Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2000, Blaðsíða 44

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2000, Blaðsíða 44
^•strA.sel - býður nýtt og bætt útlit Systurnar og hjúkrunarfræðingarnir Friðrikka og Eybjörg hafa frá því í janúar á síðasta ári starfrækt heilsustofuna Systrasel, en þar bjóða þær margvíslega meðferð í baráttu við aukakíló, appelsínuhúð og hrukkótta eða óhreina húð. Ritstjóri Tímarits hjúkrunarfræðinga heimsótti þær til að fræðast nánar um þá meðferð sem þær bjóða og fékk að reyna hana á eigin skinni. Stofan er til húsa í vistlegu húsnæði við Háaleitisbraut og leiðin liggur fyrst í svokallað rafnudd. Þær eru með „body shape“ tæki, öflugt rafnuddtæki sem hefur reynst vel til að styrkja vöðva, við vöðvabólgu, vefjagigt, verkjum og til að örva sogæðaflæði. Tækið er einnig notað til grenningar og til að styrkja magavöðva. Meðan nuddtækið vinnur sitt verk segir Friðrikka frá aðdraganda þess að þær opnuðu stofuna. Hún er útskrifuð frá Hjúkrunarskólanum 78 og systir hennar Eybjörg '85. Þær hafa báðar unnið á skurðstofum sjúkra- húsanna, Friðrikka var búin að vera í 15 ár á skurðstofu Landspítalans í Fossvogi er þær opnuðu stofuna. Hún segir þær hafa verið til í að finna starfi sínu nýjan farveg og vinna við það sem myndi flokkast undir heilsu- eflingu, forvarnir eða heilusvernd, eða að halda sér í góðu formi sem hefur svo í för með sér betri líðan og aukið sjálfstraust. Viðskiptavinirnir eru flestir konur, á öllum aldri og úr flestum stéttum samfélagsins. Auk rafnuddsins bjóða þær Silklight-djúpnudd, meðferð gegn appelsínu- húð. Talið er að um 85 prósent kvenna, sem komnar eru yfir unglingaldur, séu með þetta ójafna yfirbragð húðarinnar sem er talið myndast vegna þrenginga í blóðflæði húðarinnar, útþandra fitufrumna og minnkuðum teygjanleika í tengi- þráðum húðarinnar. Meðferðin er sú eina sem er vísindalega viðurkennd, blóðrás og sogæðaflæði eykst auk þess sem meðferðin bætir útlit og litarhátt húðarinnar. Stífleiki í vöðvum minnkar einnig auk þess sem umtalsverð ummálsminnkun fylgir. En hvernig fer þetta fram? Djúpnuddið fer fram með sérstöku tæki sem fært er á sérstakan hátt eftir húðinni. Við þetta myndast sog sem hefur þau áhrif að blóðflæði og almennt vökvaflæði eykst í líkamanum. Meðferðin aðstoðar líkamann við að brjóta niður fitu og losa hann við úrgangsefni. Skjólstæðingurinn klæðist þar til gerðum galla meðan á meðferð stendur og er meðferð á konum oftast beint að aftanverðum lærum, handleggjum og rassi. Til að vinna á appelsínuhúðinni þurfa viðskiptavinirnir að koma í nokkra tíma, misoft eftir ástandi húðarinnar, en 14 -17 tímar eru algengir. Eftir að farið hefur verið í þessa með- höndlun þarf að fylgja henni eftir með því að fara í djúp- nuddtækið einu sinni í mánuði. Þriðja meðferðin, sem þær systur bjóða, og ritstjóri fékk að reyna, er svo- kölluð „peel-með- ferð”. Það er árang- ursríkasta meðferð sem til er til að eyða fínustu línum húðar- innar, auka fyllingu hennar og jafna húð- lit. Meðferðin hjálpar til að ná og viðhalda Einn viðskiptavina Systrasels fyrir og eftir Silklight djúpnuddsmeðferð. 168 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 76. árg. 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.