Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2000, Blaðsíða 49

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2000, Blaðsíða 49
-{'Y'AmtiðArsýlA. kjÚkriAlA.A'ffrÆðífrlAA Tímarit hjúkrunarfræðinga fékk leyfi til að birta ræðu Helgu Sitjar Friðjónsdóttur sem hún hélt 12. maí í ráðhúsi Reykjavíkur um framtíðarsýn hjúkrunarfræðinga Góðan dag, kæru kollegar, og til hamingju með daginn Þegar ég var beðin um að ávarpa þessa samkomu sem fulltrúi nýlega útskrifaðra hjúkrunarfræðina og tala um framtíðarsýn okkar varð ég að hugsa mig verulega um. Mér fannst að á þessu tæpa ári, sem ég hef starfað sem hjúkrunarfræðingur, hefði ég ekki leitt hugann að framtíð hjúkrunar heldur þurft að hafa mig alla við að rifja upp og nýta mér það sem ég var nýbúin að læra í hjúkrunarnám- inu. Ég settist því við tölvuna og sendi tölvupóst öllum hjúkrunarfræðingunum sem útskrifuðust með mér frá háskólanum á Akureyri síðastliðið vor og spurði hvort þau hefðu yfirleitt leitt hugann að því hvernig starf okkar eða starfsvettvangur yrði á nýrri öld. Þar sem ég sat við tölvuna áttaði ég mig á því að aukin tækni hefur gjörbreytt starfi okkar hjúkrunarfræðinga í gegnum árin og víst er að tækniþróun heldur áfram að breyta starfi okkar og jafnvel starfsvettvangi. Þar með var hugur minn farinn á flug um hjúkrun á nýrri öld og vil ég veita ykkur sem hér eruð í dag innsýn í þetta ferðalag. Á þessari öld hefur hjúkrun að mestu farið fram á heilbrigðisstofnunum en líklegt er að það breytist á nýrri öld. Starfssvið hjúkrunarfræðinga mun víkka og þeir munu sinna sínum störfum meira utan heilbrigðisstofnana. Þar sem aukin tækni mun spara mikinn tíma geta hjúkrunarfræðingar farið að einbeita sér að andlegri og félagslegri heilsu manna. Hjúkrunarfræðingar munu beita sér í auknum mæli í heilsu- eflingu og forvarnastarfi ýmiss konar. Til dæmis mun í framtíðinni verða hægt að fá viðtal við hjúkrunarfræðing í hverri einustu líkamsræktarstöð og fólki þannig gefinn kostur á að rækta sálina engu síður en líkamann. Einnig munu flugfélög og ferðaskrifstofur bjóða viðskiptarvinum sínum upp á viðtal við hjúkrunarfræðing. Þar getur hjúkrunarfræðingurinn ráðlagt hvort og hvaða ferðalag henti miðað við líkamlegt og andlegt heilbrigði hans auk þess sem hægt verður að leita til hjúkrunarfræðinga ferða- skrifstofunnar ef eitthvað bjátar á í ferðalaginu sjálfu. Tækni hefur í gegnum tíðina verið mikill áhrifaþáttur á flestum sviðum innan hjúkrunar. Eftir því sem tæknin þróast hefur hjúkrunarstarfið breyst og á líklega eftir að breytast enn meira. Þá er ekki bara átt við aukna tækni innan heilbrigðisgeirans heldur líka öra tækniþróun í sam- skiptum í samfélaginu. Tæknin er að ryðja sér til rúms í hefðbundnum verkum hjúkrunarfræðinga, t.d. lyfjatiltekt. Á nýrri öld verður staðan hugsanlega þannig að hjúkrunarfræðingar þurfa ekkert að hugsa um lyfjagjafir nema þá í mesta lagi að sækja drykk svo skjólstæðingurinn geti skolað lyfjunum niður. En hvað með önnur hefðbundin hjúkrunarverk? Verður hannað tæki sem setur upp þvaglegg eða nál, sinnir sáraskiptingum, gipsar eða hjálpar sjúklingi á salernið? Þó svo að í dag finnist okkur nánast óhugsandi að eitthvað annað en mannshendur geti sinnt þessum hjúkrunarverkum þá er líklegt að vísindamenn á nýrri öld muni hanna tæki sem sjá alfarið um þau eða finni jafnvel nýja aðferðir til að sinna þeim. Með því að tæki og tól munu taka við ýmsum hjúkrunarverkum, sem hingað til hafa verið í höndum hjúkrunarfræðinga, mun starf okkar breytast töluvert. Tíma- skorturinn, sem hjúkrunarfræðingum finnst þeir glíma við í daglegu starfi, ætti að vera úr sögunni þar sem verkin verða flest gerð með nýrri og tímasparandi tækni. Þannig munu hjúkrunarfræðingar á nýrri öld hafa nægan tíma til að sinna andlegum og félagslegum þörfum skjólstæðinga sinna. Líklegt er að hin öra þróun í samskiptaháttum mannkyns eigi eftir að hafa töluverð áhrif á starfsaðferðir og starfs- vettvang hjúkrunarfræðinga á nýrri öld. Veraldarvefurinn og tölvupóstur skipa miklivægan sess í samskiptum fólks nú þegar og engin leið að sjá fyrir hvert sú þróun leiðir okkur. Hjúkrunarfræðingar framtíðarinnar þurfa að geta nýtt sér tölvur og aðra hátækni í starfinu. Þeir verða að vera færir um að nýta sér upplýsingatæknina og hafa á reiðum höndum nýjustu upplýsingar og rannsóknir á sínu sérsviði. Á nýrri öld er hugsanlegt að þegar sjúklingur útskrifast af sjúkrahúsi verði hann í tölvupóstsambandi við þann hjúkrunarfræðing sem bar ábyrgð á hjúkrun hans innan sjúkrahússins. Þannig mun starf hjúkrunarfræðinga ekki aðeins felast í að sinna sjúklingum sem liggja á deildinni heldur mun hann styðja þá eftir að heim er komið með því að vera í tölvupóstsambandi við þá í ákveðinn tíma. Veraldarvefurinn verður hins vegar sá vettvangur þar sem hjúkrunarfræðingar munu sinna forvörnum og heilsu- eflingu í auknum mæli á nýrri öld. Þeir munu þannig opna fólki aðgang að nýjustu upplýsingum á hverjum tíma en jafnfram hvetja fólk til ábyrgðar á eigin heilsu. Ljóst er að hjúkrunarnámið á nýrri öld mun taka mið af tækniþróuninni og er í raun þegar farið að gera það. Hjúkr- unarfræðinemar eiga nú þann kost að stunda fjarnám í gegnum tölvur og fjarfundabúnað en tækniþróunin á nýrri öld mun gera slíkt fjarnám enn auðveldara. Á nýrri öld mun 173 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 76. árg. 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.