Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2000, Blaðsíða 38

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2000, Blaðsíða 38
Til að trúnaðarmannakerfið sé skilvirkt þá eru greinar 2.1 og 4.4 [ starfsreglum trúnaðarmanna mjög mikilvægar. Grundvallaratriðið er að trúnaðarmaður er tengiliður milli félagsmanna Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og stofnana annars vegar og hins vegar milli félagsmanna og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Þá ber trúnaðarmanni að kynna nýjum félögum hver sé þeirra trúnaðarmaður. Á þann hátt verður trúnaðarmannakerfið skilvirkt, þ.e. að félagsmenn, nýir og þeir sem eru þegar í starfi, viti hver er þeirra trúnaðar- maður. Á sama hátt verða hjúkrunarfræðingar að vera mjög meðvitaðir um störf trúnaðarmanna, hlutverk þeirra og skyldur, til þess að þeir nýtist sem skyldi. Algengt er að leitað sé beint til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga með málefni sem trúnaðarmaður getur auðveldlega leyst úr á mun skjótvirkari hátt, fyrst og fremst vegna þess að hann gjörþekkir aðstæður á stofnun. Ef afskipti trúnaðarmanns duga hins vegar ekki til að leysa úr ágreiningsmálunum þá á trúnaðarmaðurinn að leita til Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga. Félaginu ber skylda til að styrkja og aðstoða trúnaðarmenn sína í hverjum þeim málum sem upp geta komið, sbr. 3. kafla starfsreglna trúnaðarmanna. Það styrkir trúnaðarmanninn, og félagsmanninn sem leitar eftir aðstoð, ef stofnanir vita að félagið styður við bakið á trúnaðarmanninum í ágreiningsmálum. Góð og gagnleg samvinna trúnaðarmanns, hjúkrunar- fræðinga og félagsins byggist á góðri viðkynningu trúnaðarmanna og hjúkrunarfræðinga á stofnun, góðri þekkingu hjúkrunarfræðinga á skyldum og störfum trúnaðarmanns og því að Félag íslenskra hjúkrunarfræð- inga geri stofnun grein fyrir hver sé trúnaðarmaður. Hér á eftir er dæmi um fyrirspurn trúnaðarmanns til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Hjúkrunarfræðingur hafði samband við sinn trúnaðarmann með fyrirspurn þess efnis hvort stofnun væri heimilt að afnema frítökurétt hjúkrunarfræðings taki hann aukavakt á deild sem hann vinnur að öllu jöfnu ekki á. Trúnaðarmaðurinn hafði sam- band við Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga sem óskaði í framhaldi af því eftir upplýsingum frá (þá) Ríkisspítölum og Sjúkrahúsi Reykjavíkur um það hvernig þessar stofnanir tækju á slíku máli. Fram kom hjá báðum stofnunum að litið sé svo á að aukavakt á annarri deild sömu stofnunar sé val starfsmanna og því öðlist starfsmaður ekki frítökurétt, þ.e.a.s. um sé að ræða sjálftöku frítökuréttar. í Ijósi þess- arar skoðunar stofnunarinnar sendi Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga bréf til trúnaðarmanna félagsins þar Hjúkrunarfræðingar, mikilvægt er að kynna sér rækilega hlutverk og skyldur trúnaðarmanna. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga vill hvetja hjúkrunarfræðinga til að leita til trúnaðarmanna sinna, verði ágreiningur milli stofnunar og félagsmanna um réttindi og skyldur. sem áréttað var eftirfarandi: Hjúkrunarfræðingar, sem vilja tryggja rétt sinn til frítöku þegar um hann er að ræða, fái skriflega staðfestingu yfirmanns síns (á deild A) á því að hlutaðeigandi starfsmaður megi almennt eða í einstökum tilvikum taka aukavaktir á öðrum deildum (deild B). Skyldur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga gagn- vart trúnaðarmönnum félagsins Til þess að trúnaðarmenn Félags íslenskra hjúkrunarfræð- inga geti sinnt störfum sínum sem tengiliðir félagsmanna og leitast við að vera í góðum tengslum við þá sem þeir þurfa að eiga samskipti við og stuðla að sáttum þegar til ágreinings kemur, verða þeir að eiga vísan stuðning Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Sá stuðningur kemur fram í kafla 3, skyldur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga gagn- vart trúnaðarmönnum félagsins, í starfsreglum trúnaðar- manna: 3.7 Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga skal halda námskeið fyrir trúnaðarmenn a.m.k. einu sinni á ári. 3.2 Félaginu ber skylda til að upplýsa trúnaðarmenn um stöðu kjaramála og annarra mála er varða hjúkrunar- fræðinga a.m.k. einu sinni í mánuði og oftar ef þurfa þykir. 3.3 Félaginu ber skylda til að styrkja og aðstoða trúnaðarmenn sína í hverjum þeim málum sem upp geta komið. 3.4 Trúnaðarmaður á rétt á því að skjóta málum, sem hann einhverra hluta vegna telur sig ekki geta leyst úr, til stjórnar viðkomandi svæðisdeildar og/eða stjórnar félags- ins til úrskurðar. 3.5 Trúnaðarmaður á rétt á tiltækum samantektum frá skrifstofu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga á helstu kjaraatriðum. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga vill hvetja trúnaðar- menn félagsins til þess að leita til skrifstofu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga í hverjum þeim málum sem þurfa þykir. Mikilvægt er að gott samband ríki milli starfs- manna Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og trúnaðar- manna. Á þann hátt er skilvirkt og gott trúnaðarmannakerfi tryggt. Hjúkrunarfræðingar, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga ætlar að standa fyrir trúnaðarmannanámskeiði 27. október næstkomandi. Félagið mun þegar nær dregur senda út bréf þar sem fram mun koma efni námskeiðsins, ásamt tilkynningu um þátttöku. Starf trúnaðarmanns Hér á undan hefur verið gerð grein fyrir skipan trúnaðar- manna á vegum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, hlutverkum þeirra og störfum, ásamt skyldum félagsins 162 Tímarit hjúkrunarfræðinga ■ 3. tbl. 76. árg. 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.