Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2000, Blaðsíða 15

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2000, Blaðsíða 15
Hlutverk hjúkrunarfræðinga og Ijósmæðra Það er einmitt úr þessum jarðvegi þekkingarleysis, þröngra viðhorfa og þar af leiðandi takmarkaðs aðgengis að sprottið hefur umræða um að fleiri aðilar en læknar ættu að veita þjónustu varðandi neyðargetnaðarvörn til að auðveldara væri að nálgast hana. Víða í nágrannalöndum okkar koma hjúkrunarfræðingar og Ijósmæður að þessu máli. í Svíþjóð er getnaðarvarnaþjónusta að mestu leyti í höndum sérmennt- aðra Ijósmæðra og þar hafa þær leyfi til að ávísa neyðar- getnaðarvörn (Rogela og Anzén, 1995). í Bretlandi hefur verið fjallað um nauðsyn þess að gefa fleiri starfsstéttum, eins og hjúkrunarfræðingum, leyfi til að gefa neyðargetnaðar- vörn. Til þess þurfi þeir að fara á sérstök námskeið (Belfield og Walsh, 1995). Hafa hjúkrunarfræðingar þar í landi sótt sérstök námskeið og veitt fræðslu og ráðgjöf um getnaðar- varnir um nokkurt skeið. í þessari umræðu í Bretlandi hefur komið fram að auðveldara geti verið fyrir konur að nálgast hjúkrunarfræðinga en lækna. Með því móti styttist biðtíminn eftir þjónustu. Eins finnst fólki oft þægilegra að nálgast hjúkrunarfræðing en lækni (Wootton, 1995). Hér á landi er Ijóst að margt ungt fólk í efstu bekkjum grunnskólans leitar til skólahjúkrunarfræðinga með þessi mál- efni sem önnur. Hjúkrunarfræðingar þurfa á þessum starfs- vettvangi að geta gefið neyðargetnaðarvörn að undangengnu námskeiði. í örfáum framhaldsskólum starfa hjúkrunarfræð- ingar þó að lög um framhaldsskóla kveði á um að þar skuli starfrækt heilsuvernd (Lög um framhaldsskóla, 1996). Bæta verður úr því ástandi því að huga þarf að margvíslegum forvörnum á þessum árum, ekki síst varðandi kynheilbrigði. Hlutverk lyfjafræðinga Einnig hefur víða verið rætt um hlutverk lyfjafræðinga við afgreiðslu neyðargetnaðarvarnar og eru ýmsir hlynntir því að hún sé afgreidd í lyfjaverslunum, einkum hin nýja levonorgestrel-neyðargetnaðarvörn sem hefur minni auka- verkanir. Árið 1998 var samþykkt breyting á reglugerð hér á landi sem heimilaði afgreiðslu neyðargetnaðarvarnar (Tetragynon) í lyfjabúðum án lyfseðils (Tetragynon í lausa- söiu bundið við afhendingu lyfjafræðings, 1998). Nokkrum mánuðum síðar var hætt við það fyrirkomulag að ósk lyfjaframleiðandans. Geta má þess að samkvæmt lyfja- lögum nr. 93 frá 1994 er greint frá því í V. kafla 11. greinar að í neyðartilfellum sé lyfjafræðingum heimilt að afhenda lyf í minnstu pakkningu án lyfseðils. Gildir slíkt um neyðar- getnarðarvörn sem önnur lyf (Lyfjalög, 1994). Óvíst er hversu mikið hefur reynt á þetta ákvæði laganna varðandi afgreiðslu á neyðargetnaðarvörn hér á landi. Takmörkuð séraðstaða er víða í apótekum til að ræða við fólk um viðkvæm málefni eins og kynlíf og getnaðar- varnir. Huga mætti betur að þeim þætti. Samantekt Hér hefur verið greint frá því hvað neyðargetnaðarvörn er, Fræðslusamtök um kynlíf og barneignir (FKB) voru stofnuð árið 1992 og hafa m.a. lagt áherslu á að koma upplýs- ingum um neyðargetnaðarvörn á framfæri líkt og samtök af svipuðum toga í nágrannalöndum okkar hafa gert. Af kynningarátaki samtakanna má nefna eftirfarandi: • Haldinn var kynningarfundur um getnaðarvarnir [ byrjun árs 1995 og þar m.a. fjallað um neyðargetnaðarvörn. • Reynir T. Geirsson, kvensjúkdómalæknir, og Ósk Ingvars- dóttir, kvensjúkdómalæknir, gerðu grein fyrir neyðar- getnaðarvörn í Fréttabréfi samtakanna árið 1995. • Árið 1995 var neyðargetnaðarvörn kynnt í Ó-þætti sjónvarpsins. • Höfundur þessarar greinar samdi bækling vorið 1996 um neyðargetnaðarvörn og hefur honum verið dreift til almennings og fagfólks. • Sumarið 1996 voru upplýsingar um neyðargetnaðan/örn sendar til allra heimilislækna, barnalækna og húðlækna. • Haustið 1996 hélt formaður FKB erindi á forvarnadegi fyrir heilsugæsluna á vegum Landlæknisembættisins. • Haldinn var fræðslu- og umræðufundur með skóla- hjúkrunarfræðingum um starfsemi FKB í Hinu húsinu þar sem greint var frá neyðargetnaðarvörn. • Fulltrúar FKB fara árlega á fjölda fræðslu- og umræðu- funda í skólum og félagsmiðstöðvum þar sem ungu fólki er greint frá þessari aðferð. • Árið 1998 og 1999 var formaður FKB með fundi á Akureyri með fagfólki, almenningi og ungu fólki þar sem upplýs- ingum um neyðargetnaðan/örn var komið á framfæri. • í lok febrúar og um miðjan apríl árið 2000 hélt FKB tvo fræðslu- og umræðufundi um neyðargetnaðarvörn og skyld málefni. Voru fundirnir haldnir fyrir hjúkrunarfræð- inga í heilsugæslu og skólum, námsráðgjafa, heimilis- lækna og félagsráðgjafa. Miðað við núverandi þjónustu hér á landi getur fólk farið til heimilislæknis, kvensjúkdómalæknis eða annarra lækna til að fá neyðargetnaðarvörn. Utan þjónustutíma fyrrnefndra aðila er hægt að hafa samband við vaktlækni á kvennadeild Landspítalans eða Læknavaktina. Einnig á ungt fólk kost á því að nálgast neyðargetnaðar- vörn hjá ráðgjöfum FKB í Hinu húsinu (símboði 842 3045, GSM 861 6186). Ef ekki reynist unnt að ná í lækni skal snúa sér til lyfjafræðings í lyfjaverslun. hugsanlegar skýringar verið settar fram á takmörkuðu aðgengi hennar og varpað fram hugmyndum um bætt aðgengi. Segja má að margvíslegar ástæður liggi að baki því að neyðargetnaðarvörn hefur ekki verið aðgengileg. Hérlendis sem erlendis hefur vitneskja um neyðar- getnaðarvörn verið lítil, bæði meðal fagfólks og almenn- ings. Þær konur, sem hefðu þurft á henni að halda, áttu því í fæstum tilvikum kost á að nota hana. í nágranna- löndum okkar hefur á síðari árum verið fjallað meira en áður um hve mikilvægt er að konur/stúlkur viti um tilvist þessarar aðferðar til getnaðarvarnar og að þær geti nálg- ast hana auðveldlega. Það er álitið nauðsynlegt að greiða konum/stúlkum aðgang að henni með því t.d. að 139 Tímarit hjúkrunarfræðinga ■ 3. tbl. 76. árg. 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.