Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2000, Blaðsíða 19

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2000, Blaðsíða 19
Upplýsingasöfnun Þegar einhver óskar eftir neyðargetnaðarvörn þarf að afla upplýsinga um ýmis atriði eins og tafla 1 sýnir. Veita þarf einstaklingsmiðaða fræðslu og ráðgjöf um aðferðina og fleiri atriði sem nauðsynlegt getur reynst að fræða um á sama tíma. Þegar slík þjónusta er veitt ungmennum þarf að taka mið af sérþörfum þeirra. Þau þurfa að finna að þau séu velkomin, borin sé virðing fyrir þeim, hlustað sé á þau, þeim gefinn nægur tími og að trúnaðar sé gætt (Sóley S. Bender, 1999a). Tafla 1. Upplýsingasöfnun Aldur Síðustu samfarir Síðustu blæðingar Fast samband eða ekki Fyrri notkun neyðargetnaðarvarnar Núverandi notkun getnaðarvarna Ráðgjafi, sem fær til sín stúlku vegna neyðargetnaðar- varnar, þarf að hafa í huga að hún er oftast miður sín yfir því að þetta hafi gerst og er áhyggjufull út af hugsanlegri þungun. Það er ekkert tilhlökkunarefni að þurfa að segja einhverjum frá persónulegri kynlífsreynslu sem viðkomandi vill kannski helst gleyma. Eru þessir tilfinningalegu þættir hafðir í huga við ráðgjöfina. Ef stúlka er óörugg með sjálfa sig þarf að skoða viðhorf hennar til kynlífsins. Ef til vill þarf að styrkja hana svo að hún standist kynferðislegan þrýsting. Lögð er áhersla á það í starfi ráðgjafa FKB í Hinu húsinu að fá upplýsingar um aldur, hve langt er liðið frá síðustu kynmökum, síðustu blæðingar, hvort stúlkan er í föstu sambandi eða ekki, fyrri notkun neyðargetnaðar- varnar og núverandi notkun getnaðarvarna. Þegar ung stúlka þarf á neyðargetnaðarvörn að halda er hún spurð að aldri í þeim tilgangi að ræða um hlut foreldra. Ef hún er yngri en 16 ára er hún innt eftir þvf hvort foreldrar hennar viti um það að hún sé byrjuð að hafa kynmök og hún hvött til þess að ræða það í góðu tómi við foreldra sína. Jafnframt greinir ráðgjafi frá því að hann muni ekki hafa samband við foreldra heldur er stúlkunni ráðlagt að finna til þess hentugan tíma. Athuga þarf hversu langt er liðið síðan hún hafði kynmök því gefa þarf neyðargetnaðar- vörnina sem fyrst og ekki síðar en 3 sólarhringum eftir samfarir. Spurt er um hvenær stúlkan hafi síðast haft blæðingar til þess að ganga úr skugga um að hún sé ekki þegar orðin þunguð. Að auki er spurt hvort hún sé í föstu sambandi því þá má vænta þess að pilturinn sé virkari þátttakandi og hægt sé þá að leggja áherslu á hlut hans í notkun getnaðarvarna. Spurt er um fyrri notkun getnaðar- varna til að vita um reynslu stúlkunnar og hvaða fræðsla sé viðeigandi um notkun öruggra getnaðarvarna. Grennsl- ast er fyrir um notkun getnaðarvarna við þessar samfarir til að skoða hvað fór úrskeiðis og hvað þyrfti að fræða um varðandi þá getnaðarvörn. Ef þau koma bæði er athugað hver hlutur hvors þeirra er í notkun getnaðarvarna. Skiptar skoðanir eru um frábendingar (contrain- dikasjónir) varðandi notkun neyðargetnaðarvarnar. Lækn- isfræðileg ráðgjafarnefnd Alþjóðasamtaka um fjölskyldu- áætlun telur ekki nauðsynlegt að meta heilsufarsþætti eins og gert er þegar pillan er gefin þar sem lyfið hefur áhrif í stuttan tíma (IMAR, 1995). Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin telur aðeins vera um eina algjöra frábendingu lyfsins að ræða en það er þegar þungun er til staðar (WHO, 1998). Fræðsla og ráðgjöf Fræðsla og ráðgjöf um getnaðarvarnir eru samofnir þættir. í hverju tilviki er metið hvaða fræðsla og ráðgjöf er nauðsynleg. Nokkur grundvallaratriði (tafla 2) er mikilvægt að skoða með þeim sem óska eftir neyðargetnaðarvörn. Tafla 2. Fræðsla og ráðgjöf Neyðargetnaðarvörn: - Verkun - Notkun - Aukaverkanir - Tíðablæðingar - Þungunarpróf Kynsjúkdómar Öruggar getnaðarvarnir Þegar stúlka fær neyðargetnaðarvörn er farið yfir helstu atriði sem að vörninni lúta, þ.e. verkun, notkun, aukaverk- anir og þungunarpróf ef blæðingar hefjast ekki á eðlilegum tíma. Hér er stuðst við svokallað HLUSTA-líkan (Rinehart, Rudy og Drennan, 1998). Eins og áður er getið er verkun neyðargetnaðarvarnar talin mismunandi eftir því hvar stúlkan er stödd í tíðahringnum og það útskýrt fyrir henni. Leiðbeina þarf stúlkunni um notkun neyðargetnaðar- varnarinnar, hvenær hún skuli taka inn fyrri tvær töflurnar þannig að síðari tvær töflurnar séu teknar inn á hentugum tíma fyrir hana því að 12 tímar eiga að líða milli pillutök- unnar. Ef stúlkan kastar upp innan einnar klukkustundar frá pillutöku er henni ráðlagt að fá viðbótarskammt og jafnvel nota lyf við ógleði (IMAÞ, 1995). Það er einnig mikilvægt að láta stúlkuna vita að þótt hún taki neyðar- getnaðarvörn sé hún ekki þar með örugg út það tímabil. Gætt hefur misskilnings gagnvart þessu atriði og því er mikilvægt að greina frá því að ef hún hefur samfarir aftur í þessum tíðahring muni þessi neyðargetnaðarvörn ekki veita henni vernd gegn þungun. Eins þarf að segja stúlk- 143 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 76. árg. 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.