Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2000, Blaðsíða 13
Erfitt að fá tíma hjá lækni
Telja má líklegt að í sumum tilvikum hafi konum reynst erfitt
að fá fljótt tíma hjá lækni til að gera ráðstafanir varðandi
neyðargetnaðarvörn, einkum þegar viðtalstími er takmark-
aður (Belfield og Walsh, 1995). Nefna Belfield og Walsh
(1995) að meira en helmingur allra göngudeilda um fjöl-
skylduáætlun í Bretlandi hafi opið einu sinni eða sjaldnar í
viku. Neyðargetnaðarvörnin er þess eðlis að hana þarf að
taka inn sem fyrst (innan þriggja sólarhringa). Það verður
því að vera auðvelt fyrir konur að nálgast neyðargetnaðar-
vörn. Tíminn, sem þær hafa til ráðstöfunar, er stuttur.
Nefnir Glasier (1995) að bæði sé afgreiðslutími oft
óhentugur fyrir ungt fólk og stundum langt að fara á sér-
hæfðar getnaðarvarnadeildir. Samkvæmt íslenskri könnun
frá 1996 kom í Ijós að ungt fólk vill einkum hafa móttöku um
getnaðarvarnir opna síðdegis og að kvöldi til (Sóley S.
Bender, 1999a). Nýleg rannsókn undir leiðsögn höfundar,
byggð á viðtölum við ungt fólk í nokkrum framhaldsskólum
á Stór-Reykjavíkursvæðinu, sýndi að það getur reynst ungu
fólki erfitt að fá tíma á heilsugæslustöð (Bára H. Jóhanns-
dóttir, Eyrún Ósk Guðjónsdóttir og Hólmfríður Rós
Eyjólfsdóttir, 2000). Einnig þarf að hafa í huga að ákveðinn
hópur ungs fólks er búsettur á höfuðborgarsvæðinu en á
lögheimili úti á landi og hefur ekki neinn heimilislækni þar
sem hann býr.
Bætt aðgengi
Ýmsir aðilar hafa bent á góðar leiðir til að bæta aðgengi að
neyðargetnaðarvörn (Belfield og Walsh, 1995; Goldsmith,
1995; South to south cooperation in reproductive health,
1995). Leggja Belfield og Walsh áherslu á tvær meginleiðir,
þ.e. að bæta þekkingu meðal heilbrigðisstarfsfólks og
almennings um neyðargetnaðarvöm og að bæta aðgengi
að þjónustunni. Goldsmith fjallar um aðferðir til að ná til
almennings og yfirlýsingin frá Bellagio kemur m.a. inn á
tegundir neyðargetnaðarvarna, samstarf margra aðila,
hvernig þjónusta varðandi neyðargetnaðarvörn eigi að
vera og menntun heilbrigðisstarfsfólks. Verður hér fyrst
fjallað um hvernig nágrannaþjóðir okkar hafa staðið að
bættu aðgengi að neyðargetnaðarvörn og í framhaldi af
því fjallað um aðferðir til að bæta þekkingu og breyta
viðhorfum, greint frá hlutverki hjúkrunarfræðinga og Ijós-
mæðra og að lokum að skoðaður sé sá möguleiki að
afgreiða neyðargetnaðarvörn í lyfjaverslunum.
Reynsla annarra þjóða
I nágrannalöndum okkar er vaxandi áhersla lögð á bætt
aðgengi að neyðargetnaðarvörn. í Hollandi hefur hún verið
aðgengileg í tæp 40 ár. Þar í landi er tíðni barneigna með
því lægsta sem gerist í hinum vestræna heimi. Árið 1996
var tíðni barneigna á 1000 stúlkur yngri en 20 ára 4,1 en
22,1 á íslandi á sama tíma (Council of Europe, 1997;
Hagstofa íslands, 1999). Ritstjóri Rlanned Parenthood in
Europe, Evert Ketting, lýsir aðgengi að neyðargetnaðar-
vörn í sínu heimalandi á þennan hátt:
Ég man það vel að neyðargetnaðarvörn var tiltæk á einum af
fyrstu evrópsku útitónleikunum sem haldnir voru í Rotterdam
í Hollandi árið 1969. Hægt var að fá hana í tjaldi þar sem
veitt var skyndihjálp og mikil eftirspurn var eftir henni því
undir þessum kringumstæðum voru óvarðar samfarir frekar
regla en undantekning (Ketting, 1995). Nefnir Ketting einnig
að gripið hafi verið til þess ráðs að skrifa upp á neyðar-
getnaðarvörn um leið og kona fékk t.d. lyfseðil á pilluna til að
auðvelda henni að nálgast neyðargetnaðarvörnina (Ketting,
1995).
Á Spáni hafa á síðustu árum verið opnaðar sérstakar
göngudeildir þar sem fólk getur fengið fræðslu og ráðgjöf
um kynlíf, getnaðarvarnir og kynsjúkdóma. Gerð var úttekt
á þjónustunni í þremur borgum á Spáni á tímabilinu janúar
1993 - september 1994. í Ijós kom að alls óskuðu 596
einstaklingar eftir neyðargetnaðarvörn á þessu tímabili.
Flestir sem notuðu hana voru á aldrinum 13-24 ára
(91 %). Um helmingur skjólstæðinganna kom innan sólar-
hrings frá samförum til að fá neyðargetnaðarvörn. Þeir
sem komu meira en tveimur sólarhringum eftir samfarir
voru um 11%. Mest var beðið um neyðargetnaðarvörn á
mánudögum, þ.e. 47%, en minnst á fimmtudögum (9%)
(Perez, 1995).
Frá árinu 1972 hafa heilsugæslustöðvar í Finnlandi
gegnt því hlutverki að sinna fjölskylduáætlun og hefur sú
þjónusta verið án endurgjalds. Upp úr 1985 hefur vaxandi
áhersla verið lögð á neyðargetnaðarvörn (Lahteenmaki,
Suhonen og Elomaa, 1995). Sérpakkningar komu á
markað 1986 (Neo - Primovlar 4, Schering, Þýskalandi). í
Finnlandi hafa spjöld með samsettum pillum verið klippt
niður til að gefa sem neyðargetnaðarvörn án endurgjalds.
Þótt læknar beri ábyrgð á því að gefa neyðargetnaðarvörn
er vaxandi fjöldi sérhæfðra göngudeilda um fjölskyldu-
áætlun þar sem hjúkrunarfræðingar og Ijósmæður gefa
lyfið. Ekki er vilji fyrir því í Finnlandi á þessu stigi að
afgreiða neyðargetnaðarvörn í lyfjabúðum. Ekki er vitað
með vissu hversu margir hafa fengið neyðargetnaðarvörn í
Finnlandi en fjölgað hefur þeim sem hafa fengið iyfseðil á
sérpakkningu neyðargetnaðarvarnar á undanförnum
árum. Árið 1988 voru seldir tæplega 5.000 pakkar en
25.000 árið 1994. Þrátt fyrir þessa aukningu í notkun
neyðargetnaðarvarnar benda Lahteenmaki o.fl. (1995) á
að það sé alls ekki alltaf bent á hana þó það væri við hæfi
(Lahteenmaki, Suhonen og Elomaa, 1995). Telja Lahteen-
maki o.fl. að ekki sjáist nein merki þess að aukin notkun
neyðargetnaðan/arnar hafi dregið úr notkun getnaðarvarna
almennt. Hins vegar hefur það gerst í Finnlandi á tímabiiinu
1987-1993 að fóstureyðingum hefur fækkað, einkum
meðal ungra stúlkna.
Að sögn Rogela og Anzén (1995) er nýlega byrjað að
kynna neyðargetnaðarvörn á markvissan hátt í Svíþjóð.
137
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 76. árg. 2000