Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2007, Page 38

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2007, Page 38
ÆTLAÐI ALDREI AÐ VERÐA LISTAKONA - viðtal við Geggu Helga Birgisdóttir, eða Gegga eins og hún er kölluð, er vinsæl listakona sem hefur langa reynslu sem hjúkrunarfræðingur og Ijósmóðir og endurspeglast það í list hennar. Eftir að hafa unnið að listsköpun með fram hjúkrunarstarfinu í mörg ár ætlar hún núna að helga sig listinni og hefur verið nóg að gera hjá henni í haust. Gegga er hjúkrunarfræðingur, Ijósmóðir og listakona. Hún er fædd og uppalin í Reykjavík, bjó fyrst í Laugarneshverfinu og svo í Breiðholti. Núna býr hún í litlu og fallegu 100 ára gömlu húsi í Skipasundi. Þar er hún með tvær vinnustofur, hún málar í kjallaranum og vinnur með leir í bílskúrnum. Gegga fór mjög ung í sjúkraliðanám og svo beint í Hjúkrunarskóla íslands. Hún varð átján ára bara nokkrum vikum áður en skólinn byrjaði og rétt slapp inn. Á þeim tíma voru nemendur enn þá í búningum með kappa og gátu bætt við bólu í kappann eftir því sem þeir hækkuðu í tign. Hún útskrifaðist 1981 og fór þá að vinna á brjóstholsskurðdeild. Þar var hún oft ein með 30-40 sjúklinga, margir mjög veikir með brjóstholsslöngur og lungnakrabbamein. Það var ströng vinna en mjög gaman að vera í hring- iðunni og spennunni. Hún flutti svo yfir á vökudeild og var búin að vera þar í nokkur ár þegar hún fann fyrir þörf að vita meira um meðgönguna og hvernig börnin, sem hún sinnti á vökudeild, hefðu haft það í móðurkviði. Hún fór þá í Ijósmæðraskólann, ætlaði alltaf aftur á vökudeild en þótti Ijósmæðrastarfið svo skemmtilegt að hún átti eftir að vera 10 ár á fæðingarganginum. Gegga fann aldrei fyrir sköpunarþörf sem barn og taldi sig lélega í teikningu. Sköpunarþörfin kom skyndilega eftir að hún átti dóttur fyrir 17 árum. Hún byrjaði þá að mála og yrkja Ijóð. Það var aldrei ætlunin að þetta yrði stór þáttur í lífi 36 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 5. tbl. 83. árg. 2007

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.