Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2000, Blaðsíða 33

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2000, Blaðsíða 33
þar með er ekki búið að taka frá konunum orsakir streit- unnar. Það getur verið að þær hafi ekki nægileg fjárráð til að kaupa mat handa börnum sínum, borga húsaleiguna eða greiða aðra reikninga. Jafnvel þó konurnar séu í vinnu eru þær ef til vill í illa launuðum störfum því þannig eru mörg störf. Og það er erfitt að lifa þegar aðeins ein fyrirvinna er fyrir fjölskyldunni eins og þegar móðirin er einstæð. Þegar ég hugsa um hvernig samfélagið getur gert fólk veikt á ég t.d. við mismun vegna kynferðis sem takmarkar möguleika kvenna, eða mismun vegna kyn- þáttar, því að minnihlutahópar eru oft við verri heilsu vegna þjóðfélagsstöðu sinnar. Við verðum því að fara að athuga hvað það er í samfélaginu sem gerir það að verkum að þessi þættir stuðla að verra heilsufari. Og oft liggja ræt- urnar fremur í afstöðu til kynferðis eða kynþáttar en í þeirri líffræðilegu staðreynd sem er að baki þessum mismun." Heimilisofbeldi Nancy segir hjúkrunarfræðinga hafa aukið þekkingu varð- andi ýmis önnur svið heilbrigðis kvenna, svo sem ofbeldi gegn konum, með því að greina og meðhöndla konur sem hafa mátt þola heimilisofbeldi. Einnig mætti nefna rannsóknir á ófrjósemi kvenna, kynhneigð, þar með talda heilsu lesbískra kvenna, tíðir kvenna og breytingatímabil, hin mörgu hlutverk kvenna þar með talið foreldrahlutverk og þátttöku í atvinnulífi og vandamál varðandi öldrun. Hún segir að rannsóknir hafi leitt í Ijós að hjúkrunar- fræðingar geti greint heimilisofbeldi á ýmsan hátt innan heilbrigðiskerfisins. „Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að hægt er að greina hvort konur búa við ofbeldi víðar en hjá þeim konum sem leita til slysavarðstofunnar. Ef aðeins er gert ráð fyrir að ummerki heimilisofbeldis finnist hjá þeim konum sem þangað koma, má gera ráð fyrir að fæstar komi fram. Rannsóknir í Bandaríkjunum hafa hins vegar leitt í Ijós að fjölmargar konur, sem eru í eftirliti meðan á meðgöngu stendur, hafa verið beittar ofbeldi. Niðurstöður þeirra hjúkrunarfræðinga, sem hafa rannsakað konur sem hafa verið beittar ofbeldi meðan á meðgöngu stendur, hafa m.a. leitt í Ijós að þessar konur eiga oft börn sem eru fædd fyrir tímann, börnunum er því hættara við sjúkdómum, þurfa oft á dýrum útbúnaði að halda til að lifa og stundum dugir það ekki til og þau deyja. Þessar konur eiga einnig oft við meira þunglyndi að stríða en aðrar konur, þeim er hættara við að fá kyn- sjúkdóma og alnæmi. Það má því segja að þær lifi við mjög erfiðar aðstæður og þær aðstæður ýta undir alls kyns heilsuvandamál. Þeim er þannig hættara við að fá ýmsa kvilla, streituhöfuðverk, bakverki o.fl.“ Obeldi á vinnustöðum vaxandi vandamál Við rannsóknir á kynhneigð hefur athygli rannsakenda m.a. beinst að sálrænum áhrifum ófrjósemi. Rannsóknir á tíðahringnum og breytingaskeiðinu hafa m.a. aukið skilning á daglegu lífi kvenna og á hvern hátt líffræði þeirra setur mark sitt á það. Þær rannsóknarniðurstöður, að konur gætu stundað kynlíf sér til mikillar ánægju fram á efri ár en það væri hins vegar erfiðara fyrir þær að finna bólfélaga af hinu kyninu þar sem jafnaldrar þeirra ættu erfiðara með að stunda kynlíf, vöktu t.d. mikla athygli íslenskra fjölmiðla meðan á ráðstefnunni stóð. Rannsóknir hafa einnig beint sjónum að þeim áhrifum sem hin ýmsu hlutverk kvenna, svo sem að vera þátttakendur í atvinnulífi auk þess að gegna foreldra- og umönnunarhlutverki, hafa á heilsufar þeirra. Ofbeldi á vinnustöðum er vaxandi vandamál sem einnig hefur hlotið athygli rannsakenda, hjúkrunarfræð- ingar verða ekki síst fyrir því á vinnustöðum sínum og þjást iðulega af stöðugri streitu vegna vaktavinnu og hávaða á vinnustað. Þá hefur athygli beinst að mæðrum ungra barna sem vinna utan heimilis og þreytu sem margar þeirra kvarta yfir. Umönnun veikra og aldraðra ættingja hefur einnig verið rannsökuð en þó það veiti konum ánægju að sinna ættingjum sínum veldur það einnig streitu. Nancy sagði í lokin að hún skoraði á konur í upphafi 21. aldarinnar að koma á jafnvægi milli þeirra krafna sem vinnumarkaður leggur þeim á herðar og fjölskylduábyrgðar. Næstu verkefni á sviði rannsókna væru eflaust að tengja heilsufar kvenna almennt við starfs- og fjölskylduheilsu. Rannsóknir á heilsufari kvenna í framtíðinni myndu halda áfram að bæta við þekkingu á konum og fyrir konur á hinum ýmsu sviðum er varðaði heilbrigði kvenna. -vkj Merk tímamót - stofnun hjúkrunarfræðideildar Háskóia íslands Fyrsta júlí sl. voru þau merku tímamót í sögu hjúkr- unarmenntunar á íslandi að námsbraut í hjúkrunar- fræði varð formlega að sjálfstæðri deild. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga óskar hjúkrunarfræð- ingum og Háskóla íslands til hamingju með nýju deildina. Félagið óskar fyrsta deildarforsetanum, dr. Mörgu Thome, velfarnaðar í starfi. AA-fundir hjúkrunarfræðinga eru haldnir að Þingholtsstræti 17 (í húsnæði Kvennakirkjunnar) fimmtudaga kl. 17. Tímarit hjúkrunarfræðinga 3. tbl. 76. árg. 2000 157
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.