Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2007, Blaðsíða 59
■y
Symbicort Turbuhaler SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Skammtar og lyfjagjöf
Astmi: Meðferðarnálgun með Symbicort er tvíþætt:
A. Viðhaldsmeðferð með Symbicort: Symbicort er notað sem regluleg viðhaldsmeðferð með stöku, skjótvirku berkjuvíkkandi lyfi sem bráðalyfi.
B. Viðhaldsmeðferð og meðferð eftir þörfum við einkennum (reliever therapy) með Symbicort: Symbicort er notað sem regluleg viðhaldsmeöferö og eftir þörfum sem svörun við einkennum.
A. Viðhaldsmeðferð með Symbicort. Ráölagðir skammtar: FullorÖnir (18 ára og eldri): 1-2 skammtar til innöndunar tvisvar sinnum á sólarhring. Vera má að sumir sjúklingar þurfi aö hámarki allt að 4 skammta til innöndunar tvisvar sinnum á sólarhring.
Unglingar (12-17 ára): 1-2 skammtar til innöndunar tvisvar sinnum á sólarhring. Böm (6 ára og eldri): Lægri styrkleiki er fáanlegur fýrir börn 6-11 ára.
B. Viðhatdsmeðferð og meðferð eftir þörfum við einkennum (reliever therapy) með Symbicort. Sjúklingar nota daglegan viðhaldsskammt af Symbicort og að auki Symbicort eftir þörfum sem svörun viö einkennum. Ráöleggja á sjúklingum að hafa
Symbicort ávallt meðferðis til notkunar sem bráðalyf. Ráölagöir skammtar.Fullorönir (18 ára og eldri): Ráðlagður viðhaldsskammtur er 2 skammtar til innöndunar á sólarhring, annað hvort sem einn skammtur til innöndunar aö morgni og kvöldi eða 2
skammtar til innöndunar annað hvort aö morgni eða kvöldi. Vera má að sumir sjúklingar þurfi 2 skammta til innöndunar tvisvar sinnum á sólarhring sem viöhaldsskammt. Sjúklingar eiga að nota 1 viöbótarskammt til innöndunar eftir þörfum sem svörun við
einkennum. Ef einkenni hverfa ekki eftir nokkrar mínútur á að nota viðbótarskammt til innöndunar. Ekki má nota fleiri en 6 skammta til innöndunar í hvert skipti. Yfirleitt þarf heildarsólarhringsskammturinn ekki aö vera stærri en 8 skammtar til innöndunar,
þó má vera að þörf sé á að heildarsólarhringsskammtur sé allt aö 12 skammtar til innöndunar í takmarkaöan tíma. Mæla á sterklega meö aö sjúklingar sem nota fleiri en 8 skammta á sólarhring leiti læknls. Endurmeta á meöferð þeirra og endurskoða
viðhaldsmeðferðina. Börn og unglingar yngri en 18 ára: Ekki er mælt meö notkun Symbicort viöhaldsmeðferðar og meðferðar eftir þörfum viö einkennum handa börnum og unglingum. Langvinn lungnateppa: Fullorðnir: 2 skammtar til innöndunar tvisvar
sinnum á sólarhring. Varnaðarorð og varúðarreglur: Mælt er með að skammtar séu minnkaðir smám saman þegar meðferð er hætt og ekki ætti að hætta meöferö skyndilega. Ef sjúklingur telur að meöferð skili ekki viðunandi árangri eða notar meira en
stærsta ráölagðan skammt af Symbicort, skal hann leita læknis. Skyndileg og áframhaldandi versnun á stjórn astma eða langvinnrar lungnateppu getur verið lífshættuleg og brýnt er að meðferö sjúklingsins sé endurmetin. í slíkum tilvikum skal hafa í huga
þörf á aukinni meðferö meö barksterum, t.d. með barksterum til inntöku til skamms tíma eða sýklalyfjameöferö ef sýking er til staðar. Ráöleggja á sjúklingum að hafa ávallt meöferðis innöndunarstauk til notkunar í bráöatilvikum, annað hvort Symbicort
(fyrir sjúklinga meö astma sem nota Symbicort sem viðhaldsmeðferð og meðferö eftir þörfum við einkennum) eöa stakt, skjótvirkt berkjuvíkkandi lyf (fyrir alla sjúklinga sem aðelns nota Symbicort til viðhaldsmeöferðar). Minna á sjúklinga
aö nota viðhaldsskammtinn af Symbicort eins og læknir hefur ávísað, einnig þegar einkenni eru ekki til staðar. Fyrirbyggjandi notkun Symbicort, t.d. fyrir áreynslu hefur ekki veriö rannsökuð. Notkun Symbicort eftir þörfum viö einkennum
er ætlaö sem svörun við astmaeinkennum en er ekki til reglulegrar fyrirbyggjandi notkunar t.d. fyrir áreynslu. Til slíkra nota skal hafa í huga notkun staks, skjótvirks berkjuvíkkandi lyfs. Ekki á aö hefja meðferö meö Symbicort meðan á
versnun stendur. Eins og viö á um önnur lyf til innöndunar getur komið fram óvæntur berkjukrampi með auknum öndunarerfiöleikum strax eftir innöndun skammts. Þá skal hætta meöferð með Symbicort, endurmeta meöferðina og veita
annars konar meðferö ef nauðsyn krefur. Almenn áhrif geta komið fram viö notkun hvaöa barkstera til innöndunar sem er, sérstaklega þegar stórir skammtar eru notaðir í langan tíma. Þessi áhrif koma miklu síður fram viö meöferð til • ' -5
innöndunar heldur en við notkun barkstera til inntöku. Hugsanleg almenn áhrif eru m.a. bæling nýrnahettna, seinkun á vexti hjá börnum og unglingum, minnkuö steinefnaþéttni í beinum, drer og gláka. Mælt er meö að fylgst sé reglulega
með hæð barna sem fá langvarandi meöferö meö barksterum til innöndunar. Ef hægist á vexti á að endurmeta meðferðina meö þaö að markmiði aö minnka skammtinn af barkstera til innöndunar. Meta skal vandlega ávinnlng af barkstera
meðferð á móti hugsanlegri hættu á vaxtarbælingu. Auk þess skal meta hvort vísa eigi sjúklingnum til barnalæknis sem er sérfræðingur í öndunarsjúkdómum. Takmarkaðar upplýsingar úr langtíma rannsóknum gefa til kynna að flest
börn og unglingar sem fá meðferö meö budesonidi til innöndunar muni aö lokum ná eðlilegri hæð sinni (target height) við fullorðinsaldur. Samt sem áður hefur sést að lítillega og tímabundið getur hægt á vexti í upphafi (um þaö bil 1 cm).
Þetta kemur venjulega fram á fyrsta ári meöferðar. Hafa skal í huga hugsanleg áhrif á beinþéttni sérstaklega hjá sjúklingum sem nota stóra skammta í langan tíma og sem hafa aöra áhættuþætti fýrir beinþynningu. Langtíma rannsóknir á
áhrifum budesonids til innöndunar hjá börnum sem fengu aö meðaltali 400 míkrógrömm (afmældur skammtur) á sólarhring og fullorðnum sem fengu 800 míkrógrömm (afmældur skammtur) á sólarhring hafa ekki bent til neinna marktækra
áhrifa á steinefnaþéttni beina. Ekki liggja fyrir upplýsingar um áhrif Symbicort í stærri skömmtum. Ef minnsta ástæða er til að ætla að starfsemi nýrnahettna sé skert eftir fyrri meöferöir meö stera til Inntöku, skal gæta varúöar þegar skipt
er í meðferð meö Symbicort. Ávinningur meðferðar meö budesonidi til innöndunar lágmarkar venjulega þörf á sterum til inntöku, en hjá sjúklingum sem eru aö hætta aö nota stera til inntöku getur hættan á skertrl starfseml nýrnahettna
varaö í töluverðan tíma. Sjúklingar sem áöur hafa þurft á stórum skömmtum af barksterum í bráöatilvikum aö halda eða fá meöferð með stórum skömmtum af barksterum til innöndunar til langs tima geta einnig veriö í hættu. Hafa á í huga
hugsanlega þörf á viöbótarmeöferð með barksterum til inntöku á álagstímum og í kringum fyrirfram ákveönar skurðaðgerðir. Til þess að lágmarka hættu á candidasýkingu í munnkoki á aö leiöbeina sjúklingum um aö skola munn með
vatni eftir innöndun viöhaldsskammtsins. Ef þruska í munnkoki kemur fram eiga sjúklingar einnig að skola munninn með vatni eftir skammta til innöndunar eftir þörfum. Forðast á samhliða notkun með itraconazoli og ritonaviri eða öðrum
öflugum CYP3A4 hemlum (sjá kafla 4.5 Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir). Ef þaö er ekki mögulegt ætti tími á milli þess sem lyfin eru notuð aö vera eins langur og unnt er. Hjá sjúklingum sem nota öfluga CYP3A4 hemla
er ekki mælt meö notkun Symbicort sem viöhaldsmeðferðar og meöferðar eftir þörfum við einkennum. Gæta skal varúðar við notkun Symbicort handa sjúklingum með skjaldvakaóhóf, krómfíklaæxli (phaeochromocytoma), sykursýki,
ómeöhöndlaða blóðkalíumlækkun, ofvaxtarhjartavöðvakvilla með teppu, sjálfvakta neöanósæöarþröng (idiopathic subvalvular aortic stenosis), alvarlegan háþrýsting, slagæðagúlp eða aöra alvarlega hjarta- og æðasjúkdóma, eins og
blóðþurröarhjartasjúkdóm. hraösláttartruflanir eða alvarlega hjartabilun. Gæta skal varúöar viö meðferð sjúklinga meö lengingu á QTc-bili. Formoterol getur valdið lengingu á QTc-bili. Endurmeta skal þörf og skammta af barksterum til
innöndunar hjá sjúklingum með virka eða óvirka lungnaberkla, sveppa- eöa veirusýkingar í öndunarvegum.Hætta á alvarlegri blóðkalíumlækkun er hugsanleg eftir stóra skammta af beta2-örvum. Samhliða meöferö með beta2-örvum og
lyfjum sem geta valdiö blóðkalíumlækkun eða auka áhrif blóökalíumlækkunar t.d. xantín-afleiður, sterar og þvagræsilyf geta aukiö hugsanleg blóökalíumlækkandi áhrif beta2-örva. Mælt er með aö sérstakrar varúöar sé gætt við óstööugan
astma þegar notkun skjótvirks berkjuvíkkandi lyfs er breytileg, við bráöan alvarlegan astma þar sem súrefnisskortur getur aukið hættuna og í öðrum tilvikum þegar líkur á aukaverkunum vegna blóökalíumlækkunar eru auknar. Mælt er
meö eftirliti meö kalíumgildum í sermi viö þessar krlngumstæður. Eins og vlö á um alla beta2-örva, ætti að hafa í huga að auka tíðni blóösykursmælinga hjá sykursjúkum. Symbicort Turbuhaler inniheldur mjólkursykur (<1 mg/innöndun).
Þetta magn hefur venjulega ekki vandamál í för með sér hjá einstaklingum með mjólkursykursóþol. Júní 2007.
Pakkningar og verð: Symbicort Turbuhaler: Innöndunarduft 160/4,5 míkrógrönn/innöndun, 120 skammtar: 7.620 kr.; 360 skammtar (3x120): 20.226 kr. Afgreiðslumáti: R. Greiðsluþátttaka: B. Júní 2007.
Handhafi markaðsleyfis: AstraZeneca A/S, Albertslund, Danmörk. Umboð á íslandi: Vistor hf„ Hörgatúni 2, Garöabæ. Nánari upplýsingar er aö finna íSérlyfjaskrá, www.seriyfjaskra.is.
AstraZeneca 2