Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2007, Blaðsíða 18

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2007, Blaðsíða 18
1. Aö læra 2. Innganga í fagið 3. Skuldbinding viö fagið/starfið- eftir 2-5 ár í starfi - hér beinist athyglin frá starfi í starfsferil/starfsframa 4. Styrking í starfi 5. Að draga sig í hlé/starfslok (Donner, 1992, í Donner og Wheeler, 2001 a). Mynd 1. Stig starfsþróunar Tilgangur og markmið starfsþróunar þarf að vera í samræmi við sýn og stefnu þeirrar stofnunar sem hjúkrunarfræðingurinn starfar hjá og í samræmi við stefnu yfirvalda í heilbrigðismálum. í Bretlandi hefur verið sett fram almenn áætlun um starfsþróun til að framfylgja stefnu yfirvalda (NHS) (Davis og Bheenuck, 2003). Samkvæmt áætluninni hefur hver hjúkrunarfræðingur sína eigin áætlun og hefur aðgang að stuðningi, ráðgjöf og upplýsingum um námstækifæri. Jafnframt hefur verið setturfram rammi um færnistig hjúkrunarfræðinga. Færnistigin eru fimm og eru ákveðin viðmið fyrir hvert stig. Framþróun frá einu stigi til annars tekur um 1,5 til 5 ár. 1. Skima umhverfið 2. Leggja mat á sjálfan sig og tækifærin í umhverfi sínu 3. Skapa sér eigin starfsþróunarsýn 4. Semja eigin starfsþróunaráætlun 5. Koma sér á framfæri (Donner, 1998, í Donner og Wheeler, 2001 a; Hall o.fl., 2004) Mynd 2. Starfsþróunarlíkan Donner Donner og Wheeler (2001 b, 2001 c, 2001 d) hafa sett fram aðferð til starfsþróunar. Samkvæmt þessari aðferð greinir hjúkrunarfræðingurinn eigin markmið og tækifæri, setur fram eigin starfsþróunaráætlun og er leiddur og studdur í gegnum ferlið á tveimur árum. í upphafi felst stuðningurinn og leiðsögnin í hópavinnu og einstaklingsleiðsögn og síðan tekur við einstaklingsbundin eftirfylgd. Alþjóðasamtök hjúkrunarfræðinga (ICN) hafa gefið út starfsþróunaraðferð sem byggist á starfsþróunarlíkani Donner og Wheeler, sjá mynd 2. Aðferð Murphy o.fl. (2004) er annað dæmi um aðferð til starfsþróunar. Þau lýstu starfsþróunarleiðum hjúkrunarfræðinga á sjúkrahúsi í Kanada. Samkvæmt þessari aðferð var ein leið fyrir nýliða og önnur fyrir reyndari hjúkrunarfræðinga. Báðar leiðirnar fólust í því að hjúkrunarfræðingarnir kynntu sér í 2-3 mánuði ýmsa þætti þjónustunnar sem voru fyrir utan það starf sem þeir störfuðu við. Á þjálfunartímanum hafði hjúkrunarfræðingurinn ekki sömu skyldum að gegna og væri hann í sinni venjubundnu vinnu og var ákveðnu fjármagni varið til þessa verkefnis árlega. Er hér um svipaða aðferð að ræða og lagt var til að tekin yrði upp á LSH með kjörári, fjöiári og sérleið (Hrafn Óli Sigurðsson o.fl., 2001). Starfsþróun mismunandi hópa Starfsþróunarlíkan Donner leggur áherslu á að starfsþróun er einstaklingsbundið ferli (Donner, 1998, í Donner og Wheeler, 2001 a; Hall o.fl., 2004). Þegar starfsþróunaráætlanir eru settar fram og þeim framfylgt þarf að gæta þess að taka tillit til mismunandi hópa innan hjúkrunar. Taka þarf tillit til reynslu og þekkingar, eðli starfa og hlutverka og aldurs starfsmanna. Eins og áður var getið má samkvæmt líkani Donner iíta á starfsþróun hjúkrunarfræðinga í fimm stigum (Donner, 1992, í Donner og Wheeler, 2001 a). Fyrsta stigið á sér stað í námi, grunnnámi eða viðbótarnámi (þ.e. að læra). Ljóst er að háskólakennarar, deildarkennarar og skipuiag náms hefur áhrif á hugmyndir og áætlanir nemenda um starfsþróun og mikilvægt að hugtakið starfsþróunaráætlun (career planning) sé kynnt strax í grunnnámi. Deildarkennarar eru taldir gegna mikilvægu hlutverki við að brúa bil á milli þekkingar og klínískrar þjálfunar en skilgreiningar á hlutverkum deildarkennara eru ekki alltaf skýrar (Lambert og Glacken, 2005). Starfsþróun er ferli og til þess að starfsþróun í námi og starfsþróun á stofnun, eins og LSH, geti farið saman og sé samfelld þurfa samstarfsaðilar (þ. e. hjúkrunarfræðideildir og hjúkrun á LSH) að hafa sameiginlega og skýra sýn og stefnu um hlutverk hvors aðila í þessu sambandi. Talið er nauðsynlegt að veita starfsþróun stjórnenda og leiðtoga í hjúkrun sérstaka athygli þar sem hlutverk þeirra í heilbrigðisþjónustunni vega sífellt þyngra. í rannsókn, sem gerð var meðal leiðtoga í hjúkrun í Bandaríkjunum, kom fram að þeir töldu mikilvægast að framtíðarstjórnendur í hjúkrun hefðu a.m.k. meistaragráðu í hjúkrun eða hjúkrun og viðskiptum. Þættir, sem þátttakendur töldu mikilvægast að stjórnendur framtíðarinnar næmu og þekktu, lutu að viðskiptum, forystu, fjármálastjórnun, mannauði, stjórnun almennt, upplýsingakerfum, samskiptum, breytingum, gæðastjórnun, stjórnsýslu og hjúkruninni sjálfri (Scoble og Russell, 2003) . Hlutverk klínískra leiðtoga í hjúkrun er talið vega þungt í framtíðarþróun fagsins. Bandarísk samtök hjúkrunarfræðideilda (American Association of Colleges of Nursing (AACN)) leggja til að sett verði á laggirnar sérsvið klínískra leiðtoga í hjúkrun (clinical nurse leader (CNL)) sem verði ólíkt sviði klínískra sérfræðinga í hjúkrun að því leyti að klínískir leiðtogar eru með almennari menntun og þekkingu og vinna þvert á sérsvið hjúkrunar (Drenkard og Cohen, 2004). Auk þess að starfsþróun taki til hinna mismunandi hópa innan hjúkrunar í Ijósi faglegrar stöðu, þekkingar og reynslu, er einnig mikilvægt að hún taki tillit til einstaklingsþarfa og kynslóðaskipta. Talið er að á vinnumarkaðnum séu nú allt að fjórar kynslóðir starfsmanna með mismunandi þarfir og mismunandi sýn á það hvað gefur lífinu og vinnunni gildi (Boychuk Duchscher og Cowin, 2004) . Árangursrík starfsþróun hjúkrunarfræðinga miðast þannig við forsendur og áhuga hvers og eins og markmið þjónustunnar þar sem hann starfar. Lokaorð Starfsþróun er ferli sem hefst í námi og stendur til starfsloka. Hún er fyrir alla hjúkrunarfræðinga, sama hvaða hlutverki 16 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 5. tbl. 83. árg. 2007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.