Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2007, Blaðsíða 37

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2007, Blaðsíða 37
FRÉTTAPUNKTUR Haustið 2006 var Reykjalundur sóttur heim, farið í gönguferð og snæddur kvöldverður. Heimsóknin tókst mjög vel í alla staði og þarna gafst geðhjúkrunarfræðingum gott tækifæri til að hittast og spjalla um ýmis málefni er tengjast faginu. Deildin hélt sinn árlega jólafund sem hófst á erindi formanns og jólahugvekju. Gestur fundarins var Anna Valdimarsdóttir sálfræðingur og fjallaði hún um „mindfulness" en sú aðferð hefur farið vaxandi bæði ein og sér og samhliða annarri geðmeðferð. Síðastliðið vor tók deildin síðan þátt í undirbúningi að ráðstefnu í tilefni 100 ára afmælis Kleppsspítala. Ákveðið var að gefa út bækling um fagdeildina og einnig voru útbúnir bollar sem ráðstefnugestir fengu að gjöf frá fagdeildinni. Tilgangurinn var að vekja athygli á störfum geðhjúkrunarfræðinga og gera deildina sýnilegri. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga styrkti veglega þessa framkvæmd. Fagdeildin er aðili að félagi norrænna geðhjúkrunarfræðinga og hefur Páll Biering verið fulltrúi hennar síðastliðin tvö ár. í haust var ráðstefnan haldin í Kaupmannahöfn og voru geðhjúkrunarfræðingarnir Guðbjörg Sveinsdóttir og Rudolf Adolfsson þar með erindi. Einnig má nefna að síðastliðið vor komu geðhjúkrunarfræðingar frá Austur-Evrópu til að kynna sér nám og stöðu geðhjúkrunar hér á landi. Af því tilefni bauð deildin þeim til kvöldverðar í húsnæði Vinjar. Á borði stjórnar liggur fyrir tillaga um inngöngu í félag evrópskra geðhjúkrunarfræðinga. Hér hefur verið stiklað á stóru í starfsemi deildarinnar síðastliðið eitt og hálft ár. Það er von stjórnarinnar að deildin nái að eflast og dafna um ókomna framtíð en til þess að svo megi verða er nauðsynlegt að geðhjúkrunarfræðingar taki virkan þátt í starfsemi hennar. Geðhjúkrun er krefjandi en jafnframt gefandi starf. Því þurfa þeir sem við hana starfa að hlúa að sjálfum sér og faginu. Einn liðurinn er að hittast og ræða málin í nærandi umhverfi. FRÁ FÉLAGINU Hjúkrunarfræðingar eru hvattir til þátttöku í samkeppninni. Til mikils er að vinna því höfundur verðlaunatillögunnar fær að launum helgarferð fyrir tvo að eigin vali, að upphæð kr. 110.000. Frá fundi með fulltrúum fagdeilda Frá nefnd um endurskoðun laga og skipulags Félags íslenskra hjúkrunarfæðinga Á fulltrúaþingi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, sem haldið var dagana 7. og 8. maí 2007, var samþykkt að skipa nefnd sem fari yfir öll lög og skipulag félagsins og leggi tíllögur um breytingar fyrir stjórn félagsins fyrir febrúar 2008. Formaður FÍH boðaði fyrsta fund nefndarinnar 29. ágúst og tók nefndin formlega til starfa í lok ágúst 2007 og hefur frá þeim tíma haldið fundi með hinum ýmsu hópum hjúkrunarfræðinga. Fulltrúar í nefndinni hafa boðað til sín formann FÍH, stjórn, formenn fagdeilda, formenn svæðisdeilda, fyrrverandi formenn, FHH, HÍ og FÍH, fulltrúa nefnda sem starfa innan FÍH og fulltrúa trúnaðarmanna. Markmið þessara funda er að fá fram framtíðarsýn félagsmanna, hlutverki félagsins, uppbyggingu þess og áherslur og daglegan rekstur, svo eitthvað sé nefnt. Nefndin hefur einnig fengið tvo lögfræðinga til liðs við sig sem eru að skoða lög félagsins út frá nýjum lögum um heilbrigðisþjónustu. í framhaldinu verður metið hvort tilefni sé til að semja ný lög fyrir félagið með hliðsjón af nýjum heilbrigðislögum og niðurstöðum funda með fulltrúum félagsins. Starfið hefur verið skemmtilegt og segja má að það sé ákveðinn samhljómur um framtíð félagsins innan og á milli þeirra hópa sem nefndarmenn hafa fundað með. Tímarit hjúkrunarfræðinga - 5. tbl. 83. árg. 2007 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.