Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2007, Blaðsíða 27

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2007, Blaðsíða 27
honum. Gera skal skriflega ráðningarsamninga við alla starfsmenn ríkisins skv. starfsmannalögum aðra en embættismenn (42. gr. laga nr. 70/1996). í ráðningarsamningi er einnig tekið á öllum þeim kjörum sem að starfinu lúta, s.s. samningi um fasta yfirvinnu, húsnæði, þóknun vegna bifreiðarnotkunar, þóknun vegna síma, heimtengingu vegna tölvu svo eitthvað sé nefnt. Hjúkrunarfræðingar, sem ráða síg til starfa hjá einkaaðilum, sjálfseignarstofnunum og sumum sveitafélögum, þurfa að athuga stöðu sína sérstaklega í ýmsum réttindamálum, s.s. veikindarétt, orlofsrétt og lífeyrissjóðsgreiðslur. Reynslutími er almennt 3 mánuðir nema um annað hafi verið samið. Á reynslutíma er gagnkvæmur eins mánaðar uppsagnarfrestur. Þegar gerður er ótímabundinn ráðningarsamningur er 3ja mánaða gagnkvæmur uppsagnar- frestur. Þannig samningur teist vera fastráðningarsamningur. Þegar um tímabundna ráðningu eða ráðningu í tímavinnu er að ræða er gagnkvæmur uppsagnarfrestur 1 mánuður. Stofnun er ekki er heimilt að ráða starfsmenn á lakari kjörum en kjarasamningur viðkomandi stofnunar kveður á um. Sem dæmi má nefna að ekki er hægt að gera við hjúkrunarfræðing samning þar sem hann/hún fyrirgerir rétti sínum til þess að vera undanþegin/n næturvöktum sökum aldurs. Allir hjúkrunarfræðingar, sem starfa hjá hinu opinbera og heilbrigðisstofnunum sem reknar eru fyrir fé frá hinu opinbera, eiga skv. lögum að greiða lífeyrisiðgjöld í A- deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR) - alveg sama hvar á landinu hjúkrunarfræðingar starfa, að frátöldum þeim hjúkrunarfræðingum sem eru með aðild að B-deiid LSR eða eru í Lífeyrissjóði hjúkrunarfræðinga (LH). Eitthvað er um að sveitarfélög geri kröfu um að greitt sé í þeirra lífeyrissjóð þegar starfað er í þágu sveitarfélags, ganga þarf því sérstaklega frá áframhaldandi LSR - aðild í ráðningarsamningi. Ef einhverjar spurningar vakna þegar þið eruð að gera ráðningarsamningeðaviðendurskoðunáeldriráðningarsamningi getið þið leitað eftir aðstoð hjá verkefnastjóra kjara- og réttindamála, Cissý hjá félaginu. Símatími er í síma 540-6408 mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga frá 10:00 - 12:00, eða þið getið sent erindi á cissy@hjukrun.is og ykkur verður liðsinnt eftir bestu getu. / næstu tölublöðum verður fjallað um ýmis kjarasamningsbundin réttindi hjúkrunarfræðinga. Fyrsta greinin í þessari greinaröð tekur fyrir starfsráðningu og kjaramái tengd því efni. Hágæða stuðnings- og flugsokkar frá Solidea fýrir bæði kynin. s Henta öllum sem standa lengi við vinnu, t.d. á ^ sjúkrahúsum, skólum eða við afgreiðslustörf. s Frábærirfyrir þá sem eru mikið á ferðinni ívinnunni og fyrir þá sem þurfa hvildarsokka í flugið eða ferðalagið. Solidea sokkar eru einnig hentu og þá sem sitja lengi viðtölvur. ^ Solidea sokkareru einnig hentugirfyriratvinnubílstjóra Nuddeiginleikar Solidea sokka örva blóðflæðið og draga úr vökvasöfnum ífótum. SOLIDEA' Solidea sokkar eru hannaðir til að minnka iíkur á æðasliti, æðahnútum og bjúg ífótum. Solidea hnésokkar og sokkabuxurfást hjá Maður lifandi, Fríhöfninni, Flexorog flestum apótekum landsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.