Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2007, Blaðsíða 32

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2007, Blaðsíða 32
Guðrún Árný Guðmundsdóttir, gudruna@heilhus.is REYKLAUS.IS - NÝ LEIÐ AÐ BETRA LÍFI ÁN TÓBAKS Rannsóknir hafa sýnt að stærstur hluti reykingarmanna vill hætta að reykja. Mismundandi er hvaða leið hentar hverjum og einum og því er nýtt stuðningsúrræði fagnaðarefni. Nú hefur verið opnuð gagnvirk heimasíða, www.reyklaus.is. Reyksíminn, sem er rekinn af Heilbrigðisstofnun Þingeyinga með styrk frá Lýðheilsustöð, mun hafa umsjón með síðunni. Ljóst er að símameðferðin og síðan munu styrkja hvort annað. Hér á landi hefur töluverður árangur náðst í baráttunni við tóbakið síðastliðin ár. Samkvæmt rannsóknum Lýðheilsustöðvar hefur einstaklingum, sem reykja daglega (15-89 ára), fækkað úr 30,5% árið 1991 í 19,2% árið 2005 og telst þetta mjög góður árangur á evrópskan mælikvarða. Kannanir Lýðheilsustöðvar hafa líka sýnt að fleiri grunnskólanemar ákveða að reykja ekki. fslendingar hafa í mörg ár verið taldir framarlega í tóbaksvörnum. Staðið hefur verið fyrir ýmsum aðgerðum sem taldar eru hafaáhrif áreykingarlandsmanna, t.d. hefur verið lögð mikil áhersla á forvarnir meðal barna og unglinga, verðlagningu tóbaks (skattlagningu), auglýsingabann á tóbak, merkingar á tóbakspökkum, lagasetningu um reyklausa vinnustaði og nú síðast reyklaus veitingahús og skemmtistaði. Og nú hefur heilbrigðisráðherra samþykkt nýjar merkingar á sígarettupakka frá næsta ári. Þegar árangur íslendinga í tóbaksvörnum er borinn nánar saman við aðgerðir í öðrum Evrópulöndum kemur í Ijós að íslendingar hafa staðið sig afar vel í öllu nema því sem snýr að meðferð við tóbaksfíkn. 30 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 5. tbl. 83. árg. 2007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.