Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2000, Page 34

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2000, Page 34
AÐALSTRÆTI 4B • 101 REYKJAVÍK Davíð Inger Ölafur Utfararstj. Umsjón Utfararstj. LIKKISTUVINNUSTOFA EYVINDAR ÁRNASONAR 1899 OSWALDS simi 551 3485 ÞJÓNUSTA ALLAN SÓLARHRINGINN Staða geðheilbrigðismála Staða geðheilbrigðismála var yfirskrift fundar sem haldinn var í fagdeild geðhjúkrunarfræðinga 4. maí sl. Á fundinn mættu fulltrúar frá heilbrigðisráðuneyti, félagsmálaráðuneyti og Geðhjálp. Farið var yfir heilbrigðisáætlun til ársins 2010 og rætt frumvarp til breytingar á lögum um málefni fatlaðra sem liggur fyrir Alþingi. Fulltrúi Geðhjálpar skýrði frá verkefni sem hann ásamt fleirum vinnur að í samvinnu við Landlæknisembættið og geðsvið Landspítalans um að hefja umræðu um geðsjúkdóma og geðheilbrigði. Á fundinum kom fram að það er ýmislegt jákvætt að gerast í geðheilbrigðismálum og miklu hefur verið áorkað á síðustu árum í þessum málaflokki. Nýjasta dæmið er t.d. samstarfssamningur heilbrigðis- og félagsmálaráðuneytis við Barna- verndarstofu og BUGL sem nýlega var undirritaður og er talinn marka tímamót. Framtíðarsýnin virðist vera mikil áhersla á forvarnir og t.d. ákveðin markmið til að draga úr tíðni sjálfsvíga. Fundurinn var vel sóttur og fundarmenn sendu gesti heim með ýmis verkefni að vinna úr. Sem dæmi má taka að úrbóta er þörf varðandi geðheilbrigðis- þjónustu við fanga, auka þarf samvinnu við menntamálayfirvöld vegna forvarna í skólum o.s.frv. Með þessum fundi lauk vetrarstarfi fagdeildarinnar. Félagsmenn eru hvattir til að koma á framfæri óskum sínum varðandi málefni sem þeir vilja taka upp í haust á vettvangi fagdeildarinnar. Ábendingum skal skila á netfang ged@hjukrun.is Stjórn fagdeildar geðhjúkrunarfræðinga

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.