Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2007, Blaðsíða 5

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2007, Blaðsíða 5
FORMANNSPISTILL KOMANDI KJARASAMNINGAR Stærsta verkefnið hjá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga (FIH) á næstu mánuðum er undirbúningur fyrir og gerð kjarasamninga. Að margra mati er samningsumhverfið erfiðara en oft áður. Heldur virðist vera að hægja á þenslunni í samfélaginu, hagfræðingar spá áframhaldandi verðbólgu allt að 6 prósentum, stýrivextir eru enn himinháir hér á landi, vextir húsnæðislána fara hækkandi á sama tíma og spáð er verðlækkun á húsnæði vegna vaxta og offramboðs. Húsnæðiskostnaður er stærsti einstaki liðurinn í heimilisbókhaldinu og því má búast við að mörg heimili verði í vanda þegar vextir hækka en veðsettar eignir lækka í verði. Auk þessa er einkaneysla enn mikil. Þó laun hjúkrunarfræðinga hafi hækkað verulega, í prósentum talið, frá síðustu samningum hafa þær hækkanir þó ekki haldið í við hækkanir húsnæðisverðs ef horft er til höfuðborgarsvæðisins. Elsa B. Friðfinnsdóttir Hjúkrunarfræðingar krefjast verulegra hækkanagrunnlaunaíkomandisamningum. Forystumenn ríkisstjórnarflokkanna hafa lýst viljasínum til að horfasérstaklegatil hækkunar launa umönnunarstétta og kvennastétta, auk þess að eyða kynbundnum launamun. Það er skýlaus krafa hjúkrunarfræðinga að þessara markmiða sjáist staður í komandi kjarasamningum við FÍH. Annar þáttur, sem hátt fer í umræðum hjúkrunarfræðinga um bætt kjör, er afsláttur af vinnuskyldu þeirra sem gegna vaktavinnu. Neikvæð áhrif vaktavinnu á heilsufar hafa lengi verið þekkt. Með rannsóknum hefur til að mynda verið sýnt fram á aukna tíðni brjóstakrabbameins hjá konum sem gegna vaktavinnu. Eins er tíðni fósturiáta meiri meðal vaktavinnukvenna. Um 25% allra ríkisstarfsmanna vinna einhverja vaktavinnu og eru hjúkrunarfræðingar stærsti einstaki hópurinn. Á kjararáðstefnu SSN (samtökum norrænna hjúkrunarfélaga), sem haldin var hér á landi dagana 24. og 25. október sl., hélt norski læknirinn Magnar Kleiven athygliverðan fyrirlestur um áhrif vaktavinnu. Hann fjallaði sérstaklega um neikvæð áhrif næturvakta. Hann minnti á áhrif lægri gilda melatóníns í blóði að nóttu, en það hefur m.a. áhrif á svefn, gildi annarra hormóna og ónæmi einstaklingsins. Kleiven sagði norskar tölur sýna að veikindaforföll væru tíðari meðal þeirra sem ynnu næturvinnu en hjá dagvinnufólki. Tíðni sjúkdóma á borð við hjarta- og æðasjúkdóma, meltingafærasjúkdóma, stoðkerfissjúkdóma og vægari geðsjúkdóma væri hærri hjá næturvinnufólki en öðrum. í norskum lögum er lagt bann við því að barnshafandi konur taki næturvaktir á fyrstu mánuðum meðgöngu þar sem rannsóknir sýni að tíðni fósturláta kvenna, sem vinna næturvaktir, er rúmlega 3 sinnum meiri en annarra. Hann dró líka fram að líkamshitinn er hvað lægstur um 3:30 að nóttu og áhrif þess á viðbragðsflýti og auknar líkur á mistökum á þessum tíma sólarhringsins. Kleiven setti fram ýmsar tillögur til úrbóta til að draga úr neikvæðum áhrifum vaktavinnu. Meðal þeirra voru að morgunvaktir byrji kl. 7:00, að hver og einn taki aðeins 1-2 næturvaktir á viku, að sólarhríngsfrí sé regla eftír næturvaktir, að skipt sé um vaktir í samræmi við líkamsklukkuna, að breytingar á vöktum séu reglulegar, að helgarfrí séu eins tíð og mögulegt er, að vaktavinnufólk fari reglulega í heilbrigðisskoðun og að bæta kostinn sem boðið er upp á á næturvöktum. Allar þessar tillögur Kleiven eru mikilvægt innlegg í þá umræðu sem fram fer nú í aðdraganda kjarasamninga um hvernig gera megi vaktavinnuna eftirsóknarverðari. Annar þáttur, sem ræddur var á kjararáðstefnu SSN, var starfsaldur hjúkrunarfræðinga og lífeyrir. í Danmörku hófu hjúkrunarfræðingar gjarnan störf um 25 ára aldur og störfuðu til 65 ára aldurs. Meðallífslíkur voru 78 ár þannig að greiðslur í lífeyrissjóði stóðu alla jafna í um 40 ár en hjúkrunarfræðingar fengu svo greiddan lífeyri í 13 ár. Nú er hins vegar svo komið að meðalaldur hjúkrunarfræðinga, þegar þeir hefja störf, er 32 ár og þeir fara á lífeyri 62 ára. Meðallífslíkur stefna í 85 ár þannig að greiðslur í lífeyrissjóði standa nú aðeins í 30 ár en í stefnir að danskir hjúkrunarfræðingar fái greiddan lífeyri í 23 ár að meðaltali. Leiða má líkur að því að sama þróun sé hér á landi. Meðalaldur brautskráningarnema í hjúkrunarfræði er umtalsvert hærri en áður var og hjúkrunarfræðingar fara fyrr á lífeyri en áður. Fram kom í erindi Elísabetar Guðmundsdóttur á ráðstefnunni Hjúkrun 2007 að á næstu sjö árum muni 147 hjúkrunarfræðingar, sem starfa á Landspítala, ná 67 ára aldri og enn fleiri geti auk þess átt rétt á að fara á lífeyri vegna hinnar svokölluðu 95 ára reglu sem í gildi er í Lífeyrissjóði hjúkrunarfræðinga. Einnig kom fram að meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sem þar starfa, er nú rúm 49 ár og að fámennasti hópur hjúkrunarfræðinga er hópurínn undir 30 ára að aldri. Ofangreint sýnir ótvírætt að starfstími hjúkrunarfræðinga er að styttast og því hefur aldrei verið brýnna en nú að bæta kjör og starfsaðstæðurhjúkrunarfræðingaverulega. Nú reynir á vilja stjórnvalda til að tryggja áframhaldandi gæðaheilbrigðisþjónustu. Nú reynir líka á hjúkrunarfræðinga að sýna samtakamátt og berjast saman fyrir bættum kjörum. Ég óska hjúkrunarfræðingum og öðrum lesendum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Ég þakka samskipti og samstarf á senn liðnu ári. Tímarit hjúkrunarfræðinga - 5. tbl. 83. árg. 2007 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.