Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2000, Blaðsíða 14

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2000, Blaðsíða 14
Mynd 2. Bætt aðgengi hérlendis að neyðargetnaðarvörn Frá árinu 1990 hafa sænsku fjölskylduáætlunarsamtökin (RFSU) lagt áherslu á neyðargetnaðarvörn og staðið að því að bæta þessum þjónustuþætti inn í þjónustu um getn- aðarvarnir. Eins hafa samtökin veitt fagfólki og almenningi upplýsingar um hana. Árið 1975 tóku þar gildi lög um fóstureyðingar. Á þeim tíma og í kjölfar laganna var lögð áhersla á að Ijósmæður gegndu lykilhlutverki í sambandi við að fyrirbyggja óvelkomnar þunganir. Þar í landi hafa sérmenntaðar Ijósmæður leyfi til þess að skrifa upp á pilluna og setja upp lykkjuna. Árið 1995 fengu þær leyfi til að ávísa á neyðargetnaðarvörn (Rogela og Anzén, 1995). íslenskar aðstæður Þekking og viðhorf Eins og mynd 2 sýnir þarf að huga að þremur megin- atriðum varðandi bætt aðgengi að neyðargetnaðarvörn. Bæta þarf þekkingu heilbrigðisstarfsfólks og almennings um neyðargetnaðarvörn. Breyta þarf viðhorfum heilbrigðis- starfsfólks til neyðargetnaðarvarnar og skoða þær hug- myndir sem eru ríkjandi gagnvart þessari getnaðarvörn. Á námskeiði fyrir heilbrigðisstarfsfólk þarf að fara í alla helstu þætti þessarar getnaðarvarnar, þ.e. verkun hennar, öryggi, notkun, kosti, ókosti og eftirlit (Rinehart, Rudy og Drennan, 138 1998). Einnig þarf að skýra út ýmislegt sem tengist fræðslu og ráðgjöf um neyðargetnaðarvörn, einkum það sem varðar ungt fólk. Einnig þarf að leggja áherslu á að nýta vel hvert tækifæri þegar gefin eru ráð um neyðargetnaðarvörn og veita góða fræðslu um öruggar getnaðarvarnir í leiðinni. Það er Ijóst af rannsóknum Bromham og Cartmill, 1993 að takmörkuð vitneskja hefur verið og er enn meðal almennings um neyðargetnaðarvörn (sjá í Goldsmith, 1995). Skort hefur vitneskju um að þessi leið væri til, hvar væri hægt að nálgast hana og hvenær þyrfti að nota hana. Margt bendir til þess að slíkt eigi við hér á landi. Koma þarf markvissum skilaboðum til almennings og nýta þarf margvíslegar leiðir í þeirra upplýsingamiðlun. Veita þarf upplýsingar í gegnum fjölmiðla, setja auglýsingar á almenningsvagna, í kvikmyndahús og aðra fjölsótta staði. Eins er mikilvægt að margir aðilar komi að því verki. Það hefur tekið Fræðslusamtök um kynlíf og barneignir nokkur ár að koma þeim upplýsingum til ungs fólks að það geti leitað til ráðgjafa FKB í Hinu húsinu til að fá fræðslu og ráðgjöf um neyðargetnaðarvörn. Aukin aðsókn segir sennilega eitthvað til um bætta vitneskju um þjónustuna. Á síðasta ári komu 76 ungar stúkur þangað vegna neyðar- getnaðarvarnar en 50 árið áður (Sóley S. Bender, 2000; Sóley S. Bender, 1999b). Tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 76. árg. 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.