Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2007, Blaðsíða 31

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2007, Blaðsíða 31
Áhyggjur En hvað með áhyggjur sem gera okkur lífið oft svo leitt? Við gætum t.d. haft áhyggjur af... • fjölskyldunni • heilsunni • heimsmálunum • útlitinu • að vera ekki nógu klár • að standa okkur ekki nógu vel: í starfi, sem maki, foreldri, dóttir/sonur, vinur/vinkona • að vera ekki nógu skemmtileg • að eiga ekki nóg af peningum • að eiga ekki ínnri frið. Gera áhyggjur gagn? Veita þær okkur öryggi, von og huggun? Leysa þær úr því sem við höfum áhyggjur af? Ekki aldeilis! Áhyggjur gera ekkert gagn og gera oft illt verra, þær eru andstæða trúar og trausts og svo eru þær rammþjófóttar - stela friði, tíma og vellíðan. Hvað er hægt að gera tii að losna við áhyggjur? Áhyggjuleysi er ekki það sama og ábyrgðarleysi. Af hverju að hafa áhyggjur af gærdeginum sem er liðinn? Af hverju að hafa áhyggjur af morgundeginum sem er ókominn? Hvernig væri að reyna að njóta dagsins í dag - grípa hann eins og fornt latneskt máltæki segir: Carpe diem. Að hemja hugsanir og tilfinningar og skapa gleði Hvemig er hægt að hemja neikvæðar hugsanir og tilfinningar og eignast líf í gleði? Ýmsir aðilar hafa komið með tillögur um það. Fyrirgefningin er lykillinn að lífsgleði okkar (Auður Eir Vilhjálmsdóttir, 2004) Ekki búa um sig í myrkrinu (Dómkirkjan, 2004) Betra er að kveikja lítið Ijós en formæla myrkrinu (kínverskur málsháttur) Þakklátur maður er hamingjusamur maður (sr. Þórir Stephensen, 2004) Ekki setjast að í vanlíðaninni heldur ganga út úr henni með því að gera eitthvað - skapa eitthvað - búa til brauð, laga til, fara I gönguferð, fara í heimsóknir (Auður Eir Vilhjálmsdóttir, 2004) Þú getur reitt þig á að þú gleymir því sem þér leiðist ef þú leitar að því sem gleður þig (Úr bókinni Pollýanna eftir Parker, 1945). Trúarskáldið Hallgrímur Pétursson hefur líka lagt orð í belg sem á nútímamáli gæti e.t.v. heitið HP-ráðgjöf. Hann tiltekur þakklæti, að biðja bænir, setja traust sitt á Guð, leita ráða í vanda, bæði hjá Guði og mönnum, varast drambsemi, varast tímasóun, iðrast og bæta ráð sitt þegar þörf krefur. Fyrir nokkrum árum kom fram hugmynd um að gott væri að eiga svokallaðan gleðikassa. Hugmynd að innihaldi slíks kassa gæti verið: uppbyggilegt lesefni, uppbyggilegt efni til að hlusta á/horfa á, eitthvað sem vekur Ijúfar minningar (gömul bréf, teikningar frá börnum, Ijósmyndir), áætlun til að komast út úr vanlíðanínni, þakklætisbók og kraftaverkabók. Þá er hægt að draga fram bókina um hana Pollýönnu, sem margir þekkja, og beita hennar ráðleggingum, en eins og kunnugt er lék hún ákveðinn leik, „gleðileikinn". Þegar erfiðleikar eða leiðindi voru fyrir hendi reyndi hún alltaf að finna eitthvað gleðilegt við það. Hugmyndafræðin að baki leiknum var það sem Pollýanna kallaði „gleðitextana" í Biblíunni en þar kemur fram um 800 sinnum að við eigum að gleðjast og fagna! Jólin geta verið ákjósanlegur tími til að íhuga þetta. Minna má á geðorðin 10 frá Lýðheilsustöð Hugsaðu jákvætt, það er léttara Hlúðu að því sem þér þykir vænt um Haltu áfram að læra svo lengi sem þú lifir Lærðu af mistökum þínum Hreyfðu þig daglega, það léttir lundina Flæktu ekki líf þitt að óþörfu Reyndu að skilja og hvetja aðra í kringum þig Finndu og ræktaðu hæfileika þína Settu þér markmið og láttu drauma þína rætast Hvernig tökum við á móti nýjum degi? Tökum við honum fagnandi og með þakklæti yfir að fá að lifa enn einn dag sem felur í sér svo mörg tækifæri til að geta aukið eigin lífsgæði og lífsgæði annarra, en er það ekki einmitt það sem hjúkrun felur í sér? Eða vöknum við með kvíðahnút í maganum yfir öllum óleystu verkefnunum sem bíða okkar? Mig langar aftur að vitna í Orðskviðina í Bíblíunni en þar er sagt frá einstaklega dugmikilli konu. Fram kemur að „kraftur og tign er klæðnaður hennar og hún fagnar komandi degi“ (Orðskv. 31, 25). Ég hef nú stundum hugsað til þessarar konu þegar ég vakna á morgnana og „set áhyggjuverksmiðjuna" í gang eins og maðurinn minn kallar það! í hnotskurn Hugsanir og tilfinningar eru nátengdar og þær hafa mikil áhrif á líðan, framkomu og samskipti. Neikvæðar tilfinningar geta gert gagn ef þær eru nýttar á réttan hátt. Hægt er að gera ýmislegt til að hemja hugsanir og tilfinningar og skapa gleði jafnvel við erfiðar aðstæður; temja sér að upphefja bjartsýni, jákvæðni, þakklæti og gleði og uppræta neikvæðni, vonleysi og vanþakklæti. Jólin nálgast og því vil ég minna á þann sem kom í þennan heim á hinum fyrstu jólum og sagðist vera kominn til að færa okkur líf í fyllstu gnægð - líf í gleði. Mig langar til að óska þér, lesandí góður, gleðilegra jóla með jólaljóði sem ég samdi við lagið Have yourself a merry little Christmas. Guð þér gefi sanna jólagleði. Óskin mín er sú að þú eignist jólin björt í von og trú. Megir þú nú fyllast jólafriði er hátíð að höndum fer. Fagna komu jólanna í hjarta þér. Jólin lýsa upp myrkrið svart myrkrið verður bjart og hlýtt. Jesús kominn til okkar er, okkur til sín kallar blítt. Jólafriður tekur engan enda um eilífð ríkir hann. Á dýrðardegi opnast okkur himnarann og Drottin sjálfan sjáum birtast daginn þann. Tímarit hjúkrunarfræðinga - 5. tbl. 83. árg. 2007 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.