Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2000, Blaðsíða 9

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2000, Blaðsíða 9
Sóley S. Bender lektor við hjúkrunarfræðideild Háskóla íslands Neyðargetnaðarvörn: & HEILBRIGÐI YtKKCÍ '&œXtk l?Ar{ A&ALIAAÍ* Lykilhugtök: Neyðargetnaðarvörn, aðgengi, þekking, viðhorf, hlutverk heilbrigðisstétta Útdráttur Þessi grein er skrifuð í þeim tilgangi að kynna betur svo- nefnda neyðargetnaðarvörn. Eins og nafnið bendir til er þessi getnaðarvörn ætluð í neyðartilvikum en ekki til reglu- bundinnar notkunar. Neyðartilvik geta orðið þegar ekki reynist unnt að nota getnaðarvörn, getnaðavörn bregst, eins og þegar smokkur rifnar eða rennur af eða pillan gleymist. Eins er hún notuð ef nauðgun hefur átt sér stað. Hún er notuð eftir samfarir í þeim tilgangi að koma í veg fyrir óvelkomna þungun. Þrátt fyrir áratuga vitneskju um þessa aðferð hefur lengi verið töluverð tregða að koma henni á framfæri bæði erlendis sem hérlendis. í Hollandi hefur hún verið aðgengileg í tæpa fjóra áratugi og þar í landi er tíðni barneigna meðal unglingsstúlkna lægst í hinum vestræna heimi. í þessari grein er skýrt frá því hvað neyðargetnaðarvörn er, rakin söguleg þróun hennar, leitað skýringa á hvers vegna svo erfitt er að nálgast hana og bent á leiðir til úrbóta. Mikilvægt er hér á landi að auðvelda aðgengi að neyðargetnaðarvörn, t.d. vegna þess hve margar unglingsstúlkur verða þungaðar. Bætt aðgengi byggist á jákvæðu viðhorfi til neyðargetnaðarvarnar og það viðhorf grundvallast á góðri þekkingu á þessari aðferð. Fleiri heilbrigðisstarfsmenn, eins og hjúkrunarfræð- ingar og Ijósmæður, ættu að geta gefið hana. Jafnframt þarf almenningur að vera vel upplýstur um þessa leið. Hvað er neyðargetnaðarvörn? Hugtakið neyðargetnaðarvörn er þýðing á hugtakinu „emergency contraception". Áður fyrr voru notuð ýmis hugtök um fyrirbærið, svo sem pillan daginn eftir (morning-after pill) og getnaðarvörn eftir samfarir (post- coital contraception). Þessi hugtök sýna að um er að ræða aðferðir eftir samfarir til að koma í veg fyrir þungun. Neyðargetnaðarvöm er því, eins og nafnið bendir til, neyðarvörn sem hægt er að grípa til eftir samfarir en er ekki ætluð til reglubundinnar notkunar. Tii þess eru aðrar getnaðarvarnir, svo sem getnaðarvarnarpillan, mun heppi- legri. Þessi hugtök, pillan daginn eftir eða getnaðarvörn eftir samfarir, hafa skapað margvíslegan misskilning meðal kvenna, einkum fyrrnefnda hugtakið. Töldu sumar að þær gætu eingöngu gert ráðstafanir á fyrsta sólarhring eftir samfarir og það takmarkaði þá notkunina. Hugtakið neyðargetnaðan/örn gefur hins vegar ekki tilefni til þessa misskilnings. Ýmsar aðferðir hafa verið notaðar til neyðar- getnaðarvarnar. Samsetta aðferðin, sem inniheldur ethinýi- estradiol og levonorgestrei (progesteron) er langalgengust. Er hún þekkt undir nafninu Yuzpe-aðferðin. Áhrif hennar geta verið mismunandi eftir því hvar konan er stödd í tíðahringnum en margt er enn óvíst um verkun hennar. Hún er talin hafa áhrif á egglos, frjóvgun eða legslímhúð á þann veg að slímhúðin er ekki tilbúin til þess að taka við frjóvguðu eggi (WHO, 1998; Glasier, 1997). Þessi aðferð er því ekki fóstureyðing þar sem hún hefur áhrif áður en bólfesta (implantation) í leginu á sér stað (Grimes, 1997). Glasier bendir einnig á að neyðargetnaðarvörn sé ekki fóstureyðing því hún sé veitt innan þriggja sólarhringa frá samförum en bólfesta í legi eigi sér venjulega stað um viku eftir egglos (Glasier, 1997). Samkvæmt Yuzpe-aðferðinni eru teknar tvær töflur eins fljótt og hægt er, eða innan þriggja sólarhringa frá samförum, og aðrar tvær hálfum sólarhring síðar. Öryggi Sóley S. Bender lauk MS-prófi í fjölskylduáætlun frá University of Minnesota í Bandaríkjunum árið 1983. Hún er lektor við hjúkrunarfræðideild Háskóla íslands, stoðhjúkrunarfræðingur á móttökudeild kvenna á kvennadeild Landspítalans - háskólasjúkrahúss og ráðgjafi Fræðslusamtaka um kynlíf og barneignir (FKB). Stóð hún að stofnun FKB árið 1992, hefur verið formaður þeirra frá 1992-2000 og sótt Evrópuþing Alþjóðasamtaka um fjölskylduáætlun sl. 10 ár. * Ritrýnd grein Tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 76. árg. 2000 133
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.