Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2000, Side 50

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2000, Side 50
tæknin sinna að mestu leyti líkamlegum þörfum skjólstæð- inga hjúkrunarfræðinganna og því verður áherslan í hjúkr- unarnáminu lögð á að kenna nemendum að hjúkra skjól- stæðingum sínum m.t.t. andlegra, sálrænna og félags- legra þarfa. Tölvutæknin mun einnig hafa áhrif á starfsvettvang hjúkrunarfræðinga. Svokallaður sýndarveruleiki er í örri þróun. Til að komast í tölvustýrðan sýndarveruleika þarf að setja á sig sérstakan höfuðbúnað og sérstaka hanska en í slíkum heimi hverfa allar venjulegar reglur um rými og hreyfingar og því er erfiðara að greina á milli þykjustu og alvöru, sýndar og reyndar, ekki síst fyrir börn og unglinga í mótun. Líklegt er að starf hjúkrunarfræðinga á nýrri öld felist að einhverju leyti í því að hjálpa fólki að greina á milli raunveruleika og sýndarveruleika. Hugsanlegt er þó að hjúkrunarfræðingar geti nýtt sér þessa tækni til að sinna starfi sínu að einhverju leyti. Þannig gæti skjólstæðingur, sem staddur er erlendis í sumarfríi, farið í tölvustýrðan sýndarveruleika og mætt í viðtal hjá hjúkrunarfræðingnum sínum sem væri þá líka tölvutengdur sýndarveruleikanum. Sýndarveruleikinn gerir þeim kleift að hafa umhverfið í viðtalinu eins og í viðtals- herbergi hjúkrunarfræðingsins, eini munurinn væri sá að annar þeirra er staddur við tölvu t.d. í Hollandi en hinn við tölvu á íslandi. Með því að nota sýnarveruleikann þarf sjúklingur á ferðalagi ekki að missa af viðtalstíma hjá hjúkrunarfræðingum á nýrri öld. En hverjir verða sjúklingar hjúkrunarfræðinga á nýrri öld? Fræðimenn eru sammála um að aldurssamsetning vestrænna þjóða sé að breytast. Eldri borgarar á nýrri öld munu lifa lengur en áður og þar með verða hlutfallslega fleiri aldraðir einstaklingar í samfélaginu sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda. Hjúkrunarfræðingar munu gegna lykilhlutverki í þjónustu við þessa eldri borgara. Ljóst er að vöntun er nú þegar á dagvistum, dvalar- heimilum og hjúkrunarrýmum fyrir eldri borgara. En á nýrri öld mun þetta vandamál líklega leysast með einkareknum dvalar- og hjúkrunarheimilum fyrir aldraða einstaklinga. Hjúkrunarfræðingar framtíðarinnar munu taka að sér rekstur slíkra staða þar sem mismunandi áherslur verða í boði fyrir eldri borgara. En hjúkrunarfræðingar munu einnig láta að sér kveða í einkareksti á öðrum sviðum hjúkrunar á nýrri öld. Sem dæmi má nefna að hjúkrunarfræðingar munu koma á fót einkastofum þar sem þeir taka á móti skjólstæðingum í viðtöl og sinna þannig heiluseflingu og forvörnum á sínu sérsviði. Slík einkastofa hjúkrunarfræðings er upplýsinga- veita þar sem fólk getur komið og fengið faglegar upplýs- ingar um úrræði og meðferð. Annar aldurshópur, sem verður áberandi í hópi skjól- stæðinga hjúkrunarfræðinga á nýrri öld, er ungt fólk á aldrin- um 14-25 ára. Aldamótakynslóðin og þær sem á eftir koma munu standa frammi fyrir miklum breytingum í þjóðfélaginu og tækniþróunin er hröð en hvort tveggja mun hafa mikil áhrif á mótun þessa aldurshóps. Margt ungt fólk mun heltast úr lestinni og lenda í erfiðleikum með að sættast við lífið og tilveruna. Þessir einstaklingar eiga á hættu að flækist í neti vímunnar eða finna fyrir röskun á geðheilbrigði sínu. Mikilvægt er að hjúkrunarfræðingar nýrrar aldar átti sig á því lykilhlutverki sem þeir gegna í heilsueflingu og forvörnum hjá þessum aldurshópi. Vettvangur slíkra forvarna og heilsuefl- ingar mun í framtíðinni ekki aðeins vera í skólum og sér- hæfðum heilbrigðisstofnunum heldur munu hjúkrunarfræð- ingar sinna þessum þætti úti í hringiðu þjóðfélagsins. Hjúkrunarfræðingar munu hitta unga fólkið í sínu umhverfi og miðla af faglegri þekkingu sinni á jafnréttisgrundvelli. Á nýrri öld er því hugsanlegt að með vinsælli unglingahljóm- sveit á tónieikaferð um landið verði hjúkrunarfræðingur með í för. Hann mun koma fram á tónieikunum og jafnvel rappa eða syngja forvarnarfræðsluerindi. Og hvernig verða þá hjúkrunarfræðingar framtíðar- innar? Mun tæknin á nýrri öld einnig breyta útliti eða eigin- leikum hjúkrunarfræðinga? Verða hjúkrunarfræðingar einræktaðir með þá kosti sem mannkyn nýrrar aldar telur nauðsynlegt að allir hjúkrunarfræðingar hafi? Hver veit? COME NURSE IN DUBLIN WHERE A WARM IRISH WELCOME AWAITS YOU We are currently seeking to fill Basic Grade and Senior RN positions for various hospitals in Dublin, Ireland VACANCIES INCLUDE:- Theatres, HDU, ICU, Cardiothoracic Surgery, Cardiology, Ophthalmology, Orthopaedics, Oncology, A&E, Infectious Diseases, Acute Care of the Elderly, General Medicine, and General Surgery Positions Available to Both Experienced & Newly Qualified Nurses BENEFITS INCLUDE:- * Full Time Permanent Position * One month free accommodation * Flight Reimbursement * Sponsorship of work permit, if required * Opportunity for post basic study / training * Excellent location & city living INTERVIEW NOW...RELCOATE SEPTEMBER FORTHCOMING INTERVIEWS WITH HOSPITAL PERSONNEL WILL BE HELD IN REYKJAVIK SHORTLY ****************************************** Thc Royal Marsden NHS Trust Arc you intercsted in completing the Specialist Degree/Diploma Course in Canccr Nursing? The Royal Marsden NHS Trust has vacancies on this course commen- cing Septembcr 2000. This is FULLY FUNDED and supported with full study leave. An outstanding opportunity for the right candidatc... For More Information and an Interview Appointment Phone Danny @ KATE COWHIG RECRUITMENT 41 Dawson Street, Dublin 2, Ireland Tel. + 3531 6715557 / Fax. + 3531 670 7343 E-MAIL: cowhig@iol.ie 174 Tímarit hjúkrunarfræðinga ■ 3. tbl. 76. árg. 2000

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.