Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2007, Blaðsíða 52

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2007, Blaðsíða 52
á öðrum breytum sem fólu í sér mat á næringarástandi til að greina vannæringu ( styrkur > 0,95, p< 0,05 ). Matstæki Mat á næringarástandi Fullt mat á næringarástandi felur í sér mælingar á eftirtöldum breytum: líkamsþyngdarstuðli (LÞS), upplýsingum um ósjálfrátt þyngdartap, þykkt húðfellingar yfir þríhöfða (triceps), ummáli upphandleggsvöðva, albúmín í blóðsermi, prealbúmín í blóðsermi og heildarfjölda eitilfrumna (Thorsdottir o.fl., 1999, 2001). Gerð hefur verið grein fyrir niðurstöðum þessarar rannsóknar er varðar efnagreiningu á blóði annars staðar (Thorsdottir o.fl., 2005). Breyturnar tengjast vannæringu og hjúkrunarþörf, lengd sjúkrahúslegu og dánartíðni, og eru þess vegna, sem sjö sameiginlega mældar breytur, viðurkennt matstæki til að meta næringarástand. Sjúklingar voru skilgreindir vannærðir þegar þrjár eða fleiri af breytunum sjö voru undir viðmiðunarmörkum. Skimun Þrjú mismunandi skimunartæki voru notuð: Skimun eftir vannæringu (á ensku: Screening Sheet for Malnutrition (SSM)) er matstæki sem var útbúið á næringarstofu Landspítala til að finna vannærða sjúklinga við innlögn á sjúkrahúsið (Thorsdottir o.fl., 1999) og vannærða sjúklinga með langvinna lungnateppu (Thorsdottir o.fl., 2001) en í upphafi var stuðst við rannsókn Elmore og félaga (1994). SSM byggist á eftir töldum breytum: LÞS, ósjálfráðu þyngdartapi, aldri, óþægindum frá meltingarvegi, erfiðleikum við að matast, upplýsingum um sjúkrahúsdvöl og hvort viðkomandi hafi nýlega gengist undir stóra skurðaðgerð. MNA-matstækið (Mini Nutrition Assessment) var útbúið þannig að fljótlegt væri að meta næringarástand aldraðra (Guigoz o.fl., 2002). Það er byggt upp af fjórum atriðum: líkamsmálum, heildrænu mati, spurningum um næringu og huglægu mati. Þriðja matstækið voru síðan nokkur atriði úr RAI-mælitækinu. Þessi atriði vörðuðu þyngdar- og hæðarbreytingar, munnvandamál og erfiðleika við að matast ásamt því hvort viðkomandi þyrfti næringu um slöngu í meltingarveg eða í æð. Gagnasöfnun og framkvæmd Deildarstjóri eða sá rannsakandi, sem starfaði á viðkomandi deild, hafði samband við sjúklinga sem lögðust inn á rannsóknartímabilinu og bauð þeim þátttöku. Sjúklingum voru veittar skriflegar og munnlegar upplýsingar um rannsóknina og þeir gáfu skriflegt samþykki sitt. Þátttaka fól ekki í sér áhættu, inngrip var einungis ein blóðprufa og þess var vandlega gætt að varðveita persónuleynd allra þátttakenda. Ávinningur fyrir þátttakendur var heldur ekki að öðru leyti en því að ef blóðprufur voru utan viðmiðunarmarka var brugðist við því. Vísindasiðanefnd Landspítala veitti leyfi fyrir rannsókninni. Sjúklingar voru hæðarmældir og vigtaðir á sjúkrahúsinu á venjulegum stöðluðum baðvogum. Þyngdartap var skráð ef ósjálfrátt þyngdartap var meira en 5% á undanförnum mánuðum. Ummál upphandleggs (cm) var mælt með málbandi og þykkt húðfellingar yfir þríhöfða (triceps) (mm) með „Lange skinfold calliper". Blóðsýni voru tekin og efnagreind eins og áður hefur verið lýst (Lukaski, 1987; Thorsdottir o.fl., 2005). Þrjú mismunandi skimunartæki, sem lýst var hér að ofan, voru lögð fyrir þátttakendur. Úrvinnsla Tölfræðileg greining Hugbúnaðurinn MS Exel fyrir Windows 2000 og SPSS 10.0 var notaður við tölfræðilega útreikninga og til að finna sjúklinga sem voru undir viðmiðunargildum ýmissa breytna. Næmi og sértæki voru reiknuð tii að meta skimunartækin (Watson og Tang, 1980; Thorsdottir o.fl., 1999). Næmi segir til um hve marga vannærða sjúklinga skimunarblaðið greinir rétt og sértæki hve marga vel nærða það greinir rétt. Næmi og sértæki einstakra breytna, sem notaðar eru í fullu mati á næringarástandi, var einnig prófað til samanburðar við skimunaraðferðirnar. Komið hefur fram í rannsóknum að besta viðmiðunargildi skimunar til að meta vannæringu er töluvert háð sjúklingahópum (Thorsdottir o.fl., 2001; 2005), þess vegna var næmi og sértæki mismunandi viðmiðunargilda prófað og bestu gildi valin. Dreifing samfelldra breytna var prófuð með Kolmogorov- Smirnov-prófi. Óháð t-próf (samfelldar breytur) og krosstöflur með kíkvaðrattölfræði (flokkunarbreytur) voru notaðar til að meta mun á vannærðum og vel nærðum sjúklingum og einnig muninn á körlum og konum. Tengslin milli skimunaraðferða og fulls mats á næringarástandi voru reiknuð út með því að nota krosstöflur ásamt „fí-stuðli“. Tölfræðilegum aðferðum hefur áður verið lýst (Thorsdottir o.fl., 2005). Samsetning nýs matstækis Stefnt var að því að útbúa hentugt skimunartæki til að greina vannæringu aldraðra á deildum Landspítala. Helst átti tækið að innihalda færri spurningar ásamt því að vera næmara og sértækara en fyrirliggjandi skimunartæki sem prófuð voru í rannsókninni. Aðferðinni til að greina hvaða spurningar skipta mestu til að meta næringarástand aldraðra hefur áður verið lýst (Thorsdottir o.fl., 2005). Til að greina þær spurningar, sem mestu máli skipta til að meta næringarástand, var í fyrsta lagi prófað hvort skimunarspurning sýndi marktækan mun á vannærðum og vel nærðum sjúklingum (óháð t-próf og krosstöflur með kíkvaðrati). í öðru lagi var prófuð fylgni skimunarpurningar við fullt næringarmat (Pearson-fylgnistuðull). Jafna, sem spáir fyrir um fullt mat á næringarástandi, var gerð með margþátta línulegri aðhvarfsgreiningu. Breytur eða skimunarspurningar, sem sýndu marktækan mun á vannærðum og vel nærðum sjúklinga eða höfðu sterka fylgni við fullt mat á næringarástandi, voru notaðar í jöfnuna. Þegar tvær breytur voru tengdar var aðeins sú breyta, sem hafði sterkari fylgni við fullt mat á næringarástandi, notuð í línulegu aðhvarfsgreiningunni. Aldur og kyn var fært inn í aðhvarfsgreininguna óháð fylgni og t-prófi. Útkoma úr fullu mati á næringarástandi var háða breytan. Dreifing leifar var prófuð með Kolmogorov-Smirnov-prófi. Þar sem útreikningar jöfnunnar F = bO + b1x1 + b2x2 + ... bnxn henta ekki í klínísku starfi var jafnan einfölduð. Aðferðunum, sem notaðar voru til að útbúa nýja jöfnu, hefur áður verið lýst (Thorsdottir o.fl., 2005). 50 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 5. tbl. 83. árg. 2007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.