Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2000, Blaðsíða 20

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2000, Blaðsíða 20
Leitaðu aðstoðar innan þriggja sólarhringa frá óvörðum samförum. unni frá því að blæðingar komi að jafnaði á svipuðum tíma og þeirra er vænst, stundum aðeins fyrr eða aðeins síðar. Það er algengur misskilningur meðal stúlkna að halda að töflurnar komi blæðingum af stað. Þar sem neyðar- getnaðarvörn er ekki 100% örugg leið til að koma í veg fyrir getnað þarf að ræða um nauðsyn þess að gera þungunarpróf ef blæðingar eru ekki byrjaðar innan þriggja vikna frá því að seinni töflurnar voru teknar. Stúlkunni (parinu) er gerð grein fyrir aukaverkunum en þar er helst að telja ógleði (50% tilvika) og uppköst (20% tilvika) (Glasier, 1997). Einnig getur stúlkan orðið vör við þreytu, svima og höfuðverk. Slíkar aukaverkanir standa stutt. Brýna þarf fyrir viðkomandi að neyðargetnaðarvörn sé ekki ætluð til reglulegrar notkunar. Hún er ekki eins örugg og að nota pilluna að staðaldri. í ráðgjöfinni þarf einnig að hafa í huga að stúlkan hefur getað smitast af kynsjúk- dómum. Auk þess er þörf á að ræða um notkun öruggra getnaðarvarna en meta þarf slíkt í hverju tilviki. Ef getnaðarvörn hefur brugðist er oft áhugi hjá viðkomandi að læra meira um notkun öruggra getnaðarvarna (WHO, 1998). í fræðslunni þarf iðulega að koma inn á aðra þætti, s.s. sjálfsmynd, kynlíf og kynferðislegan þrýsting, sam- kvæmt einstaklingsmiðuðu mati. Samantekt Það er reynsla höfundar að ungar stúlkur séu mjög fegnar að geta hitt ráðgjafa varðandi neyðargetnaðarvörn í nota- legu umhverfi í ráðgjafarherbergi Hins hússins. Mikilvægt er að hrósa þeim fyrir að gera ráðstafanir og sýna þannig ábyrgðartilfinningu. Þær stúlkur, sem höfundur hefur veitt ráðgjöf út af neyðargetnaðarvörn og hafa verið yngri en 15 ára, hafa yfirleitt ekki rætt við foreldra sína um að þær séu byrjaðar að hafa kynmök. Sumum finnst þær ekki eiga þess kost að ræða við þá um þetta. Hjá öðrum er þetta ekki alveg eins mikið mál. Stundum hefur móðirin verið búin að minnast á getnaðarvarnir við stúlkuna og þannig hafið umræðuna. Þær stúlkur, sem leita til ráðgjafa FKB, hafa mjög ólík viðhorf til kynlífs og barneigna sem eðlilegt er. Sumar hafa myndað sér ákveðnar skoðanir á barn- eignum. Þær hafa ákveðið að eignast ekki barn á unga aldri og vilja gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir slíkt. Aðrar eru ekki eins ákveðnar. Þær sigla þetta áfram og virðast oft kærulausari. Þeim hættir meira til að taka áhættu. Það þarf að brýna betur fyrir þeim stað- fasta notkun getnaðarvarna en hinum sem eru ákveðnari. Fræðslusamtökin hafa nú starfrækt ráðgjöf fyrir ungt fólk í tæplega fimm ár með fjárhagslegri aðstoð stjórn- valda. Aðsókn að þessari þjónustu er vaxandi. Þjónustan er innt af hendi af áhugasömu og faglærðu fólki sem lætur sig varða sérþarfir ungs fólks. Það er verðugt framtíðar- verkefni í okkar samfélagi að koma upp móttökustöðvum fyrir ungt fólk sem það getur leitað til með margvísleg málefni, ekki síst kynheilbrigði. Heimildir: Camp, S.L. (1996). Emergency contraceptive pills. A resource packet for health care providers and programme managers. Welcome: Consortium for emergency contraception. Gissler, M. (1999). Aborter i Norden (Statistical Report 10/1999). Helsinki: STAKES. Glasier, A. (1997). Emergency postcoital contraception. The New England Journal of Medicine, 337(15), 1058-1064. International Medical Advisory Panel (1995). Statement on emergency contraception. Planned Parenthood in Europe, 24(2), 5-7. Landlæknisembættið (1999). Tiðni fóstureyðinga 1976-1998. Óbirt handrit. Pappenheim, K. (1995). Emergency contraception provision in the UK. Planned Parenthood in Europe, 24(2), 20-23. Rinehart, W., Rudy, S., og Drennan, M. (1998). GATHER Guide to counseling. Population Reports, J(48), 1-32. Sóley S. Bender (2000). Ársskýrsla Fræðslusamtaka um kynlíf og barneignir. Reykjavík: FKB. Sóley S. Bender (1999a). Attitudes of lcelandic young people toward sexual and reproductive health services. Family Planning Perspectives, 37(6), 294-301. Sóley S. Bender (1999b). Viðhorf ungs fólks til sérhæfðrar þjónustu á sviði kynlífs og barneigna. Óbirt handrit. Tetragynon í lausasölu bundið við afhendingu lyfjafræðings (1998, 1. júlí). Fréttabréf Lyfjanefndar ríkisins, 2(1), 2. WHO (1998). Emergency contraception, A guide for service delivery. Geneva: World Health Organization. 144 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 76. árg. 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.