Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2007, Blaðsíða 38

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2007, Blaðsíða 38
ÆTLAÐI ALDREI AÐ VERÐA LISTAKONA - viðtal við Geggu Helga Birgisdóttir, eða Gegga eins og hún er kölluð, er vinsæl listakona sem hefur langa reynslu sem hjúkrunarfræðingur og Ijósmóðir og endurspeglast það í list hennar. Eftir að hafa unnið að listsköpun með fram hjúkrunarstarfinu í mörg ár ætlar hún núna að helga sig listinni og hefur verið nóg að gera hjá henni í haust. Gegga er hjúkrunarfræðingur, Ijósmóðir og listakona. Hún er fædd og uppalin í Reykjavík, bjó fyrst í Laugarneshverfinu og svo í Breiðholti. Núna býr hún í litlu og fallegu 100 ára gömlu húsi í Skipasundi. Þar er hún með tvær vinnustofur, hún málar í kjallaranum og vinnur með leir í bílskúrnum. Gegga fór mjög ung í sjúkraliðanám og svo beint í Hjúkrunarskóla íslands. Hún varð átján ára bara nokkrum vikum áður en skólinn byrjaði og rétt slapp inn. Á þeim tíma voru nemendur enn þá í búningum með kappa og gátu bætt við bólu í kappann eftir því sem þeir hækkuðu í tign. Hún útskrifaðist 1981 og fór þá að vinna á brjóstholsskurðdeild. Þar var hún oft ein með 30-40 sjúklinga, margir mjög veikir með brjóstholsslöngur og lungnakrabbamein. Það var ströng vinna en mjög gaman að vera í hring- iðunni og spennunni. Hún flutti svo yfir á vökudeild og var búin að vera þar í nokkur ár þegar hún fann fyrir þörf að vita meira um meðgönguna og hvernig börnin, sem hún sinnti á vökudeild, hefðu haft það í móðurkviði. Hún fór þá í Ijósmæðraskólann, ætlaði alltaf aftur á vökudeild en þótti Ijósmæðrastarfið svo skemmtilegt að hún átti eftir að vera 10 ár á fæðingarganginum. Gegga fann aldrei fyrir sköpunarþörf sem barn og taldi sig lélega í teikningu. Sköpunarþörfin kom skyndilega eftir að hún átti dóttur fyrir 17 árum. Hún byrjaði þá að mála og yrkja Ijóð. Það var aldrei ætlunin að þetta yrði stór þáttur í lífi 36 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 5. tbl. 83. árg. 2007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.