Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2007, Blaðsíða 21

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2007, Blaðsíða 21
FRÆÐSLUGREIN var aö þróun fyrstu framgagnskerfa hjúkrunarfræðinga þessara stofnana (Anna Birna Jensdóttir, 1999; Jónína Sigurðardóttir, 1999). Á Sjúkrahúsi Reykjavíkur var þróað framgangskerfi með sex færnistigum hjúkrunarfræðinga þar sem mat á fimm meginþáttum lá til grundvallar röðun í færnistig. Eftirfarandi þættir voru metnir: hjúkrunarstarfið, hjúkrunarstjórnun, hjúkrunarkennsla og -ráðgjöf, hjúkrunar- rannsóknir og persónubundin atriði. Á Landspítalanum var þróað framgangskerfi með fimm færnistigum hjúkrunarfræðinga þar sem fyrsta stigið var byrjandi og fimmta stigið var klínískur sérfræðingur þar sem krafa var um að hjúkrunarfræðingurinn væri klínískur sérfræðingur á ákveðnu sérsviði hjúkrunar. Til grundvallar röðun í kerfinu lá mat á fjórum meginþáttum: klínískri hjúkrun, samskiptum, símenntun/ fræðslu/rannsóknum og stjórnun. I báðum framgangskerfunum vó klínísk hjúkrun þyngst enda um klínísk framgangskerfi að ræða. Eftir sameiningu Sjúkrahúss Reykjavíkur og Landspítalans árið 2000 í Landspítala-háskólasjúkrahús (LSH) var framgangskerfi hjúkrunarfræðinga og Ijósmæðra endurskoðað. Byggðist nýja framgangskerfið á þeim eldri frá Sjúkrahúsi Reykjavíkur og Landspítala. Reynt var að halda í kosti eldri kerfa og sníða vankanta af. í erindisbréfi framgangsnefndar, dagsettu 22. nóvember 2000, segir að meginverkefni hennar skyldu vera að: Gera tillögu að sameiginlegu framgangskerfi sem hafi það að markmiði að hvetja hjúkrunarfæðinga til starfsþóunar og þroska í starfi og feli jafnframt í sér möguleika á launahækkun. Fyrsta framgangskerfi hjúkrunarfræðinga og Ijósmæðra hins nýja sjúkrahúss, LSH, var svo tekið í notkun 1. nóvember 2001. í því kerfi var 31 matsþáttur þar sem mat á 4 grundvallarþáttum í starfi hjúkrunarfræðinga lá til grundvallar Þættirnir lutu að: klínísku starfi, 12 matsþættir; samvinnu og samskiptum, 6 matsþættir; stjórnun, 7 matsþættir; þróunar- og rannsóknarverkefnum, 6 matsþættir. í kjölfar nýs kjarasamnings FÍH og fleiri aðildarfélaga Bandalags háskólamanna við fjármálaráðherra 28. febrúar 2005 skipaði hjúkrunarforstjóri LSH hóp til að endurskoða framgangskerfi hjúkrunar- fræðinga og Ijósmæðra. í þeim hópi áttu sæti Lilja Stefánsdóttir, sem stýrði hópnum, Helga Bragadóttir, Guðbjörg Pálsdóttir, Vilborg Guðnadóttir og Anna Sigríður Vernharðsdóttir. Við endurskoðun framgangskerfis hjúkrunarfræðinga á LSH var m.a. leitað nýlegra heimilda sem leiddu í Ijós sterk tengsl framgangskerfa og starfsþróunar. Sjónum var því í auknum mæli beint að því að nýta framgangskerfið sem starfsþróunaraðferð. Hugmyndafræði framgangskerfa Hugmyndafræði Benner (1984), sem lýsir því hvernig færni hjúkrunarfræðinga vex. Benner lýsir fimm færnistigum þar sem hjúkrunarfræðingurinn er nýgræðingur á fyrsta stiginu og er orðinn sérfræðingur á efsta stiginu. Með aukinni færni öðlast hjúkrunarfræðingurinn betra innsæi og heildrænni sýn á viðfangsefni sín. Þættir, sem metnir eru þegar hugmyndafræði Benner er notuð, eru m.a.: menntun, reynsla, klínísk hjúkrun, samband hjúkrunarfræðings við sjúklinga, samstarf, gæðastjórnun, rannsóknir, kennsla og leiðsögn, stjórnun og forysta (Krugman o.fl., 2000; Schoessler o.fl., 2005). Dæmi um framgangskerfi, sem byggist á hugmyndafræði Benner, er finnskt framgangskerfi þar sem spurt var um 73 atriði sem meta 7 þætti. Þættirnir eru: bein hjúkrun, kennsla og leiðsögn, færni í greiningu aðstæðna og verkefna, stjórnun, meðferðaríhlutun, að tryggja gæði hjúkrunar og færni í hlutverki (Meretoja o.fl., 2004). Finna má framgangskerfi sem eru byggð á annarri hugmyndafræði en Benners og í sumum tilvikum er ekki getið neinnar hugmyndafræði. Schmidt o.fl. (2003) gera grein fyrir framgangskerfi í Bandaríkjunum sem byggist á hugmyndum Carpers um helstu aðferðir til að öðlast þekkingu í hjúkrun (Carper’s Fundamental Patterns of Knowing in Nursing). Samkvæmt hugmyndum Carpers er þekking ferns konar: formleg þekking (empirical knowledge) sem fengin er með formlegu námi, persónuleg þekking (personal knowledge) sem þer t.d. vott um færni í samskiptum, færniþekking (esthetic knowledge) sem sýnir færni í hjúkrun eða listina að hjúkra og siðferðileg þekking (ethical knowledge) sem ber vott um siðferðislega meðvitund. í Bretlandi virðist framgangskerfi hjúkr- unarfræðinga, sem ráðnir eru hjá hinu opinbera heilbrigðiskerfi (National Health Service, NHS), byggjast á nýrri stefnu heilbrigðisyfirvalda sem nefnist Agenda for Change eða áætlun um breytingar og er svokallaður þekkingar- og færnirammi tengdurAgendaforChange. Þekkingar- og færniramminn er notaður til launaröðunar (Benton, 2003). Fjölmargir þættireru metnir og vegnir, s.s. samskiptafærni, innsýn eða færni í greiningu, líkamleg færni, ábyrgð á stefnu og þjónustu, ábyrgð á mannauði, ábyrgð á rannsóknum, líkamlegt álag, tilfinningalegt álag, þekking, þjálfun og reynsla, skipulagsfærni, ábyrgð á umönnun sjúklinga, fjárhagsleg og efnisleg ábyrgð, ábyrgð á upplýsingaveitum, frelsi til athafna, andlegt álag og vinnuaðstæður (Maylor, 2004). Þrátt fyrir mismunandi hugmyndafræði og útfærslur meta flest framgangskerfi sömu grunnþættina. Þessir grunnþættir eru: klínfsk færni, þekkingargrunnur, stjórnun og forysta, samskipti og samvinna, og fagmennska (Buchan, 1999; Trim, 2001). Tilgangurinn með framgangs- kerfum og uppbygging þeirra Tilgangurinn með framgangskerfum getur verið margvíslegur eins og sést í töflu 1. Algengasti tilgangurinn er launaröðun. Framgangskerfi þjóna þó oftast öðrum tilgangi líka, svo sem að bæta þjónustuna og auka starfsánægju hjúkrunarfræðinga. Langoftast eru framgangskerfi þróuð innan stofnunar og taka því fyrst og fremst mið af þörfum hennar og hjúkrunarfræðinganna sem þar starfa (sbr. framgangskerfi hjúkrunarfræðinga á íslandi). Færnistig framgangskerfa eru oftast 4-5 (Carryer o.fl., 2002; Goodrich og Ward, 2004; Robinson o.fl., 2003). Starfslýsingar lýsa færnistigum og verður hjúkrunarfræðingur að uppfylla fyrra færnistig til að komast á það næsta sem gerir kröfu um viðbótarfærni. Krugman o.fl. (2000) greina frá endurskoðun á framgangskerfi á háskólasjúkrahúsi í Colorado í Bandaríkjunum. Upphaflega voru fimm færnistig í kerfinu en við endurskoðun var þeim fækkað í fjögur, þ.e. efsta stigið, þar sem krafist var meistaraprófs, var tekið út. Þau fjögur Tímarit hjúkrunarfræðinga - 5. tbl. 83. árg. 2007 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.