Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2000, Blaðsíða 24
sér og gildismati sínu telur Wells-Federman mikilvæga
þætti sjálfsræktar vera að setja sér raunhæf markmið, að
setja þarfir annarra ekki alltaf fram fyrir eigin þarfir og að
læra að takast á við streitufull áreiti.
Hlutverk hjúkrunarfræðinga sem meðferðaraðila er sem
óðast að skýrast. Athyglin hefur í auknum mæli beinst að
því að fjalla um þær aðferðir sem hjúkrunarfræðingar veita í
meðferð sinni. Sú umfjöllun hefur talsvert aðra skírskotun
en þá sem umfjöllunin um meðferðarsamband hér á undan
hefur en er afar mikilvæg ásamt henni. Eitt af því sem
stóraukið hefur umræðu um hjúkrunaraðferðir er þróun
öflugs skráningarkerfis sem jafnframt geymir lýsingu á
miklum fjölda hjúkrunaraðferða og ábendinga um notagildi
þeirra (McCloskey og Bulechek, 2000). Með þessu skrán-
ingarkerfi hefur verið útbúið staðlað mál fyrir fjölda daglegra
starfa hjúkrunarfræðinga sem hafa legið í þögninni. Á
íslandi er í vinnslu útfærsla á flokkunarkerfi því sem
McCloskey og Bulechek hafa samið (Ásta Thoroddsen,
1997). Þess má vænta að samþætting þess við rafræna
notkun á hjúkrunargreiningum muni valda straumhvörfum
hjá hjúkrunarfræðingum við að beita flóknum hjúkrunar-
aðferðum fljótt og örugglega við rúmstokk sjúklings.
Breyttar þarfir fyrir hjúkrun
Nauðsynlegt er að velta fyrir sér hvernig heilbrigðis-
þjónustan og samfélagið muni þróast og hvernig þarfir fyrir
hjúkrun eiga eftir að breytast í kjölfarið. Einnig er mikilvægt
að velta því fyrir sér hvernig hjúkrunarfræðingar ætla að
hafa áhrif á þróun heilbrigðisþjónustunnar þannig að
þörfum skjólstæðinga verði betur mætt. Sjúkrahjúkrun
fullorðinna spannar gífurlega breitt svið og tekur til sín flesta
starfandi hjúkrunarfræðinga. Að undanförnu hafa kennarar
skoðað sérstaklega hvernig nemendur verði best búnir
undir störf á þessu sviði. Margar áherslubreytingar hafa
þegar verið gerðar á náminu og fleiri eru í bígerð og hefur
umfang kennslunnar aukist verulega. Með þróun í hátækni-
meðferð lifa nú fleiri af alvarleg áföll og einnig tekst fleirum
að lifa lengur með alvarlega sjúkdóma og fötlun en áður
var. Því er mikilvægt að gera greinarmun á hjúkrun bráð-
veikra sjúklinga annars vegar og langveikra hins vegar. Á
undanförnum árum hafa miklar breytingar átt sér stað á
sjúkradeildum þar sem miklu veikari sjúklingar dvelja en
áður og legutími þeirra styttist sífellt. Mikið veikir sjúklingar
og stuttur legutími krefst þess af nemendum að þeir tileinki
sér og vinni hratt með miklar upplýsingar um sjúkling og
fjölskyldu hans. Þeir þurfa að bregðast skjótt við, grípa inn í
með margvíslegri meðferð og fyrr en varir er sjúklingurinn
útskrifaður. Óvissa er mikil og það reynir á marga og flókna
þætti hjá nemendum sem manneskjum auk þess sem
mikið reynir á þekkingu þeirra. Oft er talað um að sjúkra-
hjúkrun sé mjög tæknileg. Með því er átt við að sjúklingur-
inn sé hlutgerður og litið svo á að gera þurfi við líkama líkt
og gert er við vél eða annan hlut. Hjúkrunin er skilgreind og
148
skipulögð út frá þeim verkum sem inna skal af hendi fyrir
sjúklinginn án tillits til velferðar hans sem persónu með
vonir, langanir og sérstæða reynslu. Margar tækninýjungar
hafa auðveldað hjúkrunarfræðingum störfin og er tæknin í
eðli sínu hvorki góð né slæm. Tæknin er fremur mikilvægt
hjálpartæki til að veita góða hjúkrun (Benner og Wrubel,
1988). Hins vegar er hættan á að hlutgera sjúklinginn með
tæknilegri hugsun meiri nú en nokkru sinni fyrr. Haft er eftir
Kirsten Stallknecht, formanni ICN, að eitt af helstu við-
fangsefnum hjúkrunarfræðinga framtíðarinnar sé einmitt að
nota tæknina til að bæta hjúkrun (Valgerður K. Jónsdóttir,
1999). Kenning Sigríðar Halldórsdóttur (1996, 1997) um
umhyggju er gagnleg leiðbeining þegar fjallað er um tækni
og hjúkrun. Eitt af lykilhugtökum kenningarinnar er fagleg
færni en í henni felst m.a. beiting tæknilegra aðgerða.
Sigríður andmælir algengum hugmyndum um að fagleg
færni og umhyggja séu andstæður og heldur því fram að
fagleg færni og umhyggja séu óaðskiljanlegir þættir góðrar
hjúkrunar.
Samsetning sjúklingahóps framtíðarinnar er nú að skýr-
ast þó að ekki sé enn tekið mið af þeim staðreyndum við
skipulagningu heilbrigðisþjónustunnar. Vaxandi fjöldi aldr-
aðra þarfnast yfirgripsmikillar og flókinnar hjúkrunar. Stór
hluti aldraðra er með einn eða fleiri langvinnan sjúkdóm og í
öllum aldursflokkum fjölgar þeim sem kljást við langvinna
sjúkdóma. Hjúkrun fólks með langvinna sjúkdóma þarf að
efla og skýra betur sérstöðu hennar. Að sjálfsögðu verður
fólk með langvinna sjúkdóma einnig bráðveikt en þörfum
þess fyrir hjúkrun, sem miðar að því að takast á við daglegt
líf í Ijósi langvinnra veikinda, er ekki nægilega vel sinnt.
Hjúkrunarfræðingar hafa, í Ijósi faglegrar þekkingar sinnar á
heilbrigði, sérstöðu við að aðstoða langveika til farsæls lífs í
Ijósi margvíslegra veikinda. Stuðningur, hvatning, ráðgjöf,
skilningur og nærvera eru þar lykilatriði. Þannig þarf stór
hópur fólks með langvinna sjúkdóma aðallega á hjúkrun að
halda en ekki læknisfræðilegri meðferð. Hér reynir á
hjúkrunarfræðinga að átta sig á mikilvægi hjúkrunarinnar og
skapa sér starfsvettvang sem ekki stjórnast af læknisfræði-
legum forsendum.
Á síðustu árum hefur vaxandi áhersla verið lögð á að
mæta þröfum aldraðra og langveikra með samfélags-
hjúkrun. Tilflutningur á sjúkrahjúkrun frá sjúkrahúsum til
heimila felur í sér miklar breytingar sem huga þarf að
gaumgæfilega (Kristín Björnsdóttir, 1997). Umönnun sjúkra
og aldraðra á heimilum hefur ekki aðeins í för með sér
miklar breytingar fyrir sjúklingana og fjölskyldur þeirra
heldur líka fyrir hjúkrunarfræðinga. Hjúkrun þessara
einstaklinga krefst mikillar þekkingar, reynslu, færni, sjálf-
stæðis og ábyrgðar í ákvarðanatöku. í umfjöllun um
hjúkrunina hefur verið lögð áhersla á heildarhyggju,
myndun meðferðarsambands við skjólstæðinga og sam-
fellu í hjúkruninni. Með þetta í huga hefur verið þróað með
góðum árangri sérstakt skipulagsform umsjónarhjúkrunar
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 76. árg. 2000