Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2000, Blaðsíða 50

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2000, Blaðsíða 50
tæknin sinna að mestu leyti líkamlegum þörfum skjólstæð- inga hjúkrunarfræðinganna og því verður áherslan í hjúkr- unarnáminu lögð á að kenna nemendum að hjúkra skjól- stæðingum sínum m.t.t. andlegra, sálrænna og félags- legra þarfa. Tölvutæknin mun einnig hafa áhrif á starfsvettvang hjúkrunarfræðinga. Svokallaður sýndarveruleiki er í örri þróun. Til að komast í tölvustýrðan sýndarveruleika þarf að setja á sig sérstakan höfuðbúnað og sérstaka hanska en í slíkum heimi hverfa allar venjulegar reglur um rými og hreyfingar og því er erfiðara að greina á milli þykjustu og alvöru, sýndar og reyndar, ekki síst fyrir börn og unglinga í mótun. Líklegt er að starf hjúkrunarfræðinga á nýrri öld felist að einhverju leyti í því að hjálpa fólki að greina á milli raunveruleika og sýndarveruleika. Hugsanlegt er þó að hjúkrunarfræðingar geti nýtt sér þessa tækni til að sinna starfi sínu að einhverju leyti. Þannig gæti skjólstæðingur, sem staddur er erlendis í sumarfríi, farið í tölvustýrðan sýndarveruleika og mætt í viðtal hjá hjúkrunarfræðingnum sínum sem væri þá líka tölvutengdur sýndarveruleikanum. Sýndarveruleikinn gerir þeim kleift að hafa umhverfið í viðtalinu eins og í viðtals- herbergi hjúkrunarfræðingsins, eini munurinn væri sá að annar þeirra er staddur við tölvu t.d. í Hollandi en hinn við tölvu á íslandi. Með því að nota sýnarveruleikann þarf sjúklingur á ferðalagi ekki að missa af viðtalstíma hjá hjúkrunarfræðingum á nýrri öld. En hverjir verða sjúklingar hjúkrunarfræðinga á nýrri öld? Fræðimenn eru sammála um að aldurssamsetning vestrænna þjóða sé að breytast. Eldri borgarar á nýrri öld munu lifa lengur en áður og þar með verða hlutfallslega fleiri aldraðir einstaklingar í samfélaginu sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda. Hjúkrunarfræðingar munu gegna lykilhlutverki í þjónustu við þessa eldri borgara. Ljóst er að vöntun er nú þegar á dagvistum, dvalar- heimilum og hjúkrunarrýmum fyrir eldri borgara. En á nýrri öld mun þetta vandamál líklega leysast með einkareknum dvalar- og hjúkrunarheimilum fyrir aldraða einstaklinga. Hjúkrunarfræðingar framtíðarinnar munu taka að sér rekstur slíkra staða þar sem mismunandi áherslur verða í boði fyrir eldri borgara. En hjúkrunarfræðingar munu einnig láta að sér kveða í einkareksti á öðrum sviðum hjúkrunar á nýrri öld. Sem dæmi má nefna að hjúkrunarfræðingar munu koma á fót einkastofum þar sem þeir taka á móti skjólstæðingum í viðtöl og sinna þannig heiluseflingu og forvörnum á sínu sérsviði. Slík einkastofa hjúkrunarfræðings er upplýsinga- veita þar sem fólk getur komið og fengið faglegar upplýs- ingar um úrræði og meðferð. Annar aldurshópur, sem verður áberandi í hópi skjól- stæðinga hjúkrunarfræðinga á nýrri öld, er ungt fólk á aldrin- um 14-25 ára. Aldamótakynslóðin og þær sem á eftir koma munu standa frammi fyrir miklum breytingum í þjóðfélaginu og tækniþróunin er hröð en hvort tveggja mun hafa mikil áhrif á mótun þessa aldurshóps. Margt ungt fólk mun heltast úr lestinni og lenda í erfiðleikum með að sættast við lífið og tilveruna. Þessir einstaklingar eiga á hættu að flækist í neti vímunnar eða finna fyrir röskun á geðheilbrigði sínu. Mikilvægt er að hjúkrunarfræðingar nýrrar aldar átti sig á því lykilhlutverki sem þeir gegna í heilsueflingu og forvörnum hjá þessum aldurshópi. Vettvangur slíkra forvarna og heilsuefl- ingar mun í framtíðinni ekki aðeins vera í skólum og sér- hæfðum heilbrigðisstofnunum heldur munu hjúkrunarfræð- ingar sinna þessum þætti úti í hringiðu þjóðfélagsins. Hjúkrunarfræðingar munu hitta unga fólkið í sínu umhverfi og miðla af faglegri þekkingu sinni á jafnréttisgrundvelli. Á nýrri öld er því hugsanlegt að með vinsælli unglingahljóm- sveit á tónieikaferð um landið verði hjúkrunarfræðingur með í för. Hann mun koma fram á tónieikunum og jafnvel rappa eða syngja forvarnarfræðsluerindi. Og hvernig verða þá hjúkrunarfræðingar framtíðar- innar? Mun tæknin á nýrri öld einnig breyta útliti eða eigin- leikum hjúkrunarfræðinga? Verða hjúkrunarfræðingar einræktaðir með þá kosti sem mannkyn nýrrar aldar telur nauðsynlegt að allir hjúkrunarfræðingar hafi? Hver veit? COME NURSE IN DUBLIN WHERE A WARM IRISH WELCOME AWAITS YOU We are currently seeking to fill Basic Grade and Senior RN positions for various hospitals in Dublin, Ireland VACANCIES INCLUDE:- Theatres, HDU, ICU, Cardiothoracic Surgery, Cardiology, Ophthalmology, Orthopaedics, Oncology, A&E, Infectious Diseases, Acute Care of the Elderly, General Medicine, and General Surgery Positions Available to Both Experienced & Newly Qualified Nurses BENEFITS INCLUDE:- * Full Time Permanent Position * One month free accommodation * Flight Reimbursement * Sponsorship of work permit, if required * Opportunity for post basic study / training * Excellent location & city living INTERVIEW NOW...RELCOATE SEPTEMBER FORTHCOMING INTERVIEWS WITH HOSPITAL PERSONNEL WILL BE HELD IN REYKJAVIK SHORTLY ****************************************** Thc Royal Marsden NHS Trust Arc you intercsted in completing the Specialist Degree/Diploma Course in Canccr Nursing? The Royal Marsden NHS Trust has vacancies on this course commen- cing Septembcr 2000. This is FULLY FUNDED and supported with full study leave. An outstanding opportunity for the right candidatc... For More Information and an Interview Appointment Phone Danny @ KATE COWHIG RECRUITMENT 41 Dawson Street, Dublin 2, Ireland Tel. + 3531 6715557 / Fax. + 3531 670 7343 E-MAIL: cowhig@iol.ie 174 Tímarit hjúkrunarfræðinga ■ 3. tbl. 76. árg. 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.