Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2007, Qupperneq 17

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2007, Qupperneq 17
FRÆÐSLUGREIN verulega hér á landi sem og annars staöar í heiminum (Aöalbjörg Finnbogadóttir og Jón Aðalbjörn Jónsson, 2007; Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 2006; ICN, 2006, 2007). Rannsóknir sýna að menntun, þjálfun og hæfni hjúkrunarfræðinga hefur áhrif á árangur þeirra í starfi og gæði þjónustunnar (Aiken o.fl., 2003; Clarke og Connolly, 2004). Starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga, einkum stjórnun og samskipti, hafa mikil áhrif á líðan þeirra í starfi og árangurinn af þjónustunni (Aiken o.fl., 2001; Gunnarsdóttir, 2006). Jafnframt hafa tækifæri til framhalds- og endurmenntunar jákvæð áhrif á líðan hjúkrunarfræðinga í starfi (Gardulf o.fl., 2005) og starfsánægja hjúkrunarfræðinga eykur festu þeirra í starfi (Shields og Ward, 2001). Hlutfall hjúkrunarfræðinga miðað við fjölda sjúklinga hefur áhrif á árangurinn af þjónustunni og öryggi sjúklinga (Aiken o.fl., 2002; Needleman ofl., 2002). Hér á landi er sífelldur skortur á hjúkrunarfræðingum til starfa og brotthvarf hjúkrunarfræðinga úr starfi er vaxandi vandamál. Nýleg könnun sýnir að algengasta tímabilið, sem hjúkrunarfræðingarflytjasig úrstarfi, ereftir fyrstu 2-5 árin í starfi (Anna Stefánsdóttir og Hrafn Óli Sigurðsson, 2005). Starfsþróun hjúkrunarfræðinga og Ijósmæðra og árangur heilbrigðisþjónustunnar Heilbrigðisyfirvöld, samtök og stofnanir í Bandaríkjunum, Kanada og Evrópu hafa birt fjölmargar skýrslur og rannsóknir um þátt starfsþróunar í stjórnun heilbrigðisþjónustunnar og gildi hennar fyrir árangurinn af þjónustunni. í þessu sambandi má nefna hugmyndina um „magnet“-sjúkrahús sem hefur reynst árangursrík leið til að skipuleggja hjúkrun á sjúkrahúsum, einkum í Bandaríkjunum. Hugmyndina um „magnet“-sjúkrahús má rekja til rannsókna Marlene Kramer og samstarfsfólks hennar um hvaða þættir einkenndu sjúkrahús sem náðu árangri í mönnun hjúkrunarfræðinga og gæði þjónustunnar (Kramer og Hafner, 1989; Kramer og Schmalenberg, 2004). Síðar hafa fleiri rannsakendur einbeitt sér að þessum þáttum og þar ber hæst rannsóknir Lindu Aiken og samstarfsfólks hennar um jákvæð áhrif styrkjandi stjórnunarhátta, nægrar mönnunar, góðra samskipta og sjálfræðis hjúkrunarfræðinga á líðan hjúkrunarfræðinga og öryggi sjúklinga (Aiken, 2002). Einn af grunnþáttunum í rekstri þessara sjúkrahúsa er að leggja áherslu á skipulagða starfsþróun hjúkrunarfræðinga. Á „magnet“-sjúkra- húsum felur starfsþróunin í sér ákveðið skipulag og tækifæri og viðurkenningu á sérhæfingu hjúkrunarfræðinga. Starfsþróunin miðast við persónuleg markmið hvers hjúkrunarfræðings og jafnframt er tryggt nauðsynlegt fjármagn, stuðningur stjórnenda og forystu stofnunar og að til staðar séu margvísleg úrræði til ýmissa þátta starfsþróunar. Sérstök áhersla er lögð á klíníska færni og stjórnunarhæfileika auk þess sem áhersla er lögð á starfsþróun stjórnenda og leiðtoga (American Nurses Credentialing Center, 2005). Svipuð þróun og lýst var hér að ofan hefur átt sér stað f heilbrigðisþjónustunni í ýmsum löndum Evrópu þar sem lögð hefur verið mikil áhersla á starfsþróun hjúkrunarfræðinga. Til dæmis má nefna bresku heilbrigðisþjónustuna (National Institute of Health (NHS)) þar sem starfsþróun hjúkrunarfræðinga er einn af lykilþáttum í rekstri sjúkrahúsanna til að tryggja gæði þjónustunnar og festu hjúkrunarfræðinga í starfi. Starfsþróunin byggist á miðlægu skipulagi innan NHS um menntun og þjálfun í ýmsum grunnatriðum hjúkrunar. Hvert sjúkrahús hefur síðan sértækt skipulag um starfsþróun hjúkrunarfræðinga (http:// www.hhsu.nhs.uk, sótt 20. júlí 2005). Hér á landi höfum við átt því láni að fagna að framþróun í menntun hjúkrunarfræðinga hefur fleygt hraðar fram en víðast annars staðar. Menntun og þjálfun hjúkrunarfræðinga fer fram í háskólum í samvinnu við heilbrigðisstofnanir. Undanfarna áratugi hefur háskólamenntuðum hjúkrunarfræðingum fjölgað mjög. Samkvæmt upplýsingum frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga eru nú um 70% allra hjúkrunarfræðinga á landinu með BSc-próf, 5% með MSc-próf og 0,5% hafa lokið doktorsprófi (upplýsingar frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga, júní 2005). Samhliða jákvæðri þróun í menntamálum hér á landi hefur framboð á námskeiðum og ráðstefnum á sviði hjúkrunar farið vaxandi. Hjúkrunarfræðingar hafa fjölmörg tækifæri til starfsþróunar og ný rannsókn á LSH bendir til þess að hjúkrunarfræðingar þar séu almennt nokkuð ánægðir með tækifæri til starfsþróunar (Gunnarsdóttir, 2006). Hins vegar eru vísbendingar um að bæta megi upplýsingar um þessi tækifæri, samþætta og efla samstarf aðila og skerpa stefnu og kröfur heilbrigðisstofnana um starfsþróun hjúkrunarfræðinga. Ljóst er að tækifærum hjúkrunarfræðinga til starfsþróunar hefur fjölgað mjög undanfarin ár. Má þar nefna bætt aðgengi að upplýsingum um rannsóknir og nýja þekkingu, vaxandi fjölda námskeiða innan lands og utan, upplýsingar og námstækifæri tengd veraldarvefnum, tækifæri til þjálfunar og handleiðslu sem og aukið framboð háskóla á námsleiðum til sérhæfingar. Markmið starfsþróunar og starfsþróunarlíkön Markmið starfsþróunar geta verið mismunandi (sjá grein Helgu Bragadóttur og Lilju Stefánsdóttur í þessu tölublaði). Burtséð frá því hver meginmarkmið starfsþróunar hjúkrunarfræðinga eru, er sli'k starfsþróun hluti af skipulagi heilbrigðisstofnana og miðar að því að bæta gæði þjónustunnar, öryggi sjúklinga og ánægju hjúkrunarfræðinga og festu í starfi (Campbell og Mackay, 2001). Ýmsar aðferðir og leiðir eru notaðar í sambandi við starfsþróun, s.s. einstaklingsráðgjöf eða þjálfun, hópráðgjöf, hópstuðningur og fræðsla eða aðstoð við formlega menntun. Æskilegt er að starfsþróun hefjist strax í námi og haldi áfram allan starfsferil hjúkrunarfræðingsins. Sett hafa verið fram fimm stig starfsþróunar sem sýnd eru á mynd 1. Starfsþróunarlíkön hafa verið sett fram til að hjálpa fólki að gera sér grein fyrir faglegri stöðu sinni, hvaða óskir það hefur um faglega stöðu sína, hvaða möguleikar bjóðast, hvert það vill og getur stefnt og að setja fram raunhæf markmið og áætlun um starfsþróun (Donner og Wheeler, 2001 b; Hall o.fl., 2004; O’Connor, 2004). Tímarit hjúkrunarfræðinga - 5. tbl. 83. árg. 2007 15

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.