Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2000, Blaðsíða 47

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2000, Blaðsíða 47
Ásgeir Valur Snorrason, svæfingahjúkrunarfræðingur: Hugleiðing um viðbótarnám í su^efm^AkjukYm Nú þegar viðbótarnámi í svæfingahjúkrun er lokið langar mig sem verknámsleiðbeinanda á Landspítala í Fossvogi að óska þessum myndarlega hópi til hamingju með áfang- ann og þakka fyrir ánægjulegt samstarf. Þegar námið fór af stað var orðinn slíkur skortur á svæfingahjúkrunarfræð- ingum að það var farið að há starfsemi svæfingadeilda í Reykjavík verulega. Ekkert nám í svæfingahjúkrun hafði farið fram frá árinu 1990 og nýliðun í stéttinni var allt of lítil. Síðan Nýi hjúkrunarskólinn var lagður niður hafa áherslur breyst varðandi viðbótarnám hjúkrunarfræðinga. Áhersla hefur verið lögð á sérskipulagt B.S. nám og meistaranám og hvort tveggja á vissulega rétt á sér. Hins vegar má ekki vanrækja mikilvæga hópa hjúkrunarfræð- inga sem hafa sérmenntað sig á ýmsum sviðum hjúkrunar án þess að sú viðbótarmenntun leiði til háskólagráðu. Þessir hópar hafa mátt þola það að vera sviptir sérfræð- ingsviðurkenningu þar eð reglugerð var breytt árið 1993. Þar að auki njóta hjúkrunarfræðingar, sem lokið hafa slíku sérnámi, þess ekki á nokkurn hátt í launum og það er sennilega leitun að stétt sem lætur bjóða sér það að menn fari í svo umfangsmikið nám, kosti það sjálfir (220.000 kr.) og njóti engra kjarabóta að loknu námi. Það er að verða vandamál á íslandi hvernig standa á að menntun þessara mikilvægu hópa. Svæfingahjúkrunarnáminu nú fylgdu ýmis vandamál sem erfitt reyndist að leysa. Endurmenntunar- stofnun, sem stóð fyrir bóklega hluta námsins, stendur ekki að námi nema það standi undir sér fjárhagslega. Það hefur í för með sér að hleypa þarf slíkum fjölda af stað í námið að svæfingadeildirnar anni því vart og ekki sé útséð með að allir fái vinnu strax að loknu námi. Svæfingar eru mjög vandasamar, fela í sér mikla ábyrgð og það hefur sýnt sig að þeir sem ekki hefja störf fljótlega að námi loknu treysta sér ógjarna til starfa síðar. Það er því mikið hagsmunamál að stofnanir taki höndum saman og tryggi öllum nýútskrifuðum svæfingahjúkrunar- fræðingum starf hið fyrsta til þess að þessi mikli mann- auður glatist ekki. Hvernig standa á að slíku námi í fram- tíðinni er spurning sem hagsmunaaðilar þurfa að taka afstöðu til. Meðalaldur svæfingahjúkrunarfræðinga er tiltölulega hár og á næstu árum verður mikil þörf fyrir nýja svæfinga- hjúkrunarfræðinga. Nauðsynlegt er því að sífellt sé einhver fámennur hópur í námi sem svæfingadeildir geti sinnt vel og tryggt sé að fái starf strax að námi loknu. Hugsanlegt væri að þessir einstaklingar yrðu ráðnir á svæfingadeild- irnar fljótlega eftir að þeir hæfu nám og fengju þannig víxltengingu verknáms og bóknáms. Nokkrir einstaklingar störfuðu á svæfingadeildum sam- hliða svæfingahjúkrunarnáminu og gafst það afar vel. Það er álit mitt að líta þurfi til fjarnáms sem vænlegs kosts varðandi kennslu í bóklegum þætti svæfingarhjúkrunar- náms í framtíðinni. Hvort skólar, sem annast kennslu í svæfingahjúkrun erlendis, eru reiðubúnir til slíks samstarfs er auðvitað á huldu. Það getur hins vegar ekki talist hagkvæmt að í hvert skipti, sem farið er af stað með viðbótarnám, krefjist það þess að búið sé til nýtt nám, nánast frá grunni með nýrri námsskrá og nýjum fyrir- lestrum, eins og hlýtur að verða ef námið er aðeins haldið á 5-10 ára fresti. Fjarnámskennsla í hjúkrun hefur nú þegar sannað sig á íslandi, bæði í grunnnámi og meistaranámi. Við stöndum á þröskuldi nýs árþúsunds og það er Ijóst að nám mun í framtíðinni taka á sig allt aðra mynd og fjarnám er nokkuð sem á eftir að hljóta sífellt stærri sess í allri kennslu. Að lokum óska ég hjúkrunarstéttinni til hamingju með hina nýútskrifuðu svæfingahjúkrunarfræð- inga sem reynast munu hjúkrunarstéttinni og heilbrigðis- kerfinu mikill styrkur á komandi árum. Fyrsta meistaravörnin í hjúkrun við HÍ iftfnHHj Fyrsta meistaravörnin í námsbraut í hjúkrunarfræði við Háskóla íslands meistaraverkefni sitt sem ber heitið „The importance of nurse caring WwTÍÁ/ behaviors, as perceived by patients receiving care at an emergency department.'1 Leiðbeinandi hennar var Helga Jónsdóttir, dósent. Þrófdómarar voru Sigríður Halldórssdóttir, prófessor við Háskólann á Akureyri, og Auðna Ágústsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri fræðslu og rannsókna á Landspítalanum í Fossvogi. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 76. árg. 2000 171
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.