Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2000, Side 7

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2000, Side 7
Ég hitti gamlan skólabróður minn í vor. Hann hefur búið eriendis frá því að við lukum stúdentsprófi. Er ég spurði hann hvernig hann kynni við sig þar og hvort hann saknaði ekki föðurlandsins, svaraði hann að auðvitað saknaði hann stundum einhvers en það væri bara allt of kalt á íslandi til að hægt væri að búa þar. Þetta afdráttarlausa svar vakti mig til umhugsunar og varð tilefni frekari umræðna. Það hefur verið sagt um þá íslendinga sem eru búsettir hér á landi að þeir séu allir skáld. Það geti ekki nema skáld með ríkt ímyndunarafl búið við það veðurlag sem hér ríki, hinir sem vilja búa við betra veður flytji einfaldlega í sólina. En við sem eftir erum búumst alltaf við að fá sumar, jafn- vel þó að meðalhiti heitasta mán- aðar, júlí, hafi ekki farið upp fyrir 11 gráður árum og áratugum saman. Gömlu skólafélagarnir mínir úr menntaskóla minntu mig líka á það að fsland væri líklega eina landið í heiminum þar sem hugtakið hlýtt er notað yfir allt sem er yfir frost- marki eða eins og við könnumst við þegar veðurfréttir eru lesnar: ..Æðey, hiti 5 stig. Hlýtt verður áfram næstu daga..." Sjálf rifjaði ég upp í huganum ummæli útlendings nokkurs um landið hér áður en Björk gerði það frægt: „lceland? Where all the bad weather comes from?“ Hann hafði greinilega tekið eftir ýmsu á veðurkortinu. Menn nota eflaust ólíkar aðferðir til að sætta sig við veðrið. Sjálf hef ég tekið mér Þollýönnu til fyrirmyndar og býst ekki við neinu, ekki einum einasta sólardegi. Hver sólardagur umfram það er því óvænt ánægja. Góða veðrið er bara í útlöndum. Það sumar, sem nú er senn liðið, er því fullt af óvæntum ánægjudögum. En jafnvel þótt veðrið hafi leikið við okkur í sumar hafa þessi ummæli gamla skólabróður míns þó ekki látið mig í friði... er kannski eitthvað til í því að það sé bara allt of kalt hérna? HARTMANN Vernd fyrir viðkvæma húð BEDCO & MATHIESEN EHF Bæjarhrauni 10 sími 565 1000 • fax: 565 1001 Tímarit hjúkrunarfræðinga ■ 3. tbl. 76. árg. 2000 131

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.