Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2000, Blaðsíða 52
-f"U.skóURÁtíð -H^kóUn^ Á A.kuve^v'i
Heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri útskrifaði 28
nemendur á háskólahátíð sem haldin var 10. júní. Fulltrúar
frá International Research Promotion Council (IRPC), dr.
Thomas Koilparampil og dr. M. Krishnan Nair, tóku þátt í
hátíðinni og veittu dr. Sigríði Halldórsdóttur, prófessor,
verðlaunin Eminent Scientist and Millennium Golden
International Award fyrir rannsóknir á sviði heilbrigðis-
vísinda. Verðlaunin afhenti dr. Mohammed A. Al-Jarallah,
heilbrigðisráðherra Kúveit. Auk þess tilkynnti dr. Al-Jarallah
formlega um útgáfu fræðiritsins Austral-Asian Journal of
Cancer og afhenti fulltrúum íslenskra stjórnvalda fyrsta
eintak þess rits.
Málþing var haldið til að kynna lokaverkefni nemenda
22. maí í Oddfellowhúsinu og setti Elsa B. Friðfinnsdóttir
þingið.
Lokaverkefnin voru þessi:
„Mér fannst fræðslan vera lítil sem engin.“ Rannsókn
á fræðslu til kvenna sem hafa farið í legvatnsástungu.
Höfundar: Freygerður Sigursveinsdóttir, Ingibjörg Finndís
Sigurðardóttir og Ragnheiður Harpa Hilmarsdóttir.
Leiðbeinandi: Sigfríður Inga Karlsdóttir.
Fæðingarþunglyndi.
Höfundur: Björg Maríanna Bernharðsdóttir.
Leiðbeinandi: Magnús Ólafsson.
Hverjar eru stuðnings- og fræðsluþarfir mæðra með
ung börn?
Höfundar: Hulda Margrét Valgarðsdóttir og Ragnheiður
Helgadóttir.
Leiðbeinandi: Hólmfríður Kristjánsdóttir.
Fræðsluþarfir vaxandi fjölskyldu.
Höfundur: Rannveig Björg Guðjónsdóttir.
Leiðbeinandi: Dr. Hermann Óskarsson.
„Hjálp! Er eitthvað að barninu mínu?“ Stuðningur við
foreldra heyrnarlausra barna.
Höfundur: Leanne Carol Leggett.
Leiðbeinandi: Hólmfríður Kristjánsdóttir.
Verkjamat hjá börnum.
Höfundar: Kristrún Snjólfsdóttir og Sigríður Kjartansdóttir.
Leiðbeinandi: Árún K. Sigurðardóttir.
„Ábyrgðin er okkar.“ Rannsókn á fyrirmælum og gjöf
verkjalyfja á barnadeild Fjórðungssjúkrahússins á
Akureyri.
Höfundar: Elma Rún Ingvarsdóttir, Gerður Rán Freysdóttir
og íris Sveinbjörnsdóttir.
Leiðbeinandi: Elsa B. Friðfinnsdóttir.
Tíðahvörf kvenna: Áhrif á kynlíf og andlega líðan.
Höfundar: Helga Signý Hannesdóttir og María Bragadóttir.
Leiðbeinandi: Sigríður Sía Jónsdóttir.
„Ég ætlaði mér að sigra.“ Barátta ungrar konu sem
greindist með krabbamein.
Höfundar: Helga Sveinsdóttir og Jóna Ósk Lárusdóttir.
Leiðbeinandi: Dr. Hermann Óskarsson.
Áhrif tónlistar á óróleika Alzheimersjúklinga.
Höfundur: Sigurveig Gísladóttir.
Leiðbeinandi: Árún K. Sigurðardóttir.
Áhrif deildarstjóra á starfsánægju starfsfólks.
Höfundur: Brynhildur Gísladóttir.
Leiðbeinandi: Ingibjörg Þórhallsdóttir.
„Öryggi samfélagsins er í þínum höndum."
Höfundar: Berglind Andrésdóttir og Sólrún Pálsdóttir.
Leiðbeinandi: Hildigunnur Svavarssdóttir.
Þekking og þjálfun hjúkrunarfræðinga í endurlífgun.
Höfundar: Gísli Níls Einarsson og Snorri Björn Rafnsson.
Leiðbeinandi: Hildigunnur Svavarsdóttir.
Boðskipti milli hjúkrunarfræðinga og sjúklinga í
öndunarvél.
Höfundur: Brynja Dröfn Tryggvadóttir.
Leiðbeinandi: Árún K. Sigurðardóttir.
„Það kom mér á óvart hvað mér fannst þetta erfitt.“
Upplifun og reynsla kvenna af fósturgreiningu.
Höfundar: María Bergþórsdóttir og Þorgerður
Kristinsdóttir.
Leiðbeinandi: Sigfríður Inga Karlsdóttir.
Áhrif stuðnings/stuðningsleysis á krabbameinsveika
einstaklinga.
Höfundar: Svanhildur Karlsdóttir og Þórey Agnarsdóttir.
Leiðbeinandi: Elsa B. Friðfinnsdóttir.
176
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 76. árg. 2000