræðingar hafi ekki verið langt frá öðrum háskólamenntuðum ríkisstarfsmönnum í taxta- launum var launakerfið ekki gagnsætt og karlahópar fengu hærri laun í reynd þar sem í launum þeirra var gert ráð fyrir óunninni yfirvinnu. „Það var því verulegur launamunur til staðar, stórir hópar voru yfirborgaðir en aðrir, einkum þó konur, fengu ekkert aukalega. Það var reyndar oft reynt að telja okkur trú um það við samningaborðið að óunnin yfirvinna væri hreint ekki eins algeng hjá hinu opinbera og við héldum fram, karlarnir ynnu bara svo mikið! Annað 42 kom svo í Ijós við gerð aðlögunarnefndarsamninga á ýmsum stofnunum þar sem taxtalaun ýmissa háskóla- manna voru hækkuð um tugi prósentna með því að færa greiðslur fyrir óunna yfirvinnu inn í taxtana. Við sáum möguleika fyrir hjúkrunarfræðinga að styrkja stöðu sína í nýju launakerfi vegna þess að í því var opnað fyrir þann möguleika að færa yfirborganir inn í taxtalaun og gera þannig hin raunverulegu dagvinnulaun ýmissa háskóla- manna sýnilegri en áður hafði verið. Það er auðveldara fyrir hjúkrunarfræðinga að setja fram launakröfur ef þeir hafa upplýsingar um raunveruleg dagvinnulaun annarra hópa háskólamanna en ekki eingöngu upplýsingar um taxtalaun og svo einhvern óskaplegan fjölda af yfirvinnutímum sem enginn veit raunverulegt vinnuframlag á bak við. Reyndar vildum við ekki ganga eins langt í upphafi og samninganefnd ríkisins. Við lögðum t.d. fram tillögur að nýju launakerfi sem líktist meira því launakerfi sem danskir hjúkrunarfræðingar búa við í dag. Þar er aðeins hluti launaákvarðana færður frá miðlægu samningsborði út til stofnananna. Þeirri tillögu var hins vegar hafnað að hálfu samninganefndar ríkisins og þegar fyrstu háskólamanna- félögin byrjuðu að ganga frá samningum í nýju launakerfi varð ekki aftur snúið fyrir hjúkrunarfræðinga því ef hjúkrunarfræðingar vilja bera laun sín saman við laun annarra háskólamanna þá er mun auðveldara að vera í sama launakerfi og með svipaðan miðlægan kjara- samning. Það höfðu þó margir efasemdir um ágæti þessa nýja launakerfis fyrir hjúkrunarfræðinga. Hjúkrunarfræðingar hafa vanist því að fá greidd sömu laun fyrir sama starfsheiti og margir hjúkrunarfræðingar hafa aldrei sett fram launa- kröfur sem einstaklingar heldur litið svo á að sú ábyrgð liggi ekki hjá þeim heldur félaginu. Hjúkrunarfræðingar verða hins vegar að sætta sig við það að laun hjúkrunar- Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 76. árg. 2000

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.