Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2007, Blaðsíða 40

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2007, Blaðsíða 40
Ragnheiður Alfreðsdóttir, ragnalf@krabb.is Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélags íslands Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélags íslands tók til starfa í endurgerðu húsnæði Krabbameinsfélagsins í haust sem leið en var formlega opnuð 15. nóvember. Þjónustan er fyrir þá sem greinast með krabbamein og aðstandendur þeirra. Starfsemi Ráðgjafarþjónustunnar er margþætt. f fyrsta lagi eru fastráðnir starfsmenn sem eru hjúkrunarfræðingurog félagsráðgjafi en einnig eru aðrirfagaðilar, eins og sálfræðingur og næringarráðgjafi, ráðnir sem verktakar eftir því sem þörf er á. í Ráðgjafarþjónustunni gefst tækifæri til að hitta aðra sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur með svipaða reynslu. í öðru lagi vinnur Ráðgjafarþjónustan í samvinnu við stuðningshópa Krabba- meinsfélagsins og svæðafélög um land allt. Stuðningshóparnir hafa aðsetur í húsnæði Ráðgjafarþjónustunnar og eru með viðveru á föstum tímum að degi til en námskeið, fundi og uppákomur á kvöldin og um helgar. Tilgangur þjónustunnar er að veita upp- lýsingar, ráðgjöf, viðtöl, andlegan og sálfélagslegan stuðning, námskeið og hvatningu til sjálfshjálpar. Markmiðið er að sinna þörfum hvers og eins til að ná jafnvægi og koma stjórn á eigið líf í því umróti sem greining krabbameins getur valdið. Dagskrá Ráðgjafarþjónustunnar er fjöl- breytt. Má þar nefna sex vikna ræðu- og sjálfstyrkingarnámskeið, hugræna atferlismeðferð gegn þunglyndi og kvíða þar sem lögð er áhersla á þarfir þeirra sem greinast með krabbamein, hugleiðslu sem fólk getur síðan stundað heima, sálrænan stuðning eða áfallahjálp og listmeðferð. Einu sinni í viku er opinn umræðufundur Ragnheiður Alfreðsdóttir, hjúkrunarfræðingur og sviðsstjóri í þriðja lagi er lögð áhersla á að þjónustan er fyrir alla landsmenn óháð búsetu og því er hægt að notfæra sér gjaldfrjálsan síma og tölvupóst til að fá þjónustuna. Náið samstarf er við stuðningsfélög úti um allt land, og heimsóknir út á land með fræðslu og fyrirlestra er hluti af þeirri þjónustu sem er veitt. Reynslan hefur sýnt að það er ekki eingöngu fólk búsett á íslandi sem nýtir sér þjónustuna heldur berast einnig fyrirspurnir frá íslendingum erlendis. um hagnýtar upplýsingar þar sem farið er yfir réttindamál, fjármál og endurhæfingu. Að auki er einu sinni í viku fræðslufundur sem kallast „Leiðir að betri líðan" en það er samstarfsverkefni Ráðgjafarþjónustunnar og endurhæfingardeildar eftir greiningu krabbameins á Landspítala í Fossvogi. Á þeim fræðslufundi er sagt frá og rætt um þá endurhæfingu og stuðning sem er í boði á höfuðborgarsvæðinu og úti um land. Samstarf við fagaðila Landspítalans er einn af máttarstólpum starfseminnar. Bætt líðan skjólstæðinganna felst meðal annars í því að þeir finni og geti treyst að allir fagaðilar vinna saman að sama marki. Samstarf við Landspítalann og aðra fagaðila, sem vinna með þeim sem greinast með krabbamein, er mikilvægt í þróun starfseminnar. Ráðgjafarþjónustan er tilraunaverkefni til þriggja ára og er fyrirmynd þjónustunnar meðal annars sótt til Maggie’s Center í Skotlandi. Starfsemin er í heimilislegu húsnæði þar sem eldhúsið er kjarninn og aðgangur er að tölvu, prentara, sérhæfðu bókasafni og hressingu. Ragnheiður Alfreðsdóttir, hjúkrunar- fræðingur og sviðstjóri hjá Krabba- meinsfélaginu, veitir þjónustunni forstöðu og Gunnjóna Una Guðmundsdóttir er félagsráðgjafi. Ráðgjafarþjónustan er opin virka daga kl. 9:00-16:30. Á kvöldin og um helgar eru fundir og námskeið. Ráðgjafarþjónustan er í samstarfi við Doktor.is. Þjónustan er gjaldfrjáls og allir eru velkomnir. 38 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 5. tbl. 83. árg. 2007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.