Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2000, Blaðsíða 43

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2000, Blaðsíða 43
MUNCHEN - YFIRL Y SIN GIN HJÚKRUNARFRÆÐINGAR OG LJÓSMÆÐUR: AFL TILAUKINS HEILBRIGÐIS Annar ráðherrafundur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um hjúkrun og ljósmæðrastörf í Evrópu fjallar um það sérstæða hlutverk og framlag sem felst í störfum sex milljóna evrópskra hjúkrunarfræðinga og Ijósmæðra við heilsuvernd og heilbrigðisþjónustu. Eftir fyrsta ráðherrafund Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í Vínarborg fyrir rúmum áratug hafa ákveðin skref verið tekin til þess að styrkja stöðu hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra í Evrópu og nýta sem best hæfni þeirra. Við heilbrigðisráðherrar aðildarríkja Evrópudeildar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar sem tókum þátt í ráðherrafundinum í Miinchen lýsum því yfir að: Við áh'tum að hjúkrunarfræðingar og Ijósmæður hafi stöðugt mikilvægara lykilhlutverki að gegna í samfélaginu. Það felst í því að takast á við heilbrigðisvandamál okkar tíma og veita hágæða, aðgengilega, réttsýna, skilvirka, þarfamiðaða og samfellda heilbrigðisþjónustu og beita sér fyrir réttindum fólks. Við hvetjum öll hlutaðeigandi yfirvöld á Evrópusvæði Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar til þess að leggja sig enn frekar fram en áður við að efla hjúkrun og Ijósmæðrastörf með því: • að tryggja þátttöku hjúkunarfræðinga og ljósmæðra í ákvarðanatöku á öllum stigum stefnumótunar og framkvæmda, • að beina sjónum að fyrirstöðu sem m.a. felst í starfsmannastefnu, kynbundinni og stöðubundinni mismunun og því, hve hugmyndafræði læknisfræðinnar er ráðandi, • að veita fjárhagslega hvatningu og gefa færi á faglegri þróun í starfi, • að bæta bæði grunn- og símenntun og auka aðgengi að æðri menntun á sviði hjúkrunar og ljósmæðrafræða, • að skapa aðstæður til þess að hjúkunarfræðingar, ljósmæður og læknar nemi hlið við hlið á fyrstu jafnt sem síðari stigum háskólanáms til að tryggja aukið samstarf og faglega samþættingu með betri umönnun sjúklinga að leiðarljósi, • að styðja við rannsóknir og miðlun fróðleiks til að hjúkrun og ljósmæðrastörf geti byggt á faglegri þekkingu og niðurstöðum vísindarannsókna, • að leita leiða til að koma á og styðja við fjölskyldumiðaðar áætlanir og þjónustu hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra í heilsugæslu. Má þar nefna, þar sem við á, menntun sérstakra fjölskylduhjúkrunarfræðinga, • að efla þátt hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra í heilsuvernd, heilbrigðishvatningu og framförum í hverju umdæmi. Við erum því sammála að styðja beri við hjúkrun og ljósmæðrastörf af einbeitni og styrk í ríkjum okkar með því: • að móta alhliða mönnunaráætlanir til að tryggja nægjanlegan fjölda vel menntaðra hjúkrunarfræðinga og Ijósmæðra, • að tryggja að fyrir hendi sé fullnægjandi umgjörð hvað varðar lög og reglur á öllum stigum heilbrigðiskerfisins, • að gera hjúkunarfræðingum og Ijósmæðrum kleift að vinna af skilvirkni og ábyrgð og nýta sér fæmi sína til fulls, bæði til sjálfstæðra starfa og í samvinnu við aðra. Við heitum því að vinna í samráði við allar viðeigandi stjórnsýslustofnanir og aðila, jafnt lögskipaða sem óháða stjórnvöldum, á þjóðlegum, svæðisbundnum eða alþjóðlegum grundvelli til að hrinda áformum yfirlýsingar þessarar í framkvæmd. Við væntum þess að Evrópuskrifstofa Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar veiti aðildarrikjunum stefnumótandi leiðsögn og aðstoði þau við að koma á skipulagi til þess að samhæfa samstarf innlendra og alþjóðlegra stofnana til að efla hjúkrun og ljósmæðrastörf. Við förum fram á það við framkvæmdastjóra Evrópuskrifstofunnar að hann gefi árlega skýrslu til framkvæmdanefndar Evrópusvæðis Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og skipuleggi jafnframt fyrsta fundinn árið 2002 til að meta hvemig tekist hefur að koma áformum yfirlýsingar þessarar í framkvæmd. 17. júní 2000 'kcUsT' SZoajl Ms Andrea Fischer Dr Marc Danzon Heilbrigðisráðherra Þýskalands Framkvæmdastjóri Evrópudeildar WHO Tímarit hjúkrunarfræðinga ■ 3. tbl. 76. árg. 2000 167
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.