Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2000, Blaðsíða 11
Mynd 1. Hugsanlegar skýringar á takmörkuðu aðgengi að neyðargetnaðarvörn
south cooperation in reproductive health, 1995). Eg tel aö
allir þessir þættir eigi við hér á landi. Heilbrigðisstarfsfólk
hefur skort upplýsingar um hana og það hefur líklega haft
áhrif á að sjaldan hafi verið bent á hana. Eins hafa
konur/stúlkur almennt ekki vitað um tilvist hennar nema
þær sem höfðu kynnst henni erlendis. Þekkingarleysið
gerði það að verkum að lítil eftirspurn var eftir henni. Lítið
hefur verið gert til þess að auglýsa hana opinberlega og
koma vitneskju til kvenna/stúlkna (para). Fremur stutt er
síðan sérstök lyfjapakkning var skrásett hérlendis. Hér er
gerð nánari grein fyrir ýmsum þáttum, einkum þekkingar-
skorti og neikvæðum viðhorfum, sem varpað geta Ijósi á
takmarkað aðgengi erlendis sem hérlendis (mynd 1).
Þekkingarskortur
Alls kyns þekkingarskortur og misskilningur hefur verið
ríkjandi um neyðargetnaðarvörn bæði meðal fagfólks og
almennings. Glasier (1995) bendir á að þekkingarskortur
um tilvist neyðargetnaðarvarnar hafi verið töluverður meðal
kvenna í Bretlandi. Þekking þeirra hafi þó farið töluvert
vaxandi á síðustu árum. Nefnir hún t.d. að árin 1990 og
1994 hafi Schering gert rannsókn meðal breskra kvenna
og niðurstöður sýnt að 75% - 90% þeirra hafi haft
vitneskju um neyðargetnaðarvörn. Rannsókn Bromham
og Cartmill 1993 (sjá í Goldsmith, 1995) fjallaði um viðhorf
kvenna, sem fóru I fóstureyðingu, til neyðargetnaðarvarnar.
Niðurstöður sýndu að um 20% vissu um neyðargetnaðar-
vörn, hvar væri hægt að fá hana og hvenær væri best að
nota hana (sjá í Goldsmith, 1995). Samkvæmt rannsókn
höfundar frá árinu 1996 á viðhorfum ungs fólks hér á landi
til sérhæfðrar þjónustu um kynlíf og barneignir kom fram
að aðeins 36% ungmenna á aldrinum 17-20 ára höfðu
vitneskju um neyðargetnaðarvörn. Náði þessi rannsókn til
ungmenna alls staðar af landinu og svöruðu alls 1359
þátttakenda þessari spurningu (Sóley S. Bender, 1999a).
Geta má þess að áður en þessi könnun var gerð var ekki
til hér á landi neinn sérstakur bæklingur sem fjallaði
eingöngu um neyðargetnaðarvörn.
Glasier (1995) greinir frá því að konur hafi iðulega
vantað upplýsingar um hvar þær gætu nálgast neyðar-
getnaðarvörn. Það komi fyrir í Bretlandi að heimilislæknar
veiti ekki þjónustu varðandi getnaðarvarnír. Þó að kona
geti farið til annars læknis en þess sem hún er skráð hjá
segir Glasier að almenningur viti sjaldnast um það. Hér á
landi hefur fólk almennt ekki aðgang að sérhæfðri
getnaðarvarnamóttöku. Það getur leitað til heimilislæknis
síns. í Ijós hefur komið að ungt fólk veit oft ekki hvert það
getur ieitað til að fá neyðargetnaðarvörn. Iðulega kemur
fyrir að ungt fólk, sem leitar til ráðgjafa FKB í Hinu húsinu,
er þegar búið að reyna annars staðar. Eins hefur gætt
135
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 76. árg. 2000