Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2007, Blaðsíða 39

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2007, Blaðsíða 39
Þessi skúlptúr var unninn fyrir Blóðgjafafélag (slands og gefinn félagsmanni sem viðurkenning fyrir 150 blóðgjafir hennar en hún varð fljótt vinsæl, vinir fóru að spyrja hvort listaverkin væru ekki til sölu. Þessi mikla eftirspurn varð henni hvatning og hún fór að sækja alls konar listanámskeið næstu 5-6 árin. Eitt sumarið ákvað hún að vinna í Danmörku til að læra meira og sjá hvernig unnið var við fæðingarhjálp þar. Hún bað um tveggja vikna launalaust leyfi eftir sumarfrí til þess að getað ráðið sig í Danmörku en því var neitað. Það varð til þess að hún sagði upp og vann allt sumarið í Danmörku. Þetta varð mikill vendipunktur í iífi hennar. Um haustið var hún laus og ákvað, mest í gríni, að sækja um inngöngu í Myndlistar- og handíðaskólann. Segja má að það sé ósveigjanlegum stjórnanda á Landspítala að þakka að Gegga er listakona í dag. Á þeim fjórum árum, sem Gegga var í skólanum, breyttist hann mikið og hún útskrifaðist með BA-próf frá leirlistadeild Listaháskóla íslands 2001. Hún hefur síðan starfað á Sjúkrahótelinu með listastarfinu en er frá og með í haust í leyfi og starfar eingöngu við myndlist. Síðastliðið ár hefur verið mjög annasamt. Gegga var með tvær einkasýningar í sumar, meðal annars á Thorvaldsensbar þar sem 30% af ágóðanum runnu til ABC-barnahjálpar. Þá sýndi hún í Ráðhúsi Reykjavíkur í október og er nú að undirbúa þátttöku í jólasýningu Handverks og hönnunar í desember. Það er mikil viðurkenning að fá að sýna þar. Listsköpun Geggu er oft abstrakt, sérstaklega í málverkum, en hefur samt skírskotun til raunveruleikans. Gegga sækir margar hugmyndir í starf sitt sem Ijósmóðir. í málverkum hennar má skynja eggfrumur og aðra líkamshluta tengda barnseignum. Stóra innsetningin hennar, Manneldi, er eins konar framleíðslulína þar sem fjöldi lega vírðast vera að búa til börn. í verkum hennar felst stundum ABC-barnahjálp sem koma út næstu jól, en þar gefur hún reyndar vinnu sína. Skólaverkefni hennar, Þeim var ég verst, sem er í eigu Kaupþings, var valið í samsýningu á listaverkum Kaupþings í Hafnarborg. Þar fékk það að hanga hjá mörgum verkum eftir fræga íslenskra meistara. Gegga vinnur ekki bara stór málverk heldur hefur hún undanfarið unnið marga smámuni í keramik, til dæmis kertastjaka. Verk hennar er nú að finna í mörgum galleríum og hún er Ifka með sölusýningu Egg og sæði í glugga heima hjá Geggu ádeila á nútíma-„framleiðslu“ þar sem börn eru búín til eftir pöntunarlista, notuð eru gjafaegg og gjafasæði og fóstrum með óæskilega eiginleika er eytt. Gegga nýtur síaukinna vinsælda og var til dæmis fengin til þess að myndskreyta glerveggi f fundarherbergjum og skrif- stofum í Ráðgjafarþjónustu Krabbameins- félagsins sem opnuð var í nóvember. Hún hefur líka hannað jólakort fyrir heima hjá sér. Heimasíðan hennar heitir gegga.is. Vinnutíminn er oft langur og óreglulegur - gjörólíkur vaktavinnu á sjúkrahúsi. Gegga segir að það krefjist mikils aga að vinna sjálfstætt, bæði að fara á fætur á morgnana og hætta á kvöldin. Hún segist aldrei vera í fríi en sé samt frjáls. Það er ekki auðvelt að lifa af listsköpun en það má láta reyna á það. Það er Gegga nú að gera í fyrsta sinn síðan hún byrjaði að mála fyrir 17 árum. Tímarít hjúkrunarfræðinga - 5. tbl. 83. árg. 2007 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.