Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2000, Blaðsíða 36
lista yfir það sem unnið hafði verið áður en þeir hófu
rannsókn sína. Sú hefð hefur horfið á undanförnum árum
með þróun eigindlegra rannsókna. Við ættum ekki að vera
að endurtaka það sem þegar hefur verið gert.“
Mikilvægt að nota styrkleika beggja rannsóknar-
aðferða
Hún segist vilja sjá breytingar í þessum efnum. „Það sem
ég vildi sjá væri að sérhver doktorsnemandi byrjaði á því
að fara kerfisbundið í gegnum það sem skrifað hefur verið
á tilteknu sviði og vinna úr því upplýsingar. Það gæti verið
hluti af doktorsritgerðinni eða sjálfstæð grein sem gagn-
aðist öðrum. Mér finnst einnig mjög mikilvægt að nota
bæði eigindlegar og megindlegar rannsóknaraðferðir í
sömu rannsókn. Velja ekki aðra aðferðina fram yfir hina
heldur nota styrkleika beggja því á þann hátt getum við
fengið meiri og betri þekkingu á þeim viðfangsefnum sem
við erum að rannsaka. Það gæti einnig hjálpað okkur í því
að móta kenningar. Eigindlegu rannsóknaraðferðirnar
gætu hjálpað okkur að ná auknum og dýpri skilningi á
viðfangsefninu og megindlegu rannsóknaraðferðirnar
gætu hjálpað okkur að fá upplýsingar um tíðni, fjölda og
fleiri slík atriði sem tengjast umfangi viðfangsefnisins.
Þegar þessi tvö sjónarhorn eru tengd á þennan hátt verða
þau öflugri en ef aðeins er afiað upplýsinga með annarri
hvorri aðferðinni."
En hvað ef rannsakendur eru ekki jafnvígir á báðar
aðferðirnar? „Við verðum að vinna í auknum mæli í hópum,
ekki sem einstakingar, ég nota t.d. báðar aðferðirnar en ég
þekki takmörk mín þegar kemur að ákveðnum sviðum. Ég
leiðbeini nemendum mínum t.d. ekki alltaf heldur leita ég
að fólki sem getur það. Ég veit hvaða spurningar eru
mikilvægar en aðrir sérfræðingar kunna tæknina við að
vinna áfram úr þeim. Með því að vinna meira í hópum
aukast möguleikar á að samræma þekkingu og tækni. Ég
held ekki að við ættum að vera annaðhvort eigindlegir eða
megindlegir rannsakendur, góður rannsakandi hefur gott
yfirlit yfir báðar aðferðirnar, hann eða hún þarf ekki að vera
sérfræðingur í aðferðinni heldur vita hvernig á að fá
sérfræðinga þegar þörf er á því.“
Hún segist vinna mikið með læknum við genarann-
sóknir og ýmislegt fleira. „Læknarnir hafa miklar áhyggjur
af því hvað hjúkrunarfræðingar hafa mikla tilhneigingu til að
einangra sig, halda ákveðnum spurningum fyrir sig og fá
ekki aðra í lið með sér. Þeir hafa svo sem ekki alltaf verið
betri, þeir hafa t.d. ekki fengið félagsvísindin í iið með sér
eins og við höfum gert. En ég held samt að gagnrýni þeirri
sé á rökum reist, við vinnum ekki nægilega mikið með
öðrum starfsstéttum og það er mikilvægt fyrir okkur að
fara að vinna meira á þverfaglegum grunni þar sem
læknisfræði, félagsvísindi og hjúkrun blandast saman, á
þann hátt getum við náð miklu betri árangri í því að afla
þekkingar fyrir heilbrigðiskerfið. Hjúkrun er hluti af heil-
160
brigðiskerfinu og við verðum að líta á hlutina í víðara sam-
hengi. Þetta er nýtt viðfangsefni fyrir okkar, held ég, að
samhæfa þekkingu hinna ýmsu greina."
Umönnunarþörf aldraðra
Ingalill kom inn á umönnunarþörf aldraðra í fyrirlestri
sínum, þá staðreynd að sífellt meiri hluti heilbrigðisþjón-
ustunnar fer í að sinna þörfum aldraðra og hlutverk
fjölskyldunnar eykst í því sambandi. Hún sagði m.a. að
konur í Japan vildu ekki giftast lengur vegna þess að þær
vildu ekki taka að sér að hugsa um aldraða foreldra
eiginmannsins. Hver er staðan í Svíþjóð í þessum efnum?
„Svíar og Japanar hafa ólíkar hugmyndir í þessum efnum,
hugmyndir sem byggjast á ólíkri menningu þjóðanna. Og
ólíkum siðalögmálum innan fjölskyldunnar. [ Japan er það
siðvenja að fjölskyldan sér um þá sem veikjast, en á
undanförnum áratugum hefur kvenfrelsisbarátta aukist þar
og konur taka vaxandi þátt í atvinnulífinu og eiga sinn eigin
starfsvettvang og því myndast átök milli gamalla og nýrra
viðhorfa. Þess vegna hafa konurnar farið í verkfall gegn
gömlum viðhorfum með því að hætta að ganga í hjóna-
band.
í Svíþjóð höfum við opinbert kerfi sem á að hugsa um
gamla fólkið en hér áður var það öðruvísi. Meðan móðir
mín var á lífi höfðum við systurnar t.d. margoft sagt við
hana að við vildum gjarnan að hún byggi hjá okkur því að
faðir okkar lést fyrir nokkrum árum. En hún sagði alltaf að
það vildi hún alls ekki, hún vildi ekki vera byrði á okkur,
hún hafði ekki gleymt að tengdamóðir hennar bjó hjá
henni í mörg ár. Þó við höfum almenna heilsugæslu í
Svíþjóð er fjölskyldan afar mikilvæg og mikilvægi hennar er
algilt um heim allan.
Umönnun og ást eru meðal mikilvægustu þátta
fjölskyldunnar um heim allan. Heilbrigðiskerfið í Svíþjóð
hefur ekki nýtt sér samvinnu við fjölskyldur til að virkja
þann kraft sem fjölskyldurnar búa yfir og efla þannig þjón-
ustuna. Það er því mikilvægt verkefni framtíðarinnar." Hún
nefnir sem dæmi að miklar breytingar hafi orðið á fjölskyld-
unni á undanförnum árum. Þannig séu fjölskyldur með
fjórum og fimm ættliðum algengar í dag en voru fátíðar
áður. Nú séu það oft barnabörnin sem hugsi mest um afa
og ömmu, ekki endilega börnin, einkum eigi þetta við um
fólk sem er orðið mjög fullorðið.
Og hún nefnir að lokum aðra vannýtta auðlind fjöl-
skyldunnar. „í Svíþjóð er mikið um skilnaði og fólk giftist
aftur og aftur. Fjölskyldur verða því einnig stærri af þeim
völdum. Þetta var vandamál en nú hefur fólk tilhneigingu til
að vera vinir eftir skilnað, það er ekki eins slæmt að skilja
og giftast aftur eins og það var fyrir 50 árum. Fjölskyldur
eru því stærri og voldugri af þessum völdum og hægt að
nýta þær betur til að styðja við þá þjónustu sem heil-
brigðiskerfið veitir."
-vkj
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 76. árg. 2000