Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2000, Blaðsíða 39

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2000, Blaðsíða 39
gagnvart trúnaðarmönnum sínum. Skyldur trúnaðarmanna eru býsna margar og mikilvægar eins og fram hefur komið. Mikilvægt er því að trúnaðarmenn reyni að koma sér vel inn í starfið með því að sækja fundi, ráðstefnur eða námskeið á vegum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Fiins vegar er ekki nóg að trúnaðarmenn félagsins reyni að koma sér vel inn í starfið og kynna sér málefnin, ef ekkert er leitað eftir þeirra aðstoð. Titli greinarstúfs þessa var slegið upp í spurnarformi, þ.e. hvort hjúkrunarfræðingar ættu að nýta sér sinn trúnaðarmann. Svarið við því er játandi. Að sjálfsögðu eiga hjúkrunarfræðingar að leita eftir aðstoð trúnaðarmanns sé einhverju ábótavant í samskiptum við viðkomandi stofnun. Á þann hátt er tryggður grundvöllur þess að úr ágreinings- málum verði leyst með eða án hjálpar skrifstofu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Ekki má heldur draga úr mikilvægi starfs trúnaðarmanns þegar nær dregur kjara- samningum. Trúnaðarmönnum ber að sjá um atkvæða- greiðslu í félaginu, kynna félagsmönnum stöðu samninga- mála þegar svo ber undir, ásamt því að sinna öðrum trúnaðarstörfum á vegum Félags fslenskra hjúkrunarfræð- inga. Ákvæði um trúnaðarmenn voru fyrst lögfest hér á landi með vinnulöggjöfinni árið 1938. Það eru þau ákvæði sem við búum enn við. Það hafði kostað mikla baráttu að tryggja trúnaðarmönnum þá stöðu að geta sinnt málefnum vinnufélaga sinna án þess að þurfa að óttast sjálfir um sín störf. Opinberir starfsmenn innan Bandalags háskóla- manna fengu trúnaðarmannakerfi með lögum nr. 94/1986 um kjarasamning opinberra starfsmanna. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga státar af fjölmennu og góðu trúnaðarmannakerfi. Virðum þann lögvarða rétt sem fram hefur fengist með baráttu formæðranna. Flöfum ávallt í huga mikilvægi þess að félagið hafi á að skipa góðum og traustum trúnaðarmönnum sem starfa fyrir félagsmenn og fyrir félagið. Heilbrigðisstofnun Austurlands Heilbrigðisstofnun Austurlands varð til í janúar 1999 þegar heilsugæslustöðvar og sjúkrahús á Austurlandi voru sameinuð. Starfseiningar stofnunarinnar eru heilsugæslustöðvarnar á Vopnafirði, Bakkafirði, Seyðisfirði, Egilsstöðum, Reyðarfirði, Eskifirði, í Neskaupstað, á Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði, Djúpavogi og Breiðdalsvík og sjúkrahúsin á Seyðisfirði, Egilsstöðum og Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað sem er bráða- og sérgreinasjúkrahús svæðisins. Markmið stofnunarinnar er að veita íbúum þess svæðis, sem stofnunin þjónar, sem besta heilbrigðisþjónustu. Á stofnuninni fer fram þróunarstarf í hjúkrun sem starfandi hjúkrunarfræðingar taka þátt í. Laiidsbyggðin er spennandi starfsvettvangurjyrirhjúkrunarfræðinga. Viðfangsefni hjúkrunarfræðings, sem starfar á stofnuninni, eru fjölbreytt og krefjandi og geta verið alltfrá bráðahjúkrun til Hknandi hjúkrunar. Hjukrunarfræðinga vantar til starfa á Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað Hjúkrunarstjóra vantar á heilsugæslustöðina á Fáskrúðsfirði í eitt ár. Einnig vantar hjúkrunarfræðinga til starfa á sjúkrahúsið og heilsugæslustöðina á Egilsstöðum. Upplýsingar um störfin veita Guðrún Sigurðardóttir, hjúkrunarstjóri, Neskaupsstað, í síma 477 1403 og Halla Eiríksdóttir, hjúkrunarstjóri, EgUsstöðum, í síma 471 1400 og Lilja Aðalsteinsdóttir, hjúkrunarforstjóri, Heilhrigðisstofnun Austurlands, í síma 860 1920. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 76. árg. 2000 163
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.