Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2000, Blaðsíða 25

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2000, Blaðsíða 25
(case management) fyrir sjúklinga með langvinn og flókin heilsufarsvandamál í Arizona í Bandaríkjunum (Lamb og Stempel, 1994; Michaels, 1992; Newman, Lamb og Michaels, 1991). Umsjónarhjúkrunin tekur til alls veikinda- tímabils einstakingsins, hún er veitt á þeim stöðum sem viðeigandi eru hverju sinni, innan skynsamlegra tímamarka og með því að beita hagkvæmustu úrræðunum hverju sinni (Etheridge, 1989, sjá Papenhausen og Michaels, 1995). Meiri lagskipting og aukinn menningarlegur margbreyti- leiki einkennir nú íslenskt samfélag og kallar á nýjar áherslur í hjúkrun. Ljóst er að bágur fjárhagur skerðir möguleika til viðhalds og eflingar heilbrigðis og hindrar að fólk geti nýtt sér sértæk úrræði til að takast á við margvísleg heilsu- farsvandamál (Rauði kross íslands, 2000; Rúnar Vilhjálms- son, Ólafur Ólafsson, Jóhann Ág. Sigurðsson og Tryggvi Þór Herbertsson, 1999). Hjúkrunarfræðingar munu í vaxandi mæli standa frammi fyrir erfiðum siðferðilegum álitamálum þegar þeir annast einstaklinga sem hafa annað gildismat og lífshætti en þeir sjálfir. Auk þess mun bágur fjárhagur í auknum mæli verða þrándur í götu fólks til að nýta sér það sem hjúkrun hefur upp á að bjóða. Réttur sjúklinga hefur orðið slagorð í umræðu um heilbrigðismál á Vesturlöndum og hefur réttur íslenskra sjúklinga nú verið áréttaður með lagasetningu. Skjól- stæðingar heilbrigðisþjónustunnar vilja vera og eru margir hverjir vel upplýstir og vilja taka meiri þátt í ákvörðunum er varða líf þeirra og velferð. Nú er svo komið að skjólstæð- ingar vita oft miklu meira en heilbrigðisstarfsmennirnir sjálfir um marga hluti er snúa að sjúkdómi þeirra og meðferð. Greiðari aðgangur sjúklinga að margvíslegum upplýsingum, sem áður var eingöngu á færi heilbrigðisstarfsmanna að tileinka sér, breytir samskiptum við skjólstæðinga. Finna má neikvæða fleti á þessa en ávinningurinn er ótvíræður. Heilbrigðisstarfsmenn eru samt að missa ákveðin völd sem felast í einokun á þekkingu. Alloft hefur komið fram að hjúkrunarfræðingar óttast að sjúklingar reki þá á gat. Þeim finnst að þeir eigi að geta svarað öllum spurningum sjúkl- inga, þeir séu sérfræðingarnir. Hjúkrunarfræðingar eru að missa spón úr aski sínum á sama tíma og það er markmið heilbrigðisþjónustunnar að skjólstæðingar hennar séu upp- lýstir. Það er einnig í takt við gildismat hjúkrunar að aðstoða skjólstæðinginn á hans eigin forsendum til að viðhalda og efla heilbrigði. í samskiptum, sem byggjst ájafningjahugsun, þ.e. að skjólstæðingurinn sé jafningi heilbrigðisstarfs- mannsins í ákvarðanatöku, ætti að vera auðvelt að yfirvinna óttann um að vita ekki allt, en samt þarf að útfæra þessa hugsun nánar til að mæta breyttum aðstæðum. Niðurlag í þessari grein hef ég fjallað um ýmis atriði sem ég tel að móta muni grunnnám í hjúkrunarfræði á næstu árum. Áhyggjur af afleiðingum vaxandi tæknihyggju og kröfum um aukin afköst samhliða sparnaði, hafa einkennt umræður hjúkrunarfræðinga á undanförnum árum. Gildis- mat hjúkrunar hefur átt í vök að verjast. Hjúkrunarnámið þarf að taka mið af þessum aðstæðum þó það aðlagist þeim ekki. Þvert á móti þarf að búa nemendur undir að verða skapandi og sjálfstæðir fagmenn þrátt fyrir þennan veruleika. Nokkrar af þeim áherslum, sem fram hafa komið í þessari grein, miða að því. Hins vegar er Ijóst að það er margt fleira en námið sem mótar nýútskrifaða hjúkrunar- fræðinga. Vísbendingar eru um að fyrirmyndir í starfi hafi meiri áhrif á hvernig þeir vinna heldur en bæði fræðilegt og klínískt nám þeirra. Ég tel nauðsynlegt að hinn almenni hjúkrunarfræðingur líti á sig sem þátttakanda í þróun hjúkrunarstarfsins hvort sem um er að ræða faglega þróun hjúkrunar á vinnustað, leiðsögn hjúkrunarfræðinema á ýmsum stigum námsins eða þátttöku í umræðum um þróun hjúkrunarnámsins. Er það von mín að þessi umræða eflist til muna á næstunni. Heimildaskrá Ásta Thoroddsen (1997). Inngangur. Ásta Thoroddsen og Anna Björg Aradóttir (ritstjórar). Skráning hjúkrunarhandbókar (bls. 24-40). Reykjavík: Landlæknisembættið. Benner, R (1984). From novice to expert. Excellence and power in clinical nursing practice. Menlo Park, California: Addison-Wesley Publ. Comp. Benner, P., og Wrubel, J. (1988). Caring is the candle that lights the dark, that permits us to find answers where others see none. Amerícan Journal of Nursing, 88(8), 1073-1075. Benner, R, og Wrubel, J. (1989). The primacy of caring. Stress and coping in health and illness. California. Addison-Wesley Publ. Comp. Cmich, D.E. (1984). Theoretical perspectives of holistic health. Journal of School Health, 54(1), 30-32. Gadow, S.A. (1985). Nurse and patient: The caring relationship. I A.H. Bishop og J.R. Scudder, jr. (ritstjórar), Caring, curíng, coping. Nurse, physician, patient relationships (bls. 31-43, 117-118). Alabama: Univeristy of Alabama Press. Haildórsdóttir, S. (1996). Caring and Uncaríng Encounters in Nursing and Health Care: Developing a Theory. Doctoral Dissertation No. 493. Linköping, Sweden: Linköping University Medical Dissertations. Halldórsdóttir, S. (1997). Implications of the caring/competence dichotomy. í S.E. Thorne og V.E. Hayes (ritstjórar), Nursing praxis: Knowledge and action (bls. 105-124). Thousand Oaks: Sage Publ. Kirkevold, M. (1997). The role of nursing in the rehabilitation of acute stroke patients: Toward a unified theoretical perspective. Advances in Nursing Science, 19(4), 55-64. Kristín Björnsdóttir (1995). Breyttar áherslur í hjúkrunarmenntun. Tímarit hjúkrunarfræðinga, 77(4), 115-120. Kristín Björnsdóttir (1997). Óformleg umönnun í heimahúsum í Ijósi kvennafræða. í Helga Kress og Rannveig Traustadóttir (ritstjórar), ísienskar kvennarannsóknir. Erindi flutt á ráðstefnu um íslenskar kvenna- rannsóknir sem haldin var á vegum Rannsóknastofu í kvennafræðum við Háskóla íslands í Háskóla íslands, Odda, dagana 20. til 22. október 1995. Reykjavík: Háskóli íslands, Rannsóknastofa í kvennafræðum. Lamb, G.S., og Stempel, J.E. (1994). Nurse case management from the client's view: Growing as insider-expert. Nursing Outiook, 42(1), 7-13. McCloskey, J., og Bulechek, G. (2000). Nursing Intervention Classification. St. Louis: The Mosby Comp. Michaels, C. (1992). Carondelet St. Mary's nursing enterprise. Nursing Ciinics of North Ameríca, 27(1), 77-85. Newman, M.A. (1986). Health as expanding consciousness. St. Louis: The C.V. Mosby Comp. Newman, M.A., Lamb, G.S., og Michaels, C. (1991). Nurse case management: The coming together of theory and practice. Nursing and Health Care, 12(8), 791-803. Palmer, A.M., Burns, S., og Bulman, C. (1994) (ritstj.). Reflective practice 149 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 76. árg. 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.