Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2000, Blaðsíða 45

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2000, Blaðsíða 45
heilbrigðu og ungu útliti húðarinnar. „Peeling" bætir einnig litarhátt, þéttir húðina, eykur rakainnihald og vinnur vel á bólum og óhreinni húð. Meðferðin fer þannig fram að viðskiptavinur ber krem með ávaxtasýrum á andlit sitt nokkur kvöld áður en hann kemur á stofuna. Þar er svo borið á hann krem með sterkum ávaxtasýrum sem látið er vera á húðinni í nokkrar sekúndur til að byrja með en tíminn lengdur í nokkrar mínútur í næstu skipti. Efnin, sem eru A- vítamínsýrur, glýkólsýra, mjólkursýra og fleiri svipuð efni í kremformi, hafa ætandi áhrif á efsta lag húðarinnar og smjúga inn í dýpri lög hennar og örva myndun nýs bandvefs. Til að ná góðum árangri þarf 6-8 tíma og meðferðin getur lagað ör og fínni línur og húðin verður unglegri. Þegar um sterka upplausn af sýrunum er að ræða líkist meðferðin skurðaðgerð því ysta lagi húðarinnar er nánast flett af. Húðin verður ofurlítið rauð í kjölfar meðferðarinnar og ritstjóri er rauður í vöngum er hann yfirgefur stofuna, en Friðrikka segir með sannfæringarkrafti að þetta verði orðið gott daginn eftir og það gengur eftir. Heimsókn til þeirra systra er lokið að sinni og það er gott að vita af þeim möguleika að unnt sé að vinna sigra í glímunni við Elli-kerlingu, hina hvimleiðu appelsínuhúð og hin og þessi kíló sem eru búin að hreiðra um sig á heldur óvinsælum stöðum. -vkj Rannsóknardagur námsbrautar í KjúkY'UKAY'fYvtóí Rannsóknardagur námsbrautar í hjúkrunarfræði við Háskóla íslands var haldinn 19. maí. sl. Dagskráin hófst með ávarpi Birnu G. Flygenring, formanns námsbrautarinnar. Þá tók flutti Helga Atladóttir, fulltrúi nemenda, ávarp og síðan var ávarp fulltrúa afmælisárganga, Sigrúnar Barkardóttur og Þóru Karlsdóttur. Þá fór fram kynning lokaverkefna. Kynnir dagskrárinnar var Sóley S. Bender. LOKAVERKEFNI TIL B.S. PRÓFS í HJÚKRUNARFRÆÐI, JÚNÍ 2000 Leiðbeinendur: AGG: Anna Gyða Guðlaugsdóttir, lektor ÁÓ: Árdís Ólafsdóttir, Ijósmóðir ÁTh: Ásta Thoroddsen, lektor BGF: Birna G. Flygenring, lektor EKS: Erla Kolbrún Svavarsdóttir, lektor HG: Helga Gottfreðsdóttir, Ijósmóðir HJ: Helga Jónsdóttir, dósent HScT: Hrund Sch. Thorsteinsson, lektor IÞ: Inga Þórsdóttir, prófessor JB: Jóhanna Bernharðsdóttir, lektor KB: Kristín Björnsdóttir, dósent LB: Lovísa Baldursdóttir, hjúkrunarfræðingur MG: Margrét Gústafsdóttir, dósent MTh: Marga Thome, dósent ÓÁÓ: Ólöf Ásta Ólafsdóttir, lektor PB: Páll Biering, sérfræðingur RV: Rúnar Vilhjálmsson, prófessor SSB: Sóley S. Bender, lektor Alda Gunnarsdóttir, Ingveldur Haraldsdóttir, Stella Hrafnkelsdóttir, Þorbjörg Sóley Ingadóttir: Reynsla eiginmanna kvenna með langvinnan teppusjúkdóm í lungum. (HJ) Anna Eiríksdóttir, Anna Baldrún Garðarsdóttir, Björg Jónsdóttir Juto, Hafdís Björg Sigurðardóttir, Kristín Rós Sigurðardóttir: Mat á svefni forskólabarna. Forprófun á mælitæki. (MTh) Anna Jónsdóttir, Helga Sóley Alfreðsdóttir: Starfsánægja hjúkrunarfræðinga innan mismunandi skipulagsforma hjúkrunar. (BGF) Anna Lilja Sigfúsdóttir, Guðrún Pálsdóttir, Hrönn Birgis- dóttir, Jóhanna Margrét Sveinsdóttir: Mat á sálfélagslegri aðlögun kvenna sem fá lyfjameðferð við krabbameini. (JB) Auður E. Jóhannsdóttir, Guðrún Björk Þorsteinsdóttir, Halla Skúladóttir, Ingibjörg Hreiðarsdóttir: Reynsla foreldra af samfelldri þjónustu MFS-einingarinnar á kvennadeild Landspítalans. (ÓÁÓ, ÁÓ) Auður Ragnarsdóttir, Elísabet Konráðsdóttir, Hildur Svein- björnsdóttir: „Skin og skúrir”. Að vera móðir barns með sykursýki. (KB) Ásdís Péturdóttir, Esther Ósk Ármannsdóttir: Ofbeldi í fjölskyldum. Konan sem gerandi. (EKS, PB) Ásta Bjarney Pétursdóttir: Meðferð með hjálp dýra. (ÁTh) Bára Hildur Jóhannsdóttir, Eyrún Ósk Guðjónsdóttir, Hólmfríður Rós Eyjólfsdóttir: Kynheilbrigðisþjónusta fyrir unglinga. (SSB) Bjarnheiður M. Ingimundardóttir, Guðrún Erla Sigfúsdóttir, Jóhanna S. Kristjánsdóttir, Sigríður Brynja Snorradóttir: „Nú er hún komin, engillinn okkar”. Reynsla foreldra af endurtekinni glasafrjóvgunarmeðferð. (ÓÁÓ) Bryndís María Davíðsdóttir, Halldóra Hálfdánardóttir, 169 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 76. árg. 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.