Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2007, Blaðsíða 9

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2007, Blaðsíða 9
Aðalsvæði spítalans: sjúkratjöld og þjónustudeildir. Þarna er ég með nokkrum sjúklingum og aðstandendum en þeir bjuggu líka hjá okkur. Jólaljósin hanga milli tjaldanna. hafði sent mér sem endranær þegar ég er erlendis um jólin. í Pakistan eru fáir kristnir en þar á meðal voru nokkrir innfæddra starfsmanna minna og fórum við nokkrir útlendinganna með þeim í messu á jóladag. Ég hlakkaði mikil til að upplifa messu í þessu íslamska ríki og reyndist hún einstök röð óvæntra atburða. Þegar við komum að kirkjunni eftir um 20 mínútna ferð eftir einu aðalgötu borgarinnar kom kirkjan í Ijós hálffalin niðri í hvilft. Utan við kirkjuna var herflokkur til að gæta þess að öfgamenn gerðu ekki árás á kirkjugesti. Ég hafði ekki gert mér grein fyrir því að þörf væri á því. Kirkjan var ævaforn hlaðin steinkirkja, fremur stutt en víð og hátt til lofts. Þegar inn kom fóru karlar hægra megin og konur vinstra megin. Allar konur voru með slæður yfir höfðinu, ég auðvitað líka og þótti mér gott að geta þannig fallið aðeins inn í fjöldann. Um 120 manns voru í kirkjunni og sátum við á mjóum trébekkjum. Altarið var upphækkað og þar var predikunarstóll og trommur. Altarið og umhverfi þess var mikið skreytt með jólaskrauti og við hlið þess var stórt jólatré. Messan hófst á því að presturinn barði trommurnar líflega og taktfast. Ég varð uppnumin af hrifningu vegna þessarar óvæntu uppákomu en ég hafði ekki heyrt létta eggjandi tónlist í Pakistan og saknað þess. Þetta minnti mig á ein af mínu bestu jólum sem voru í þorpi í Súdan og mikið sungið, dansað og trommað. Eftir nokkur lög hóf presturinn predikun sína. Hún fór fram á máli innfæddra fyrir utan hugleiðingu á ensku sem nýsjálenska skrifstofustjóranum mínum var boðið að halda. Fólkið tók talsvert þátt í messunni með innköllum í ræðu prestsins og söng. Suma sálmana kannaðist ég við og gat raulað með. Messan hafði staðið í um klukkustund þegar kirkjan fór skyndilega að hristast. Ji, jarðskjálfti! Það tók mig nokkur andartök að átta mig á því hvað var að gerast. Skjálftinn varð harðari með hverri sekúndu og kirkjugestir voru óvissir um hvað þeir ættu að gera, litu hver á annan og aftur fyrir sig. Presturinn hélt áfram að predika. Nokkrir hófu að færa sig hægt úr sætum sínum og færðist presturinn þá í aukana og sagði fólki að fara ekki því Guð myndi vernda það. Hóf hann ákaft bænaákall með hendur á lofti og fylgdu margir honum af innlifun en aðrir stóðu kyrrir með áhyggjusvip. Var mig að dreyma? Gat þetta verið að gerast? Ég þorði ekki að hreyfa mig. Á svona stundum er erfitt að vera útlendingur og þar að auki starfsmaður Rauða krossins því ég þarf alltaf að huga að því að allt sem ég geri er gert í nafni Rauða krossins. Skjálftinn ætlaði ekki að hætta og ég var orðin verulega hrædd um að kirkjan færi Tímarit hjúkrunarfræðinga - 5. tbl. 83. árg. 2007 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.