Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2007, Blaðsíða 10

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2007, Blaðsíða 10
Jóladagur okkar erlendu sendifulltrúanna. Hlaðborð heimagerðra kræsinga með jólaservéttum og öðru skrauti og kertum frá íslandi. Jólakjóllinn minn þetta árið var þetta líka fína sérsaumaða glansandi græna diskódress með pakistönsku sniði. Ég hef ekki verið jafn fín hvorki fyrr né síðar að hrynja. Margt flaug um huga mér. Ég hafði farið á verstu skjálftasvæðin og séð hvernig heilu borgirnar og þorpin voru grafin undir þykku lagi af steinsteypu og langaði mig ekki í slíkan hvílustað. Þeir sem létust í skjálftanum í október voru einmitt flestir fólk sem hafði grafist undir húsum (skólum) sem hrundu. Ég sá fyrir mér ræningja höggva af mér höndína til að ná úrinu mínu af mér undir rústunum og að ég yrði ekki endilega dáin þegar það yrði gert. Síðan fór ég að ávíta sjálfa mig fyrir hugleysið og sannfærði sjálfa mig um að við starfsfólkið væri nauðsynlegt ef stór skjálfti væri í aðsigi því þá myndi reyna verulega á spítalann okkar. Ábyrgðartilfinningin náði þannig yfirhöndinni og ég tók loks af skarið og gekk hægt fram kirkjuganginn. Nokkrar konur fylgdu mér. Þegar ég hafði stigið nokkur skref hætti skjálftinn. Þá upphófst mikil lofgjörð en mér var ómótt yfir því sem hafði gerst: Þresturinn hafði í raun meinað söfnuðinum að fara úr kirkjunni en fólk á auðvitað að fara út úr húsum þegar skjálftar verða. Smá annar skjálfti kom nokkru síðar en var lítill og varði aðeins í nokkrar sekúndur. Mér leið orðið verulega illa. Ekki róaði það mig að presturinn fór að tala um sprengjuárás á kirkju í miðhluta Pakistan. Hún hafði að vísu átt sér stað fyrir nokkrum árum en ég vissi það ekki fyrr en næsta dag heldur hélt ég að hann væri að tilkynna nýja árás. í lok messu reyndi presturinn að klóra sig út úr því sem hann hafði gert án þess að viðurkenna að um mistök hefði verið að ræða. Gott var að komast út að messu lokinni, út í sól og hlýju. Þessi kirkjuferð, sem átti gefa mér frið og gleði mitt í miklu vinnuálagi í þungu samfélagi, hafði snúist upp í ótta og spennu. Við fórum á spítalann og þar beið okkar áhyggjufullt starfsfólk sem hafði reynt að ná í okkur en ekki náð símasambandi. Þetta fór vel og við borðuðum saman djúpsteiktan fisk og franskar sem starfsfólkið hafði óskað sér því það var sjaldan á borðum. Um kaffileytið var síðan boð á spítalanum fyrir innfædda starfsfólkið sem var um eitt hundrað talsins. Það var haldið í stóra vörutjaldinu á spítalalóðinni og höfðum við fengið að gjöf stórt jólatré sem við skreyttum. Ég bauð upp á ristatertu, óskaði starfsfólkinu til hamingju með afmæli Ali Jinnah og þakkaði því fyrir vel unnin störf. Tók ég hvern starfshóp fyrir en Pakistanar hafa unun af lofræðum. Um kvöldið var svo yndisleg veisla okkar sendifulltrúanna í einu af okkar íbúðar- húsum. Við vorum um 20 manns, frá Bangladess, Japan, Englandi, Ástralíu, Nýja-Sjálandi, Svíþjóð og Noregi. Allir komu með mat og drykk og við skreyttum fallegt borð og voru íslenskar jólaservéttur og rauð kerti það sem gerði borðið jólalegt. Þegar ég veit að ég verð hugsanlega erlendis um jól tek ég alltaf í kirkjunni. Presturinn er dökkur á dökkum bakgrunni svo hann sést ekki vel með mér rauð kerti og jólaservéttur því mér hefur aldrei tekist að finna slíkt í þeim löndum sem ég hef unnið í fyrir Rauða krossinn. Venjulegt matarborð verður að veisluborði bara fyrir áhrif iitríkra servétta. Þetta var yndislegt kvöld þar sem við sungum saman Heims um ból hvert á okkar tungumáli. Ég gaf öllum eldspýtustokk með álímdri jólamynd en VÍSINDASJÓÐUR FÍH Umsókn um styrk úr B-hluta vísindasjóðs FÍH Umsóknarfrestur til að sækja um styrk úr B-hluta vísindasjóðs er til 15. mars 2008. Sjóðnum er ætlað að stuðla að aukinni Þeir hjúkrunarfræðingar, sem eru í fræðimennsku í hjúkrun með því að námi, geta sótt um styrk til að vinna styrkjarannsóknirogfræðiskrifhjúkrunar- rannsóknarverkefni (15 einingar hið fræðinga. minnsta) til meistara- eða doktors- gráðu, séu þeir sjóðsfélagar. Leyfi Umsækjendurverðaaðverasjóðsfélagar. fyrir rannsókninni er skilyrði fyrir Sjóðsfélagi telst sá aðili vera sem var styrkveitingu, s.s. leyfi siðanefnda og starfandi samkvæmt kjarasamningi persónuverndar. Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga fyrir 1. september 2007. 8 Tímarit hjúkrunarfræöinga - 5. tbl. 83. árg. 2007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.