Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2007, Blaðsíða 33

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2007, Blaðsíða 33
Margir aðilar hafa þó lagt sitt af mörkum til að reyna að aðstoða tóbaksfíkla til betra lífs án tóbaks. Reynslan sýnir að margir vilja hætta að reykja, margir hafa reynt nokkrum sinnum og mismunandi er hvaða leið hentar hverjum og einum. Reykleysismeðferð þarf að vera einstaklingsbundin. Misjafnt er hvaða aðferð hentar því einstaklingarnir eru ólíkir og hafa mismunandi þarfir. Þær leiðir, sem hafa verið í boði, eru m.a. námskeið Krabbameinsfélagsins, NFLÍ í Hveragerði, Reykjalundar, Miðstöðvar mæðraverndar, lungna- og berklavarnadeildar Heilsugæslunnar, InPro og fleiri aðila; ráðgjöf lyfjafræðinga f apótekum og svo er eitthvað um að læknar og hjúkrunarfræðingar á heilsugæslustöðvum sinni tóbaksmeðferð.Eins hefur verið í boði frá árinu 2000 síma- ráðgjöfin Ráðgjöf í reykbindindi - 8006030 (Reyksíminn) þar sem sérhæfðir hjúkrunarfræðingar veita þeim sem vilja hætta að reykja eða nota annað tóbak ráðgjöf, stuðning og eftirfylgd. Nú síðast í sumar var þjónustutíminn lengdur og er nú opið alla virka daga frá kl. 17-20. Lýðheilsustöð, heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, landlæknisembættið og Heilbrigðisstofnun Þingeyinga standa að þessari þjónustu. Einnig hafa ýmsir aðilar gefið út töluvert af bæklingum og góðu fræðsluefni til aðstoðar. Nokkrir aðilar hafa líka verið með efni á netinu sem hægt er að nýta sér, m.a. Lýðheilsustöð og Reyksíminn. Fleiri leiðir standa þeim sem vilja hætta til boða, s.s. nikótínlyfjameðferð með Nicorette og Nicotinell, nikótínlausu lyfin Zyban og Champix, efnið Nicobloc sem sett er í síu sígarettunnar, auk þess sem sumir hafa nýtt sér óhefðbundnari aðferðir, s.s. nálastungur. Núna hefur ein leið enn bæst við í flóruna sem á örugglega eftir að hjálpa mörgum í baráttunni við tóbakið. Lýðheilsustöð stóð fyrir því myndarlega verkefni að þýða og staðfæra norska heimasíðu sem veitir fólki aðstoð við að hætta að reykja eða hætta annarri tóbaksnotkun. Vefurinn reyklaus.is er ókeypis gagnvirk nettengd þjónusta sem veitir upplýsingar um leiðir til að hætta. Þar geta þeir sem vilja tekið ýmis próf um reykingar og tóbaksneyslu og þeir sem vilja hætta tóbaksneyslu geta fengið stuðning og aðstoð við það. Ef einstaklingur skráir sig í meðferð til að hætta tóbaksnotkun á reyklaus.is hefst undirbúningstímabilið og fær þá viðkomandi sendan einstaklingsmiðaðan stuðning í tölvupósti. Auk þess er að finna á vefnum dagbók, gestabók og spjallsvæði þar sem þátttakendur geta deilt reynslu sinni og fengið stuðning frá öðrum í sömu sporum. Einstaklingnum er síðan fylgt eftir með tölvupósti daglega í um tvo mánuði en síðan með ákveðnu millibili allt upp í ár frá því að reykbindindi hófst. Einnig er hægt að hafa samband við ráðgjafa Reyksímans til að fá frekari stuðning eða ráðgjöf í síma 8006030 eða með tölvupósti: reyklaus@reyklaus.is eða 8006030@heilthing.is. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra opnaði reyklaus.is formlega fyrir almenning 4. september 2007. Reyksíminn hefur tekið að sér að hafa umsjón með vefnum reyklaus.is og vera bakhjarl hans. Það er von okkar sem stöndum að þessum gagnvirka vef að hann muni nýtast vel þeim sem hafa hug á að hefja nýtt líf án tóbaks. Þessi þjónusta er ókeypis og er til staðar þegar viðkomandi hentar, óháð búsetu og efnahag. Reynslan erlendis, t.d. í Noregi og Svíþjóð, sýnir að gagnvirkar heimasíður hafa verið vel nýttar og niðurstöður rannsókna benda til þess að aðgerðir til að aðstoða fólk til reykleysis á netinu séu árangursríkar. Á íslandi hefur mikill meirihluti landsmanna aðgang að netinu og margir nýta sér netið nú þegar til leita að heilbrigðisupplýsingum. Einnig er Ijóst að fjöldi manns er reiðubúinn að nýta sér heilbrigðisþjónustu á netinu. Eins er það von okkar að vefsíðan og Reyksíminn muni styðja vel við starf annarra sem starfa að tóbaksmeðferð á íslandi. Mjög mikilvægt er að heilbrigðisstarfsfólk sé vel upplýst um hvaða leiðir eru fyrir hendi til hjálpar þeim sem vilja hætta að reykja eða nota annað tóbak. Mikilvæg heilbrigðishvatning felst í því að heilbrigðisstarfsfólk ráðleggi fólki sem reykir, að reyna að hætta og veita því jafnframt upplýsingar um hvaða aðstoð er hægt að fá og hvar. Rannsóknir hafa sýnt að hvatning frá heilbrigðisstarfsfólki til fólks um að hætta tóbaksnotkun skiptir verulegu máli og er eitt af því mikilvægasta sem heilbrigðisstarfsmaður getur gert til að efla heilbrigði skjólstæðinga sinna. Höfundur er hjúkrunarfræðingur, ráðgjafi og verkefnisstjóri Reyksímans ££>ejar ancffáí Ser að fiöncfum Onnumst aíía fiœtti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Hugrúnjónsdóttir Guðmundur Baldvinsson Þorsteinn Elísson útfararþjónusta útfararþjónusta útfararþjónusta Ellert Ingason útfararþjónusta Amór L. Pálsson framkvæmdastjóri ísleifur Jónsson Frímann Andrésson Svafar Magnússon útfararstjóri útfararþjónusta útfararþjónusta Tímarit hjúkrunarfræðinga - 5. tbl. 83. árg. 2007 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.