Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2007, Blaðsíða 53

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2007, Blaðsíða 53
RITRÝNDAR FRÆÐIGREINAR Niðurstöður Meðalaldur sjúklinga var 83,0 +/- 7,9 ár. Vannæring var greind hjá 35 (58%) sjúklingum með fullu næringarmati, eða 55% karla og 61 % kvenna. Vannærðir sjúklingar höfðu lægri LÞS, minna albúmín og prealbúmín í blóðsermi, færri eitlafrumur í heild, þynnri húðfellingar yfir þríhöfða (triceps) og minna ummál upphandleggsvöðva, og voru einnig eldri en vel nærðir sjúklingar (sjá töflu 1). Þeir höfðu oftar tapað þyngd ósjálfrátt, minni matarlyst og höfðu í fleiri tilvikum nýlega gengist undir skurðaðgerð heldur en þeir vel nærðu. Ekki var merkjanlegur munur á breytum karla og kvenna nema hvað konur virtust þjást meira af lystarleysi heldur en karlar (47% á móti 23%, p = 0,059). Hæfni stakra breytna til að greina vannæringu hjá öldruðum sjúklingum á sjúkrahúsinu var yfirleitt lág, að undanskildum mælingum á heildarfjölda eitlafrumna þar sem næmi reyndist 77% og sértæki 68%. Aðhvarfslikan Breyturnar LÞS, ósjálfrátt þyngdartap, lystarleysi og nýleg skurðaðgerð voru notaðar í fjölþátta línulega aðhvarfsgreiningu. Eftirfarandi flokkunarbreytur voru notaðar: ósjálfrátt þyngdartap (já = 0, nei = 1), skurðaðgerð nýlega (já = 1, nei = 0), lystarleysi (já = 1, nei = 0). LÞS, ósjálfrátt þyngdartap, lystarleysi og skurðaðgerð voru marktæk spágildi fyrir niðurstöðu úr fullu næringarmati. R2 var 60,1%. Leif var normaldreifð (Kolmogorov-Smirnov-próf: R = 0,915). Aðharfslíkanið hefur áður verið sýnt (Thorsdottir o.fl., 2005). RAi Flestar breyturnar í RAI-mælitækinu skiptu ekki máli fyrir rannsóknarhópinn. Ástæðan er sú að aðeins minnihluti hópsins þurfti á næringu að halda gegnum slöngu í meltingarveg eða í æð og það eru lykilspurningar í RAI. Aðeins 1 til 7 sjúklingar af 60 höfðu þjáðst af næringarvandamáli, sem skilgreint er með RAI, öðru en „Fæða ekki borðuð", en ekki var mikill munur á því vandamáli hjá vel nærðum og vannærðum sjúklingum í þessu úrtaki. Almennar spurningar í RAI (LÞS og breyting á þyngd) sýndu marktæk tengsl við næringarmat eins og þær gerðu í öðrum skimunartækjum. Til að útbúa skimunartæki, sem byggt væri á RAI-breytum, voru LÞS, ósjálfrátt þyngdartap (merkt sem já = 1 og nei = 0) og skurðaðgerð nýlega (merkt sem já = 1 og nei = 0) notuð í margþátta línulega aðhvarfsgreiningu. Ekki er spurt um skurðaðgerð nýlega í RAI-mati en auðveldlega er hægt að spyrja sjúklinginn eða finna svarið á annan hátt. Þessi viðbót við RAI-mat eykurforspárgildi um vannæringu verulega. LÞS, ósjálfrátt þyngdartap og skurðaðgerð Tafla 1. Líkamsmál og klínískar mælingar hjá vannærðum og vel nærðum sjúklingum Sjúklingar (N = 60) Meðaltal ± staðalfrávik p-gildi Aldur (ár) vannærðir (n = 35) 85,6 ± 7,4 0,002 vel nærðir (n = 25) 79,3 ± 7,1 LÞS (kg/m2) vannærðir (n = 35) 22,9 ± 4,7 0,001 vel nærðir (n = 25) 27,2 ± 5,0 Ósjálfrátt þyngdartap vannærðir (n = 35) 46,8% 0,001 (hlutfall þeirra sem svöruðu játandi) vel nærðir (n = 25) 0,0% Albúmín (g/L) vannærðir (n = 35) 31,7 ± 3,0 0,012 vel nærðir (n = 25) 33,9 ± 3,5 Prealbúmín (mg/L) vannærðir (n = 35) 222 ± 67 0,009 vel nærðir (n = 25) 274 ± 78 Heildarfjöldi eitlafrumna (x 109/L) vannærðir (n = 35) 1,51 ± 0,58 0,003 vel nærðir (n = 25) 2,03 ± 0,72 Ummál upphandleggsvöðva (cm) vannærðir (n = 35) 21,6 ± 4,3 0,008 vel nærðir (n = 25) 24,5 ± 3,5 Þykkt húðfellingar yfir þríhöfða (mm) vannærðir (n = 35) 17,0 ± 5,4 0,004 vel nærðir (n = 25) 22,1 ± 7,4 Skurðaðgerð nýlega vannærðir (n = 35) 20,0% 0,017 (hlutfall þeirra sem svöruðu játandi) vel nærðir (n = 25) 0,0% Lystarleysi vannærðir (n = 35) 51,4% 0,014 (hlutfall þeirra sem svöruðu játandi) vel nærðir (n = 25) 20,0% Tímarit hjúkrunarfræðinga - 5. tbl. 83. árg. 2007 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.