Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2000, Blaðsíða 58
Þankastrik
Þankastrik er fastur dálkur í blaðinu og höfundur hvers pistils stingur upp á þeim næsta. I Þankastriki gefst
hjúkrunarfræðingum færi á að tjá sig um ýmislegt sem varðar hjúkrun og er þeim hjartfólgið. Þistlarnir geta
fjallað um ákveðin málefni, sögur af kynnum við sjúklinga eða starfsfólk, eitthvað sem hefur orðið höfundum
til hugljómunar eða hvaðeina annað sem tengist starfinu og hugmyndafræði þess. Björg Pálsdóttir, sem
skrifaði Þankastrik síðasta blaðs, skoraði á Hildi Magnúsdóttur sem tekur hér upp þráðinn.
'Hjúkrun í ktim þAv stm
í AÆr er k worjuR
Samvínna hugar, handar og hjarta
Hildur Magnúsdóttir
Lífið í dag einkennist af örum breytingum, óvissu og umróti. Gær-
dagurinn er eiginlega orðinn að morgundeginum. Og það er ekkert
sem bendir til að um fari að hægjast. Hvert stefnum við? Mér finnst
vera talsverð teikn á lofti í þá átt að bæði skriðdrekar og skjaldbökur
nútímans muni ekki þola sólarupprás framtíðar og því umbreytast í
steingerð tröll. Er ég þá ekki eingöngu að vísa til tileinkunar á tækni-
legum nýjungum heldur einnig til uppbyggilegrar Irfs- og samskipta-
leikni. Hin hefðbundnu vísindi, sívaxandi sérhæfing, hraði, tækni og
rafræn samskipti eru ekki lausn allra þeirra viðfangsefna er bíða okkar
né munu þau leiða til framþróunar ein sér. Ég held þau svari ekki
öllum spurningum né þörfum okkar. Vissulega hefur nútíminn haft í för
með sér stórkostlega möguleika. En við megum þó ekki gleyma því
að lífsvon mannlegs samfélags byggist á grundvallargildum sam-
vinnu, samhæfingar, kærleiks og skilnings manna á meðal.
Þeir sem hafa siglt niður straumharða á stefnulaust vita að
kraftmikill hringiðustraumur ber mann þangað sem honum þókn-
ast. En þeir vita líka að hægt er að hafa áhrif á stefnuna. En hvað
kemur þetta hjúkrun við?
Ég sé margar ár innan stéttarinnar. Sumar bara sprænur,
aðrar straummeiri. Á spildunum milli hinna ýmsu áa búa hópar
hjúkrunarfræðinga. Margar ánna eru óbrúaðar. Það vantar brýr
milli hinna ýmsu hópa stéttarinnar - stjórnenda, almennra og
sérhæfðra hjúkrunarfræðinga, fræðimanna og kennara. Ég held
að ef við brúum ekki þessar ár muni straumur framtíðarinnar
renna fram hjá okkur og við verðum eftir á árbakkanum sem
áhorfendur, verðum ekki virkir þátttakendur í framtíðinni vegna
þess að við áttuðum okkur ekki á kalli tímans.
Allar óbrúaðar ár eru ógnun við tilvist mannfélagsins. Við
sjáum merki þess um allan heim því bilið stækkar milli vannærðra
og auðugra og stríð og ófriður breiðist út. Hjúkrunarfræðingar eru
fjölmennasta fagstétt heilbrigðiskerfisins og stéttin ber sem slík
talsverða ábyrgð. Hjúkrun, sem ekki svarar kalli framtíðar varð-
andi fag-mannlega brúarsmíði, ógnar bæði sjálfri sér og heil-
brigðisþjónustunni. Heilbrigðisþjónusta, sem ekki svarar kalli
framtíðar, ógnar velferð þjóðarinnar. Það þarf auðvitað að byrja
að telja ofan frá (stjórnvöld) og frá hlið (aðrar heilbrigðisstéttir) -
en hugtakið „maður líttu þér nær" er enn í fullu gildi.
Hjúkrun er fagstétt sem mörkuð er af hinum kvenlegu gildum.
Þau gildi eru í vaxandi mæli skoðuð á ný sem þau gildi er nauð-
synleg eru fyrir velferð mannkyns. Ekki bara í sambandi við
umönnun heldur t.d. einnig í stjórnun. Þetta eru gildi samhæf-
ingar, samvinnu, tillitsemi, einlægra samskipta og umhyggju og
þau krefjast þess að fólk setji sig í spor annarra og vinni saman
af víðsýni að lausnum fyrir heildina. Þetta eru gildi brúaðra áa.
Þetta eru gildi sem heilbrigðisstéttir mættu sýna meira á borði,
minna í orði. Hlutverk okkar sem leiðtoga og stjórnenda er ekki
síst mikilvægt í þessu sambandi.
Sérhæfing er af hinu góða en samhæfð sérsýn er betri. Hún
fæst með samvinnu og auknum skilningi milli hinna ýmsu hópa
stéttarinnar. Fagdeildirnar geta t.d. unnið saman. Yfirstjórnendur
og almennir hjúkrunarfræðingar þyrftu líka að byggja brýr. Ein er
sú brú sem ég held að geti styrkt hjúkrun verulega, bæði greinina
sjálfa og einstaklingana. Það er brúin milli almennra hjúkrunar-
fræðinga og reyndra fræðimanna, milli rannsókna í hjúkrun og
klínískrar hjúkrunar. Við eigum geysilegan auð af þekkingu hjá
almennum hjúkrunarfræðingum sem hægt er að nýta betur.
Hann má t.d. virkja með því að almennir hjúkrunarfræðingar afli
sér aðferðafræðilegrar menntunar svo þessir ólíku hópar geti átt
öflugt samstarf á jafnréttisgrundvelli. Til þess þurfa hjúkrunar-
fræðingar ekki endilega að fara í meistaranám. Rannsóknarstofa í
hjúkrun hefur boðið upp á leiðsögn, og aðferðafræðileg nám-
skeið meistaranáms í Reykjavík og á Akureyri eru opin okkur
öllum. Það má líka segja að þetta eigi að vera gagnkvæmt en ég
held að leið almennra hjúkrunarfræðinga inn í fræðimennsku sé
styttri en hin leiðin.
Það sem ég hef sagt á ekkert frekar við hjúkrunarfræðinga en
aðrar starfstéttir, annað fólk. En það á líka við um okkur. Ég held
að þær stéttir eða einstaklingar innan þeirra, sem ekki hafa
þroska til að sjá út fyrir sinn eigin þrönga sjóndeildarhring, eigi
eftir að daga uppi sem máttlaus hópur vanþroska sérfræðinga.
Steinrunnin tröll.
Ég skora á Sigríði Halldórsdóttur, prófessor við Háskólann á
Akureyri, að skrifa næsta þankastrik.
182
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 76. árg. 2000