Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2000, Blaðsíða 42

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2000, Blaðsíða 42
Annar ráðherrafundur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar - Hjúkrunarfræðingar og Ijósmæður: A.fl til Aukks keilbvi^ðís Dagana 15. - 17. júní sl. var haldin í Munchen í Þýskalandi annar ráðherrafundur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, um hjúkrunar- og Ijósmæðrastörf í Evrópu. Fulltrúar 49 ríkja af því 51 Evrópuríki sem er í WHO, mættu til fundar. Af íslands hálfu sátu fundinn Herdís Sveinsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, Ástþóra Kristinsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags íslands, Vilborg Ingólfsdóttir, yfirhjúkrunarfræðingur hjá Landlæknisembætt- inu, Sigurður Guðmundsson, landlæknir, og Ragnheiður Haraldsdóttir, skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu. Megintilgangur fundarins var að leggja lokahönd á yfir- lýsingu ráðherra landanna um málefni hjúkrunarfræðinga og Ijósmæðra. Tilganginum var náð og er yfirlýsingin birt í heild sinni í blaðinu. Mikil og vönduð vinna var lögð í undirbúning fundarins í þeim tilgangi að safna upplýsingum um framlag hjúkrunar- fræðinga og Ijósmæðra og koma þeim á framfæri við stjórnvöld viðkomandi landa. M.a. var tekið saman yfirlit yfir framsækin verkefni hjúkrunarfræðinga í hinum ýmsu löndum og tengd við heilbrigðismarkmiðin 21 sem lýsa heilbrigðisstefnu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar1. Þriggja íslenskra verkefna er getið. Enn fremur var markaðstorg á fundinum sjálfum þar sem þátttökulöndum gafst kostur á að vera með veggspjöld þar sem fram- sæknum verkefnum var lýst. Félag íslenskra hjúkrunar- fræðinga var með veggspjald sem vakti mikla athygli og þar var greint frá átta öðrum verkefnum. Á fundinum voru haldin fjölmörg athyglisverð erindi. Má þar nefna erindi Kirsten Stallknecht, forseta Alþjóða- samtaka hjúkrunarfræðinga (ICN), en hún fjallaði m.a. um þróun í hjúkrun frá því fyrsti ráðherrafundurinn var haldinn um málefni hjúkrunar í Vín árið 1988. Einnig erindi prófessor Banguolé Jankauskiené frá Lettlandi sem fjallaði um þær breytingar sem eiga sér stað í Evrópu nú og hvað þær hafa í för með sér. Pallborðsumræður með þátttöku áhrifafólks heilbrigðismála á mismunandi sviðum voru í lok fyrsta dagsins. ísland átti fulltrúa þar, Sigurð Guðmunds- son, landlækni, og kom skýrt fram í máli hans mikilvægi góðrar menntunar fyrir hjúkrunarfræðinga sem á íslandi endurspeglast í þátttöku þeirra á öllum stigum heilbrigðis- kerfisins. Mikil vinna átti sér stað í 12 vinnuhópum þar sem ýmis efni voru tekin fyrir og skoðuð út frá yfirlýsingunni. Dæmi um efni eru samvinna, hágæðaþjónusta, þróun mannauðs í heilbrigðiskerfinu auk ýmissa klínískra við- fangsefna eins og þróunar jákvæðrar geðheilbrigðisþjón- 1 Heilbrigðismarkmiðin eru til í íslenskri þýðingu og fást hjá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. ustu. Yfirlýsingin sjálf var í stöðugri endurskoðun meðan á fundinum stóð. (sland átti fulltrúa í þeim hópi sem vann að endurskoðuninni. Hef ég eftir formanni hópsins og fleiri fulltrúum þar að okkar fulltrúi, Ragnheiður Haraldsdóttir, hafi verið ómissandi við lokavinnslu yfirlýsingarinnar. Á lokadegi ráðstefnunnar voru pallborðsumræður um yfirlýsinguna með þátttöku heilbrigðisráðherra og fulltrúa ráðuneyta. Ánægjulegt er að segja frá því að þar kom skýrt fram að ísland hefur forystu í hjúkrunarmálum og var nefnt að (sland væri það land sem önnur lönd litu á sem fyrirmynd hvað varðar menntun og stöðu hjúkrunar almennt. Það sem litið er til hjá okkur er að menntun íslenskra hjúkrunarfræðinga er alfarið á háskólastigi og hefur svo verið hátt á annan áratug, íslenskir hjúkrunar- fræðingar hafa sjálfræði samkvæmt lögum, leitað er eftir umsögnum hjúkrunarfræðinga á lagafrumvörpum er varða heilbrigðismál og að íslenskir hjúkrunarfræðingar bera stjórnunarlega ábyrgð, en samkvæmt lögum er hjúkrunar- forstjóri framkvæmdastjóra til ráðgjafar um áætlanir, skýrslugerð og rekstrarákvarðanir á sviði hjúkrunar. Ráðstefnunni lauk á því að yfirlýsingin var samþykkt og birtist hún hér. Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur ákveðið að kalla til liðs við sig nú á haustmánuðum hóp hjúkrunarfræðinga til að skoða frekar hvernig við getum unnið áfram með yfirlýsinguna hér á íslandi. Herdís Sveinsdóttir. Ábyrgö - sköpun - samvinna - hugrekki í erindi Marla Salmon, prófessors, sem veitir ráögjafarhópi WHO um hjúkrunarmál forstöðu, kom fram að við komumst ekki áfram ef við segjum ekki skilið við eitthvað. Það sem hjúkrunarfræðingar ættu að segja skilið við að hennar sögn er: / Þægindi vanans. / Staðalímyndir hjúkrunarfræðingsins. / Að standa vörð um stofnanir. / Takmarkanir kynferðisins. / Að starfa í einangrun. / Að starfa einungis á sjúkrahúsum. / Að einblína á daginn í dag. Hjúkrunarfræðingar ættu að stefna að því að: / Breyta umhverfinu sem þeir starfa í. / Bæta menntun og þjálfun. / Búa til ný líkön til að starfa eftir. / Leita nýrra sanninda og nýrrar þekkingar í hjúkrun. / Vinna saman og með öðru heilbrigðisstarfsfólki. / Auka ábyrgð sína. / Vera sýnilegir i allri stefnumörkun í heilbrigðiskerfinu. 166 Tímarit hjúkrunarfræðinga ■ 3. tbl. 76. árg. 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.