Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2007, Blaðsíða 42
Margrét Guðmundsdóttir sagnfræðingur, mgumm@internet.is
SAGA HJÚKRUNAR Á ÍSLANDI
Árið 2009 kemur út bók um sögu hjúkrunar á íslandi. Tímarit
hjúkrunarfræðinga mun í komandi tölublöðum birta brot úr bókinni.
Fyrsta greinin fjallar um Harriet Kjær sem var fyrsti formaður Félags
íslenskra hjúkrunarkenna.
í árslok 2009 verða 90 ár liðin frá því sex
konur komu saman í Fjalakettinum við
Aðalstræti og stofnuðu Félag íslenskra
hjúkrunarkvenna. Á afmælisárinu verður
gefið út rit um sögu hjúkrunar hér á
landi eftir undirritaða. Eitt höfuðmarkmið
verksins er að búa það þannig úr garði að
hjúkrunarfræðingar og allur almenningur
geti haft af því bæði gagn og gaman. í
ritinu verður birt töluvert af Ijósmyndum
og öðru myndefni sem ætlað er að
auka skilning á efninu. Bókinni er skipt
í 13 meginkafla en þeim er síðan deilt
í undirkafla. Aftast í ritinu verða auk
þess ýmsar skrár, meðal annars til að
auðvelda leit að einstökum efnisatriðum,
nafngreindum einstaklingum eða
heimildum.
Raddir hjúkrunarkvenna og hjúkrunar-
fræðinga eru auðvitað mikilvægasta
uppistaðan í þeim vef sem saga hjúkrunar
er. Því miður hafa ekki nema örfáar
ævisögur verið ritaðar um þá sem varið
hafa kröftunum í umönnun sjúklinga.
Fundargerðir og bréf eru þeim mun
dýrmætari gögn um viðhorf og afstöðu
stéttarinnar. Persónulegar heimildir, eins
og bréf, varpa iðulega einstöku Ijósi
á líf og störf bréfritara. Ein gjöfulasta
uppsprettulind heimilda um hjúkrun hér
á landi er þvf bréfasafn Félags íslenskra
hjúkrunarfræðinga. Þetta einstaka safn
hefur reynst ómetanlegt við samningu
verksins. Það varpar ekki aðeins Ijósi
á hugmyndir einstaklinga um hjúkrun
heldur glæðir söguna lífi.
Fröken Harriet Kjær, yfirhjúkrunarkona
á Holdsveikraspítalanum í Laugarnesi
er sjónum einnig beint að aðstæðum
og lífskjörum. í verkinu er leitast við að
varpa Ijósi á störf þeirra - jafnt leikra sem
lærðra - sem unnið hafa við umönnun
sjúklinga og hjúkrun. Þau störf hvíldu
nær eingöngu á herðum kvenna fram yfir
miðja 20. öld. Saga hjúkrunar er þar af
leiðandi tengd stöðu og hlutverki kvenna.
Bókin fjallar einnig um uppbyggingu
heilbrigðisþjónustu á íslandi og þátt
hjúkrunarkvenna og hjúkrunarfræðinga í
henni. Vinna, kjör, félagsstörf og menntun
eru í brennidepli verksins.
Erfitt er að lýsa svo yfirgripsmiklu riti í fáum
orðum en lesendum tímaritsins verður
gefinn kostur á að kynnast einstökum
þáttum í næstu tölublöðum. Stuttir kaflar
úr bókinni verða birtir hér í blaðinu. Það
er við hæfi að hefja leikinn með því að
bregða upp mynd af fyrsta formanni
Félags íslenskra hjúkrunarkvenna.
Úr sögu hjúkrunar á íslandi
Ritinu er valið vítt sjónarhorn. Umfjöllun Og svo einn bjartan vordag 1917
er ekki einskorðuð við uppbyggingu og gekk ég inn að Laugarnesi, hálfhikandi
þróun stéttarfélagsins eða fagsins heldur samt. Þegar þangað kom tók ég í
langan streng, sem hringdi bjöllu inni á
spítalanum. Að vörmu spori er hurðin
opnuð og andspænis mér stendur
fröken Harriet Kjær, yfirhjúkrunarkona
spítalans. Hún kannaðist við mig,
því hún hafði séð mig á fundum í
Guðspekihúsinu. Ég spurði hana hvort
hugsanlegt væri að ég gæti fengið að
tala við Sigurð Kristófer Þétursson.
Hún kvaðst skyldi spyrja hann að því.
Hún kom að vörmu spori aftur og tjáði
mér að Sigurður Kristófer Pétursson
væri fús að veita mér viðtal (Sören
Sörensson, 1987).
Gesturinn, sem tók í bjöllustrenginn á
Holdsveikraspítalanum, var 17 ára piltur,
Sören Sörenson að nafni. Heimsóknin
varð örlagarík því Sigurður Kristófer,
fræðimaðurog rithöfundur, varð „andlegur
bjargvættur" piltsins. Títtnefndur Sigurður
var á svipuðum aldri og gesturinn þegar
hann kom á spítalann haustið 1898. Þar
varði hann ævi sinni og ávann sér nafn fyrir
ritstörf. Sigurður Kristófer Péturssonar
eignaðist einnig bjargvætt í Laugarnesi,
Harriet Kjær yfirhjúkrunarkonu.
Unglingspilturinn Sigurður Kristófer varð
að yfirgefa móður sína og systkini þegar
hann var sendur á spítalann í Laugarnesi
en faðir hans hafði látist fimm árum fyrr úr
holdsveiki. Framtíðin blasti sannarlegaekki
við piltinum og sjálfum fannst honum „líf
sitt verra en dauðinn". Sigurður Kristófer
var þjakaður af tómlæti og átti jafnvel enga
von lengur. Fröken Kjær kom fljótlega auga
á þá hæfileika sem blunduðu í piltinum.
Jakob Kristinsson prestur lýsti síðar þeim
áhrifum sem yfirhjúkrunarkonan hafði á
Sigurð Kristófer og sagði:
40
Tímarit hjúkrunarfræðinga - 5. tbl. 83. árg. 2007